Dagblaðið - 24.10.1981, Page 3

Dagblaðið - 24.10.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. 3 fi,S■ BHtí*%W* KJaIcíO nACAðC. Spurning ujornmgar noiga noscas* dagsins sonar á heimsmælikvarða Fylgist þú með erlendum fróttum? — og brennið „Lífshlaupi” Kjarvals, segja þrír vinir Þorleifur Hjálmarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Jón Trausti Haralds- son skrifa: Við mælumst eindregið til þess, að Morthens olli straum- hvörfum í íslenzku poppi — skrifaraðdáandi segir að áður en plata Bubba Morthens, ísbjarnarblús, kom út, hafi íslenzki poppbransinn verið „steingeldur með alla sína skalla- poppara í fararbroddi”. DB-mynd: RagnarTh. Bubbi Helga Hóseassyni verði veitt lista- mannalaun sem bezta listamanni sem ísland hefur átt. Gjörningar hans eru á heimsmælikvarða hvað snertir mýkt og fegurð. Einnig yrðu allir islendingar stoltir ef komið yrði af stað söfnun fyrir farandasfaltstyttu, sem véitt væri þeim gjörningalistamanni, sem bezt stæði sig á hverju ári og væri vel við hæfi að hafa styttuna af Krosslafi Ehovasyni og hans félögum og átrúnaðarliði. Og svo að við förum út í aðra sálma þá væri það þakkarvert að brenna „Lífshlaupið”, vinnustofu Kjarvals heitins, þar sem það lítur út fyrir að vera málingarslettur, sem meistarinn hafi ekki haft pláss fyrir á léreftinu. Þó væri sjálfsagt að bjarga verðmætum og skrapa ofninn og mála betur, því að hann er það eina nothæfa úr „Lífshlaupinu”. Raddir lesenda „Gjörningar hans eru á heimsmælikvarða hvað snertir mýkt og fegurð,”segja Þorleifur Hjálmarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Jón Trausti Haraldsson sem leggja til að Helga Hóseassyni verði veitt listamannalaun. DB-mynd: Bj.Bj. ÍNoregi Garri skrifar frá Noregi: Nú hafa Utangarðsmenn misst söngvara sinn, hann Bubba Morthens og er það mikill missir. Bubbi hefur verið aðalnúmer Utangarðsmanna. Það var hann sem kýldi þá upp. Áður en plata Bubba, ísbjarnar- blús, kom út fyrir rúmu ári, var íslenzki poppbransinn steingeldur með alla sína skallapoppara í farar- broddi. En plata Bubba olli straumhvörfum í íslenzku poppi. Síðan hafa hljómsveitir skipaðar ungum mönnum sprottið upp eins og gorkúlur, öllum unnendum popps til óblandinnar ánægju. Það er engum öðrum að þakka en Bubba Morthens. Það var hann sem tók af skarið og fór að flytja ferska, nýja tónlist. Ekki veit ég hvernig Utangarðsmenn ætla sér að fylla skarð Bubba, það er enginn barna- leikur að taka við af honum, en vonandi gengur allt vel fyrir þeim. Sérstaklega vona ég að Bubba farnist vel með nýju hljómsveitina sína, hann á það skilið. Og vonandi verður hann jafn vinsæll og áður, því einu sinni Bubbi er alltaf Bubbi. Þorleifur Hjálmarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Jón Trausti Haraldsson telja ofninn vera eina verðmætið i „Lifshlaupi” Kjarvals. DB-mynd: Einar Ólason. Athugasemd f rá Vegagerð ríkisins Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, hringdi: í Dagblaðinu sl. miðvikudag skrifar Unnar Andrésson um lélegar merkingar á vinnusvæðum Vega- gerðarinnar og nefnir sem dæmi framkvæmdir í nágrenni Fossvogs- kirkjugarðs. Vegagerð ríkisins vill i þessu sambandi vekja athygli á því, að framkvæmdir þessar eru ekki á hennar vegum. Hringiö í síma 270^ inillikU3og15’ eðasknfiö Bfleigendur og verkstæði Vorum að fá sendingu af dönsku undraefnunum frá K.M. 7*9*13 fyrir vínylmælaborð og gúmmílista. Gerir gamalt sem nýtt. Bón, sem gerir gamalt lakk aftur glansandi. Áklæðahreinsir, tjöruhreinsir, gluggaspray, lásaolía, ryðolía, vélahreinsir, handþvottakrem, sjampó. Gott verð. Á CCpnH/ BÍLAMÁLUN FUNAHÖFÐA 8 /F UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - SÍMI85930 Halldóra V. Steinsdóttir húsmóðir: Lítið. Ég fletti yflrleitt yfir blöðin og gef mér þá einn klukkutima á dag til þess. En ég hef engan sérstakan áhuga áerlendum fréttum. Gunnar Þór Jóhannesson lagermaður: Mest lítið. Ég hef mest lítinn tima til að fylgjast með fréttum. Þó reyni ég að lesa meira innlendar fréttir. Theodóra Einarsdóttir: Ég fylgist mjög lítið með erlendum fréttum, því mér gefst sjaldan tækifæri til þess. Ég reyni þó að fletta blöðunum daglega. Birgir Ragnarsson lagermaður: Ég hef lítinn tíma til að fylgjast með fréttum yfirleitt. En ég geri það sem ég get. Svava Slgurðardóttir skrifstofustulka: Nei, alls ekki. Ég hef engan áhuga á þeim. Ég fletti þó yfif blöðin þegar tími gefst. Þorgerður Aðalsteinsdóttir skrif- stofustúlka: Ja, stöku sinnum. En ég fylgist þó meira með innlendum fréttum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.