Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. 11 Steinullarverksmiðja í Þorlákshöfn eða á Sauðárkróki: Hvorugur kosturinn er fýsilegur —fyrir ríkið til hlutdeildar, segir iðnaðarráðherra—f ramlengdur umþóttunartimi steinullarfélaganna „Málið liggur þannig að hvorugur kosturinn þótti fýsilegur að mati sér- fræðinga iðnaðarráðuneytisins, hvorki sá sem miðast við steinullar- verksmiðju í Þorlákshöfn né heldur hinn, sem gerir ráð fyrir staðsetningu á Sauðárkróki,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra í viðtali við DB, er fréttamaður spurði hann hvað liði athugun á aðild rikisins að slíku fyrirtæki. „Eins og þetta hefur verið lagt fyrir eru áform þessara tveggja aðila ekki ákvörðunarhæf varðandi hlut- deild ríkisins,” sagði Hjörleifur. Hefur bæði Jarðefnaiðnaði hf., sem er félag Sunnlendinga, og Steinullarfélaginu hf. á Sauðárkróki verið veittur umþóttunartími til 23. nóvember næstkomandi til þess að leggja fram haldbetri röksemdir, ef þær mættu duga til þess að iðnaðar- ráðuneytið leitaði eftir heimild til aðildar ríkisins að stofnun hlutafé- lags eða þátttöku í því til reksturs steinullarverksmiðju áíslandi. Þess má geta að ráð er fyrir því gert að ríkið leggi fram 40% hluta- fjár og heimamenn 60%, ef ráðlegt þykir yfirleitt að hefja verk- smiðjurekstur hér á landi til framleiðslu steinullar. -BS. MIÐAÐ VH> BLONDUVIRKJUN YRÐIÞETTA MJÖG FÝSILEGT —segir Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóriá „Hér á Sauðárkróki hefur verið miðað við litla steinullarverksmiðju til þess að fullnægja þörfum innanlandsmarkaðar,” sagði Þor- steinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, í viðtali við DB. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Steinullarfélagsins hf. var að heiman er fréttamaður spurðist fyrir um stöðuna í málinu hjá Sauðkrækingum. Lítil verksmiðja fyrir innanlands- markað gæti framleitt um 5 þúsund tonn á ári. Eins og DB skýrði nýlega frá, miðast áform Sunnlendinga við 15 þúsund árstonna verksmiðju í Þorlákshöfn. „Við höfum auðvitað gert okkar athuganir á markaðsmöguleikum erlendis,” sagði Þorsteinn, „og þeir hafa ekki freistað okkar.” Hann kvað samkeppnina harða og vaxandi, eftir þeim upplýsingum, sem tœir hefðu. Með ýmsum for- merkjum væru vissir aðilar þó að freista þátttöku í framleiðslu steinullar. Til dæmis hefðu Danir í samvinnu við BP reist 40 þúsund tonna verksmiðju á Wales í Bretlandi í fyrra. Þar.væri nú heildarnýting á steinullarverksmiðjum eitthvað á milli 60 og 70% afkastagetu. Þá væri verðið nokkuð breytilegt eftir framleiðsluaðferðum og framleiðslulöndum og af öðrum á- stæðum. „Með tilkomu Blönduvirkjunar teljum við veruleg- an grundvöll fyrir lítilli verksmiðju hér á Sauðárkróki,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson. Sauðárkróki Hann sagði að þótt Blönduvirkjun, sem næsti áfangi í raforkuframkvæmdum, væri ekki skilyrði fyrir rekstri lítillar verk- smiðju Iægi það dæmi að sínu mati svo nærri að menn vonuðust eindregið til að úr honum yrði og skammt til ákvörðunartöku i því máli. -BS. Þorkéll Valdimarsson (að neðan til hægri á myndinni) ávarpar borgaryfirvötd, embœttismenn ríkisins og blaðamenn I köldum og rökum Fjalakettinum I gœr: óá- byrgir stjórnmálamenn á atkvœðaveiðum með gylliboð Ifiölmiðlum. DB-mynd: Kristján örn. Þorkell Valdimarsson á blaðamannafundi: FJALAKÖTTURINN ER FALUR FYRIR SEXTÍU MILUÓNIR —til 2. nóvember, eftir þann tíma er rétt að hætta að tala um eignir annarra „Ég vil selja Fjalaköttinn og húsið er falt Kvikmyndasafni fslands til 2. nóvember nk. fyrir 6 milljarða gkr., eða 60 milljónir nýkróna,” sagði Þorkell Valdimarsson á blaðamanna- fund: sem hann boðaði til í ljóslausum og óupphituðum kvikmyndasal Fjala- kattarins í gær. Margir gestir voru viðstaddir, borgarstjóri, þjóðminja- vörður, fulltrúi ráðuneytis og fjöldi embættismanna borgarinnar auk annarra. Þorkell sagði að hluti þessa söluverðs væri sú skerðing á meðferð fjármuna og eigna sem yfirvöld hefðu valdið honum og öðrum. Sagði Þorkell að yrði þessu tilboði ekki tekið teldi hann stjórnmálamenn, sem um nýtingu hússins ræddu nú, óábyrga. Þeir væru með "gylliboð í blaðaviðtölum til atkvæðaveiða en um- ræður þeirra um nýtingu Fjalakattarins væru óraunhæfar skýjaborgir, því ekkert hefði verið rætt við hann sem eiganda og ekkert virtist að baki því t.d. að þarna yrði bækistöð Kvik- myndasafns íslands, þó fjálglega væri um slíkt rætt í blöðum. Þorkell rakti í fundarbyrjun sögufrægð hússins, drap á „skattpíningu” á hendur eigendum lóðar og húss og hvernig húsið síðustu fjörutíu árin hefði haldizt í örlaga- greipum skipulagsyfirvalda Reykja- víkurborgar. Erlendur Sveinsson, forstöðumaður kvikmyndasafnsins, bar af sér ásakanir um að hann hefði sagt í blaðaviðtali að kvikmyndasafnið vildi kaupa húsið. Til slíks hefði það ekkert bolmagn. Hann kvað húsið hafa einstakt sögulegt gildi sem kvikmyndahús og væru slíks fá dæmi í heiminum. Kvikmyndasafnið gæti, ef og þegar húsið væri uppbyggt, útvegað myndir sem hæfðu sýningum í því. Knútur Hallsson, stjórnarformaður kvikmyndasafnsins, kvað merkt mál hér á ferð. Fagnaði hann þvi að málið væri kynnt almenningi og stjórn- völdum. Mikilsvert væri að málið þokaðist í rétta átt, þó hægt gengi. Kvaðst Knútur vona að með samstilltu átaki næðist það markmið sem allir gætu vel við uriað, líka Þorkell Valdi- marsson. Fram kom á fundinum að kvik- myndasafnið hefur vakið athygli yfir- valda borgar og ríkis á sögufrægð þessa gamla húss og lýst áhuga á að kvik- myndahús yrði þar varðveitt. Engar undirtektir hafa við bréfum safnsins borizt. -A.St. Föram variega í handritamál viðSvía — sagði Vigdís forseti eftiraðhafa handleikið Uppsala-Edduna „Að fá að snerta Uppsala-Edduna var mikil og yndisleg reynsla,” sagði Vigdis Finnbogadóttir forseti á fundi með íslenzkum blaðamönnum í konungshöllinni i Stokkhólmi í gær. Hún var þá nýkomin úr heimsókn til UppsaJa, þar sem hún m.a. skoðaði gömul íslenzk handrit. Aöspurð hvort hún teldi aÖ tslendingar ættu að fara að huga að handritamálum gagnvart Svíum svaraði Vigdís að svör Svía væru alltaf að hér væri um aðkeypt handrit að ræða. Því horfði málið svolitið öðruvisi við. Sagði forsetinn að fara ætti mjög varlega i þessi mál. Hinni opinberu heimsókn til Svíþjóðar lauk í morgun. Konungs- hjónin kvöddu Vigdísi við höllina en síðan fylgdi Bertil prins henni út á Arlandaflugvöll. Forsetinn og fylgd- arlið héldu svo með SAS-flugvéi til Kaupmannahafnar en þar hyggst Vigdís dvelja fram á helgina. -KMU, Stokkhólmi. Harma verð- lagningu á sfld „Þó að vissulega hefði verið æskilegt að geta boðiö betri kosti þá er það tvímælalaust að ekki var unnt að bjóða betur eins og mál standa nú.” Svo segir í tilkynningu frá.Verð- lagsráði sjávarútvegsins. Þar segir ennfremur m.a.: „Sá kostur, sem kaupendur síldar til frystingar buðu upp á, var að ákveðið yrði jafnaðarverð kr. 2.00 fyrir hvert kílógramm sildar. 1 samráði við sjávarútvegsráðuneytið kæmi það á móti þeirri verðlækkun, sem þetta hefur í för með sér, að kvóti hringnótabátanna yrði allt að 275 lestir, eða með öðrum orðum, að hver bátur ætti þess kost að fá sama heildarverð fyrir aflann og áður hafði verið ákveðið. Meðalverð i fyrri verðlagningu hefur verið metið á kr. 2.16, þannig að hér er um 16 aura verðlækkun að ræða, eða um 8%, sem yrði að fullu bætt með jafn- mikilli aukningu áaflamagni.” -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.