Dagblaðið - 24.10.1981, Side 24

Dagblaðið - 24.10.1981, Side 24
Af leiðingar loðnuverðslækkunar: Meiríhluti loönuflotans sækir íþorskstofninn — „Útilokað að neita skipunum um leyfi til bolfiskveiða,” segja útgerðarmenn Fari svo fram sem horfir stefnir allt í að 60-80% loðnuflotans geri út á troll á næsta ári eftir að loðnuveiðum lýkur. Útgerðarmenn, sem DB ræddi við í gær, voru sam- mála um að útilokað væri með öllu að gera skipin einungis út til loðnuveiða þegar verðið væri jafnhlægilega lágt og raun ber vitni. Mörg útgerðarfélög nýrri og stærri skipanna hafa átt í verulegum rekstrarerfiðleikum vegna þungrar lánabyrði og í nokkrum tilvikum hafa síldarbræðslur keypt skipin og gert út. Þá voru útgerðarmenn sam- mála um að erfitt væri að fá mannskap á skipin með þá vitneskju i huga að verkefnin stæðu ekki yfir nema þriðjung ársins. ,,Ég á erfitt með að trúa því að hægt verði að neita loðnuskipunum um leyfi til bolfiskveiða þegar loðnuvertíðinni lýkur,” sagði einn útgerðarmannanna við DB í gær. „Það er ekki verjandi að neita þeim um leyfi á sama tíma og verið er að kaupa til landsins skip, sem stunda eiga bolfiskveiðar, í flota sem þegar er allt of stór.” Mörg loðnuskipanna bjuggu sig í sumar undir útgerð á troll og með bættri tækni — svokölluðum kassa- trollum í stað flottrolls—er mun auðveldara fyrir loðnuskipin að breyta yfir. Þetta þýðir í raun ekki- annað en stórkostlega aukna sókn í þorskstofninn. Töldu menn að eina lausnin væri sú að skipunum yrði skammtaður ákveðinn kvóti þorsks ef auðnast ætti að halda afianum innan skynsamlegra marka. -SSv. Matreiðslumennirnir Snorri Steinþórsson (t. v.) og Daníel Þórisson sem dags daglega eldafyrir mötuneyti Miðfells. Milliþeirra er Jóhannes verzlunarstjóri I Austurveri. DB-mynd Bjamleifur. Það vantaði ekki góðar undirtektir þegar- þeir hjá SS í Austurveri hófu að grilla heila lambaskrokka í gær og gefa. fólki að smakka þetta lostæti sem ófryst lambakjöt er. Til voru fengnir tveir matreiðslu- menn og áður hafði verzlunin látið smíða forláta útigrill fyrir heila skrokka. Grillað var úti fyrir húsinu en framreiðsla fór síðan fram inni. „Þetta er bara uppákoma án annars tilefnis en að slátursölu er að ljúka hjá okkur og þar með sláturtíðinni,” sagði Jóhannes verzlunarstjóri Jónsson, ,,og það á enginn þátt í þessum traktering- um nema búðin ein.” -A.St. „Engin leyndarmál”: Myndin um Snorra þrefalt dýrari en áætiað var? —erfiðlega gengur að koma saman niðurstöðutölum kostnaðar við myndina ,,Það eru engin leyndarmál,” sagði Hinrik Bjarnason, for- stöðumaður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, er hann var inntur eftir því fyrir skömmu hvort kostnaður við gerð myndarinnar um Snörra hefði farið úr böndunum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið en vísaði alfarið á fjármálastjóra ríkisútvarpsins, Hörð Vilhjálmsson. Eftir heimildum, sem DB hefur aflað sér, á kostnaðurinn við gerð myndarinnar að hafa farið svo hrika- lega fram úr áætlun að forráðamenn sjónvarpsins reyni nú með öllum tiltækum ráðum að fela útgjöldin undir hinum ýmsu kostnaðarliðum sjónvarpsins. Heimildarmaður DB fullyrðir að kostnaðurinn hafi þrefaldazt frá þeim tíma er áætlun var gerð og þar til töku og vinnslu myndarinnar lauk. Hafi verið bruðlað með alla skapaða hluti, s.s. efni í búninga og sviðsgerð. Þá hafi yfirvinna við myndina farið fram úr öllum áætlunum. Dagblaðið hefur undanfarna viku reynt ítrekað en árangurslaust að fá heildarniðurstöður kostnaðar þrátt fyrir loforð þar um. Áttu niðurstöður að liggja fyrir sl. mánudag og þá aftur í gær en dæmið hafði enn ekki verið fyllilega gert upp. Virðist því ætla að ganga fremur treglega að koma dæminu heim og saman. Samkvæmt upplýsingum Harðar Vilhjálmssonar fjármálastjóra hefur kostnaður ekki farið úr böndum. „Við erum alls ekki óánægðir með útkomuna,” sagði hann og taldi líklegt að heildarniðurstöður yrðu á bilinu 2,5—2,7 milljónir króna. Heimildir DB segja hins vegar kostnaðinn vera miklu meiri. Danir og Norðmenn tóku þátt í gerð myndarinnar með RUV og lögðu Norðmenn 350.000 nkr. til en Danir 200.000 danskar. Hluti þeirra er því aðeins brot af heildar- upphæðinni. Myndin um Snorra hefur enn ekki verið seíd til annarra landa að því bezt er vitað og telja sér- fróðir menn hana þess eðlis að mjög erfiðlega muni ganga að selja hana til annarra landa. -SSv. frýálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 24. OKT. 1981. Spáfyrírnæstaár: Minnkandi þjóðartekjur ámann Þjóðhagsspá bendir til þess að fram- leiðsla þjóðarinnar vaxi um 1 prósent á næsta ári. Það er heldur minni vöxtur en á yfirstandandi ári. Viðskiptakjör okkar við útlönd eru talin munu versna á árinu 1982. Útkoman verður sam- kvæmt því að þjóðartekjur á hvert mannsbarn í landinu dragast dálítið saman á komandi ári. Framleiðslan er í ár talin vaxa um rúmlega 1 prósent. Miklu skiptir að viðskiptakjörin við útlönd hafa farið batnandi á árinu. Horfur eru á að við- skiptakjörin reynist í ár að meðaltali 1,5—2% betri en í fyrra. Þessi bati eykur vöxt þjóðartekna í ár um- fram framleiðslu svo að þjóðartekjur á hvern mann eru í ár taldar vaxa um 1 prósent. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna, eftir skatta, er talinn verða í ár 1% meiri á mann en var í fyrra. -HH. Bifreiðin óökufærer að var komið — en enginn ökumaður fannst Um þrjúleytið í fyrrinótt var Kópa- vogslögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið gegnum grindverk og á trjágróður í garði við hús við Tungu- heiði. Fannst enginn ökumaður þrátt fyrir leit. Við athugun kom í ljós að bifreiðinni varð ekki lengra ekið, en sýnilegt þó að síðasti áreksturinn ætti ekki sök á nema síðasta þætti málsins. Síðar kom í ljós að sömu bifreið hafði verið ekið á kyrr- stæða Broncobifreið á Álfhólsvegi, því þar fundust greinileg verksummerki um hvaða bifreið ætti sök á ákeyrslunni. Mál þetta var í rannsókn í Kópavogi í gær og ekki upplýst, að því bezt var vit- að, hvort bifreiðinni hefði verið stolið eða forráðamenn hennar átt hlut að máli. -A.St. Áskrifendur DB athugið Vinningur I þessari viku er Crownsett frú Radlóbúðinni, Skip- holti 19, Reykjavlk, og hefur hann verið dreginn út. Næsti vinningur verður kynntur I blaðinu ú múnu- daginn. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.