Dagblaðið - 23.10.1981, Side 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981
MMBIAÐIÐ
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Aðstoðarrítstjórí: Haukur Holgason. Ft áttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí ritstjórrmr Jóhannos Reykdal.
íþróttir. Hallur Símonarson. Aðstoöarf réttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hilrrwr Karísson.
Blaðamann: Anna Bjamason, Atfi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefáns-
dóttir, EKn Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hékonardóttir, Jóhanna Þrfiinsdóttir,
Krístjfin Mfir Unnarsson, Lilja K. Möller, Óiafur E. Fríðriksson, Sigurður Sverrisson, Viðir Sigurðsson.
Ljósmyndir. Bjamleífur Bjamleifsson, Einar Óiason, Ragnar Th. Sigurösson,
og Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þrfiinn Þorieifsson. Auglýsingastjórí: Ingólfur P. Steins-
son. DreHingarstjóri: Valgorður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siöumúla 12. Afgreiðsla, fiskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur. Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Knur).
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10
Áskríftarverð fi mfinuði kr. 85,00. Verö i lausasölu kr. 6,00.
Fylgi á breiðum grundvelti
Margt athyglisvert kemur í ljós, þeg-
ar skoðað er, hvernig stuðningurinn við
Gunnar Thoroddsen og Ólaf Jóhannes-
son dreifðist eftir flokkum í könnun
Dagblaðsins á því, hverja fólk teldi
merkustu stjórnmálamennina. ____________
Hátt hlutfall stuðningsmanna allra flokka setti
Gunnar í fyrsta sæti í þessari könnun. Bæði hann og
Ólafur reyndust njóta mikils fylgis meðal fólks, sem
kvaðst óákveðið um, hvaða flokk það styddi, eða vildi
ekki svara spurningunni um flokk.
Sú skoðun almennings fer því ekki eftir flokkum,
að Gunnar sé merkasti stjórnmálamaðurinn hér á landi
um þessar mundir.
Áhugavert er að líta nánar á stöðu Gunnars meðal
stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins.
Rúmur fjórðungur sjálfstæðismanna telur, að
Gunnar sé merkasti stjórnmálamaðurinn. Þetta hlut-
fall er athyglisvert í samanburði við aðra útkomu í
skoðanakönnunum nú. Þannig segist tæpur
fjórðungur sjálfstæðismanna fylgja Gunnarsarminum
í flokknum. Aðeins um sjötti hver sjálfstæðismaður
segist fylgja Geirsarminum, og vel yfir helmingur tekur
ekki afstöðu til arma.
í skoðanakönnuninni um afstöðu til ríkisstjórnar
uppreisnarmannsins Gunnars Thoroddsen sögðust um
30 af hundraði sjálfstæðismanna fylgja stjórninni að
málum. Um 45 af hundraði sögðust vera andvígir
stjórninni, og um fjórðungur var óákveðinn.
Þegar fólk er spurt, hverjir séu merkustu stjórn-
málamennirnir, fær formaður Sjalfstæðisflokksins,
Geir Hallgrímsson, aðeins um tuttugasta hlutann af
fylgi Gunnars Thoroddsen í fyrsta sætið. Meðal sjálf-
stæðismanna eru þeir örfáir, sem nefna Geir
Hallgrímsson.
Þetta eru íhugunarverðar upplýsingar, þegar lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins er á næsta leiti. Allt
hnígur í þá átt, að armar Sjálfstæðisflokksins muni
heyja harða hildi á landsfundi og eftirleikurinn gæti
orðið örlagaríkur.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins ættu einnig að
líta á það, að sjálfstæðismenn nefna ekki aðeins
Gunnar, heldur einnig Ólaf Jóhannesson milu frekar
en Geir, þegar þeir eru spurðir um merkustu stjórn-
málamennina.
Tæpur þriðjungur alþýðubandalagsmanna taldi
Gunnar Throddsen merkasta stjórnmálamanninn í
þessari könnun. Alþýðubandalagsmönnum er hins veg-
ar fremur kalt til Ólafs Jóhannessonar um þessar
mundir, þótt hann fái þar lítilsháttar stuðning.
Ólafur hefur, sem utanríkisráðherra, komið fram
sem einarðasti stuðningsmaður Atlantshafsbanda-
lagsins.
Alþýðubandalagsmenn hafa vafalaust verið
hrifnari af Ólafi um það leyti, er hann var talinn
merkasti stjórnmálamaðurinn í skoðanakönnun Dag-
blaðsins fyrir tveimur árum. Ólafur hafði verið for-
sætisráðherra í vinstri stjórnum, og margir töldu hann
tákn vinstri samvinnu.
Gunnar og Ólafur reyndust hafa jafnhátt hlutfall
meðal framsóknarmanna, þegar menn nefndu
merkasta stjórnmálamanninn. Hvor um sig fékk
stuðning rúms þriðjungs framsóknarmana í fyrsta
sætið.
Gunnar halut einnig stuðning tæplega þriðjungs
alþýðuflokksmanna, sem segir nokkra sögu um á-
standið í þeim stjórnarandstöðuflokki.
Útkoma leiðtoga stjórnarandstöðunnar í þessari
könnun var hörmuleg, en i samræmi við annað, sem
vitað er um stöðuna í stjórnmálunum um þessar
mundir.
Joseph Granville, spámaðurinn íkistunni:
Stjórnar hann
verðbréfamark
aði heimsins?
v
*
— Notarfjölbreytta „leikmuni” til að laða að sér
viðskiptavini: Magadansmeyjar, búktalara, bikinistelpur
og líkkistu þakta telexrsmum
Einn áhrifamesti kauphallar-
braskari Bandaríkjanna spáir
„svörtum degi” fyrir Wall Street.
Afleiðingarnar eru: Gengi hlutabréfa
hrapar um allan heim — nema í Wall
Street.
Laust fyrir klukkan tíu á
mánudagsmorgni í lok september
hringdi síminn í íbúð nr. 608 á
hótelinu Four-Seasons í Washington.
Paul A. Volcker, bankastjóri banda-
ríska seðlabankans óskaði eftir að fá
að tala við þýzkan kollega sinn, Karl
Otto Pöhl, forseta þýzka Sambands-
bankans.
Tilefni samtalsins var: Móður-
---------->
Granville í kistunni, umkringdur aðdá-
endum.
Ráðast Rússar
á Pólland?
Forsaga
Það er víðar en í Meranó sem teflt
er til heimsmeistara (Heimsmeistari
— mestur í heimi — alvaldur). Bæði í
Kreml og Washington sitja menn 24
tima i sólarhring dag hvern og tefla
til heimsmeistara. Það verður að
segjast eins og það er, að í Kreml
hafa menn verið í sóknarstöðu allan
tímann frá þvi um árið 1500 er her-
togadæmið Moskva byrjaði að þenj-
ast út með landvinningum. Sú sókn-
arstaða hefur staðið allar götur
síðan, með smávægilegum afturkipp-
um vegna Japana 1905 og ósigra
gagnvart Þjóðverjum i fyrri heims-
styrjöld. Lenin kastar trúnni á sósíal-
ismann ög þjóðfrelsið á Bakuráðs-
tefnunni 1921 og gerist arftaki Alex-
anders 2. Rússakeisara, finnur upp
svindlkerfið, USSR, Samband Ráða
— Sameignar Lýðveldanna, sem
skapaði hugmyndafræðilegan grund-
völl til þess að halda saman hinum
gífurlega landa- og þjóðaránsfeng
rússnesku keisaranna, þótt það kost-
aði styrjaldir í Mið-Asíu til niður-
kvaðningar þjóðfrelsishreyfinga
fram til ársins 1930. 1939 hremma
Rússar gegnum samninga við þýzku
nasistana megnið af þeim löndum er
þeir misstu 1917, öll Eystrasaltsríkin
og hálft Pólland. Afgangurinn kom
svo á Yaltaráðstefnunni. En auk
þessa leið til yfirdrottnungar yfir
öllum löndum Austur-Evrópu mis-
munandi mikið iðnvædd, hafandi um
100 milljónir íbúa. Nýjasta viðbótin
er svo Afghanistan á jólunum 1979.
Bresnef er því í dag eins og Trajans
keisari í Róm um 100 eftir Krist, en
þá hafði Rómaríki náð mestri út-
þenslu.
Brestir
Smábrestir hafa á undanförnum
áratugum komið í virkisveggi þessa
gríðarlega heimsveldis. Uppreisn í
Austur-Berlín 1953, uppreisn i Ung-
verjalandi 1956 og svo innrásin i
Tékkóslóvakíu 1968. í öll skiptin
hefur rússneskum skriðdrekum verið
sigað á vopnlausa borgara og fólk
Kjallarinn
PéturGuðjónsson
drepið tugþúsundum saman til þess
að halda valdaaðstöðunni. Og nú
hefur röðin borizt að Pólverjum, þar
sem hið sósíalíska einræðiskerfi
hefur rænt einstaklingana frelsi sínu
og getur ekki einu sinni séð fyrir
nauðþurftum. Algjör vðruskortur er
í dag rikjandi i Póllandi, matvæli af
mjög skornum skammti og kostar
það margra klukkutíma biðraða-
stöður að ná í það litla sem til fellur.
Sósíalistastjórnin í Varsjá var búin
að hafa 35 ár til þess að byggja upp
sæluríki sósialismans í Póllandi, en
árangurinn hugmyndafræðilegt
gjaldþrot sósíalismans og efnahags-
legt þjóðargjaldþrot. Pólland hafði
meira að segja fengið lánsfé í hinum
kapitalíska heimi upp á hvorki meira
né minna en 24 milljarða dollara, en
ekkert dugði. Ráðstöfun þessa að-
fengna fjármagns var með slíkum
endemum, að fyrir ári hrukku erlend-
ar gjaldeyristekjur ekki fyrir vaxta-
greiðslum. Pólski fjármálaráðherr-
ann þurfti að mæta á bankastjóra-
fundi kapítalista og lýsa yfir algjöru
greiðsluþroti, viðbótarlán fyrir
áföllnum vöxtum voru veitt gegn af-
sali á ákvörðunarvaldi á ráðstöfun
gjaldeyristekna Póllands í vestrænum
gjaldeyri.
Gdansk1980
Var nokkur furða þótt pólska
þjóðin hafi verið gjörsamlega búin að
glata trausti sínu á kommúnista-
stjórninni í Varsjá? Því var það að öll
þjóðin reis upp sem einn maður, er
kyndill frelsisins var hafinn á loft
fyrir rúmu ári í Gdansk. Svo gjör-
samlega var stjórnin í Varsjá búin að
glata trausti þjóðarinnar, að hún
treysti sér ekki til þess að beita lög-
reglu og her til þess að kveða niður
skipulagningu frelsisaflanna í land-
inu, því hún átti það svo sannarlega
ekki víst, að lögreglan og herinn léti
að stjórn. Þetta vissi stjórnin í Var-
sjá, en þetta vissi líka Solidarnos.
Síðasdiðið ár hefur einkennzt af und-
anhaldi rikisstjómarinnar. Hún er
gjörsamlega vanmegnug að rétta við
hag landsins, hún hefur ekki boðið
upp á neinar áædanir sem hugsanlega
gætu verið trúverðugar í augum
þjóðarinnar, það eina sem horft gætí
^ „Myndi heimurinn sitja auðum höndum
hjá, ef rússneska heimsveldið breytti
hinni pólsku ættarjörð í stórsláturhús á mann-
fólki? Það eru nýir valdhafar í Washington,
Reagan og Haig, sem væru líklegir til harðra
andsvara.”