Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent „/ litium telpum blundar fullþroska kona", segir Ijósm yndarinn. Myndln ar greinilega undir áhrifum fré gömlum málverkum, sem sýna fagrar konur aö stíga upp úr kerlaugum. Brooke Shields tíu ára — Marilyn Monroe var ekki eina stjarnan sem hófferil sinn meö nektarmyndum Fyrir nokkru birtum við fréttir af því að móðir Brooke Shields vildi banna nektarmyndir sem teknar voru af Brooke tíu ára gamalli. Brooke er nú um það bil sextán ára og einhver bezt launaða fyrirsæta í heimi. Móðirin fékk myndirnar bannaðar, en aðeins um tveggja mánaða skeið. Þann tíma á hún að nota til að sanna að hún hafi aldrei leyft birtingu mynd- anna. Það eru nefnilega til skjöl, undir- rituð af henni, þar sem hún veitir sam- þykki sitt til birtingarinnar. Playboy-pressan hafði fundið upp á því að fá fjórtán vel þekkta ljósmynd- ara til að taka kynæsandi myndir af kvenfólki, ýmist klæddu eða berröss- uðu. Þetta var svo gefið út í bók sem hét „Sugar and Spice.” Gary Cross, sá sem myndaði Brooke, var sá eini sem valdi sér telpur að fyrirmyndum. Þessi ljósmyndari tók mikið tízkumyndir, en hafði áður lagt stund á leikhúsfræði. Hann hafði mjög gaman af að búa til eins konar leiksvið utan um fyrirsæturnar sínar. Hvað er klám og hvaö er list? Ljósmyndarinn Garry Gross, sem tók þessa mynd af Brooke, tiu ára, ætiaöi sór að minnsta kosti ekki að búa tH grófa og ruddalega mynd. Nú stendur hann sem sagt í mála- þrasi við frú Teri Shields. Það kann að veikja málstað hennar, að myndirnar af dótturinni héngu lengi í fínni skóbúð á Fifth Avenue, Charles Jourdan, áður en þær voru prentaðar í bókinni. Hæpið er að það hafi verið algjörlega móti vilja þeirra mæðgna. Forseti Vestur- Þýzkalands þrammar um landiö Vestur-þýzki forsetinn, Karl Carst- ens, gekk nýlega um endilangt landið. Var það liður í herferð til að vekja þjóðina til umhugsunar um fegurð lands síns og ágæti gönguferða. Sjálfsagt hefur forsetinn farið krók- ótta sveitavegi því ekki er skemmtilegt að þramma eftir hraðbrautunum frægu. En hvað sem um það er þá gekk hann samtals 1129 kílómetra. Það sam- svarar, því sem næst, því að maður gengi frá Reykjavík suður og austur um land og væri þá líklega nálægt Skaga- firði á leiðarenda. Karl var alls 45 daga á göngu, en ekki samfleytt þó. Hann dreifði göngu- dögunum yfir eitt ár. ,,En venjulegt fólk yrði miklu fljót- ara en ég,” sagði Karl Carstens. „Það þyrfti ekki að hlusta á ræður hjá bæj- arstjórunum í öllum þorpum á leið- inni.” Vestur-þýzki forsetinn, Karl Carstens, sagðist hafa tafizt á göngunni vegna þess að hann þurfti að hlusta á ræðu- höld hjá bæjarstjóminni í hverju ein- asta þorpi. NÝ PLATA ilNN/VIRTASTI Gj/TARLEIKARI LANDSINS og sem lagasmiður er hartn hátt skrifaður. Nú sendir Björgvin frá sér aðra sólóplötu ______________________sína, Glettur. Björgvin syngur lög sín sjálfur í jyrsta skipti á plötu og tekst honum gletti- lega vel upp. Aðstoðarmenn Björgvins á plötunni eru Ásgeir Óskarsson, Pétur Hjaltested og MyronDove. ÞAÐ ER ENGUM BLÖÐUM UM ÞAÐ AÐ FLETTA AÐ GLETTA ER GÓÐ PLATA. BJÚRGVIN GÍSLASON Á FERÐ MEÐ FRIÐRYKI • 29. okt. Höfn Hornafiröi (i kvöld) • 30. okt. Egiisstaöir • 31. okt. Reyöarfjöröur • 1. nóv. Egilsstaðir • 2. nóv. Seyðisfiörður • 3. nóv. Neskaupsstaður • 5. nóv. Vik 1 Mýrdal SÍMI 85748 stainorhf mKARNABÆR SÍMI HLJÓMPLÖTUDEILD AUSTURSTRÆTI22 LAUGAVEGI 66. - GLÆSIBÆ 85055

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.