Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981. 7 DB-vinningshafi vikunnar, Leonhard Haraldsson, velur hjól I Fálkanum handa dóttur sinni, með aðstoð Selmu Magnúsdóttur á smáauglýsingadeild DB. __ . m DB-mynd: Kristján örn. DB-vinnmgur i viku hverrí: „Sjöára dóttirin fær hjólið” „Sjö ára dóttir mín fær hjólið, það gamla er að verða til skammar,” sagði Leonhard Haraldsson, sem var svo heppinn að fá DB-vinning vikunnar. Var það að þessi} sinni hjól eftir eigin vali að verðmæti allt að kr. 3.500 í Fálkanum. Nú er aðeins eftir að draga þrisvar. Einn vinninganna sem verða í boði er Crown stereosamstæða frá Radíóbúð- inni (glæsilegt sett sem samanstendur af útvarpi, kassettutæki, plötuspilara og tveim hátölurum). Annar vinningur verður myndsegulband, líka frá Radíó- búðinni og sá þriðji hjól frá Fálkanum. Nafn vinningshafa er dregið úr hópi áskrifenda DB og birt á smáauglýsinga- síðunni. Þegar hann hefur gefið sig fram og leyst úr léttri spurningu varð- andi smáauglýsingar DB fær hann af- hentan vinninginn. Leonhard hefur verið áskrifandi að DB frá því að blaðið kom fyrst út fyrir sex árum og er því vel að happinu kom- inn. Hann sagðist yfirleitt aldrei vinna í happdrættum þótt hann hefði lengi spilað í mörgum þeirra. , ,En ég er tann- læknir,” sagði hann og bætti við, aðeins dapur á svip, — , ,ÆtIi það verði ekki einhver hneykslaður á að ég skuli verða svona heppinn núna. ” Hann — eða réttara sagt dóttirin — verður líklega að bíða nokkra daga eftir hjólinu. Það eina sem til greina kom — af DBS gerð — virtist heldur of stórt. En minni hjól koma aftur í verzl- unina eftir nokkra daga. Það kom í ljós að faðir og dóttir voru ekki alveg sammála um hvernig hjólið ætti að vera. Sú litla, sem bráðum verður átta ára, vildi tíu gíra grip með bognu stýri. En faðirinn hristi höfuðið yftr því. „Bróðir hennar, sem er ellefu ára, fékk í vetur fimm gíra hjól með beinu stýri og nú fær hún þriggja gíra hjól með beinu stýri líka. Bognu stýrin eru í tízku, það veit ég vel, en ég og lögregl- an erum alveg sammála um að bogin stýri og margir gírar séu alltof hættuleg fyrir krakka,” sagði Leonhard. Þetta þótti okkur viturlega mælt (ís- lendingar eru því miður ofarlega á blaði hvað snertir slys á börnum í um- ferðinni) og vonum að gæfan fylgi þriggja gíra hjólinu frá Fálkanum og DB. -IHH. Frægustu togarakaup íslandssögunnar: Stimpilgjöld gefin eftir af 3 skipum — Eftirgjöf in fellur til N-Þingeyinga og til eigenda Snæf ugls SU 20 og Guöb jargar ÍS 46 í heimildarákvæðum fjárlaga- frumvarpsins fyrir 1982 er m.a. ákvæði um „að endurgreiða eða fella niður stimpilgjöld af afsölum vegna kaupa á ms. Snæfugli SU-20 og tog- ara er Útgerðarfélag N-Þingeyinga hf. hefur samið um kaup á í Noregi. Einnig að endurgreiða eða fella niður stimpilgjöld af veðskuldabréfum vegna kaupa á framangreindum tveimur skipum og vegna kaupa á ms. Guðbjörgu ÍS 46 er séu að upp- hæð jafnvirði hálfu kaupverði skips- ins”. Þá er og í heimildarákvæðunum eftirfarandi heimild: „Að fella niður eða endurgreiða stimpilgjöld af skuldabréfum, sem skipasmíðastöðv- ar gefa út til viðskiptabanka vegna endurlána bankanna á erlendum lánum, sem tekin eru með samþykki Fiskveiðasjóðs til nýsmíði fiski- skipa”. Togarakaup útgerðarfélags N- Þingeyinga eru einhver þau frægustu i íslandssögunni. Urðu um þau lang- ar og miklar umræður á þingi og í Framkvæmdastofnun í fyrra. Var fyrst gerður kaupsamningur um gamlan togara en honum riftu selj- endur og greiddi ísl. ríkið milljónir í skaðabætur. Að því búnu fengu N- Þingeyingar grænt ljós ríkisstjórnar á nýsmíði togara í Noregi og það eru gjöld vegna hans sem nú má fella niður. Engar skýringar fylgja heimildar- ákvæðunum hvorki varðandi fyrr- greindan togara né heldur Snæfugl eða Guðbjörgu. -A.St. KÚREKASTÍGVÉL FYRIR DÖMUR OG HERRA \[0t ðéW Ht 49®/®° S'349'00 Teg. 7007 Litur: Antik-brúnt leður Stærðir: 36—43 i I s jg 5 Skóverzlun Laugavegi 95. — Sími 13570. , m Kirkjustræti 8. Þorðar Péturssonar v/Austurvön. - s#m/ i4isr. . : : LEIKSTJORI AÐALHLUTVERK SYLVESTER STALLONE SYLVESTER STALLONE, TALIA SHIRE, BURT YOUNG, BURGESS MEREDITH. BÓNNUÐBÖRNUM INNAN 12ÁRA SYND KL. 5,7.20 og 9.30.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.