Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 27

Dagblaðið - 29.10.1981, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. 27 Sjónvarp Róbert Arnfinnsson er Ole Bráden varðstjóri, sem fær undarlegt og óvenjuiegt mál í hendur. DAGBOKIN—þáttur með dægurtónlist íútvarpikl. 14.00: KRÚSTJEFF, ELDJÁRN 0G VILHJÁLMUR EINARSSON KOMA ALLIR VK) SÖGU í dag hefst nýr þáttur, Dagbókin, og mun hann framvegis verða sendur út á fimmtudögum frá 14.00—15.00. Gunnar Salvarsson og Jónatan Garðarsson munu annast hann í sameiningu. Gunnar var áður með „Nýtt undir nálinni” á föstudags- kvöldum og Jónatan með „Hlöðuball” á laugardagskvöldum, en þeir þættir falla nú báðir niður. „Dagbókin” verður með allt öðru sniði en gömlu þættirnir. Þeir byggja hana upp kringum útsendingardaginn. í dag er til dæmis þjóðhátíðardagur Tyrkja, og þá spila þeir lag frá því landi og upplýsa hverju Tyrkir fagna þennan dag. Svo fletta þeir upp i rokkdagatalinu og komast að því að Hank Marvin gítarleikari í Shadows varð fertugur í gær, og þá er að sjálf- sögðu leikið lag eftir hann. Mörgu fleiru finna þeir upp á. Þeir skoða blöð frá þessum degi, tuttugu ára gömul. Þegar þeir sjá að þá var eitt aðalmálið ræða Krústjeff um vonzku Stalíns þá spila þeir „Nótt í Moskvu”. Ekki aðeins með hljómsveit Svavars Gests og Ragga Bjarna, heldur einnig í rússnesku frumútgáfunni, en hana hefur Haukur Morthens átt í plötusafni sínu, síðan hann endur fyrir löngu sótti Heimsmót æskunnar í Rússíá. Þá spjalla þeir Jónatan og Gunnar við gest vikunnar, sem að þessu sinni er Vilhjálmur Einarsson skólameistari. En um þessar mundir, fyrir tuttugu árum, setti hann heimsmet í hástökki — án atrennu — á innanhússmóti IR. Auk þess munu þeir félagar spila heilmikið af nýrri dægurtónlist í þættinum, þar á meðal þrjú lög, sem íslenzkar hljómsveitir hafa samið við texta eftir skáldið Þórarin Eldjárn. -ihh. AÐ F0RTÍÐ SKAL HYGGJA—útvarp kl. 11,00 í fyrramálid: Á UNDAN SJÓNVARPI0G GRAMMÓFÓNIVAR GVENDUR DÚLLARI Gunnar Valdimarsson mun í fyrramálið flytja frásögu um Guðmund dúllara, þennan einkennilega skemmtikraft, sem ferðaðist um sveitir landsins og skemmti fólki m.a. með því að herma eftir lækjarniði. Sagan er skráð af Þorbergi Þórðarsyni í ævisögu Árna Þórarinssonar prests. Guðmundur dúllari er sagður hafa verið af ríku fólki kominn. Ungur fékk hann heilabólgu og var nánast frá viti og rænu í tvö ár. Þegar hann rankaði við sér fann hann upp þessa sérstæðu list, dúllið, og það sem eftir var ævinnar flakkaði hann milli bæja og framdi þessa kúnst. Hann dó i byrjun fyrra stríðs á Barkarstöðum i Fljótshlíð með nafn Símonar Dala- skálds á vörunum. Þann mann taldi hann mestan meistara veraldar. Jóhann Sigurðsson leikari, sem nýverið sló í gegn sem ,,J6i” í samnefndu leikriti Kjartans Ragnars- sonar í Iðnó, tekur að sér að líkja eftir Guðmundi. Hann tónar, kveður rímur og síðast en ekki sízt sprcytir hann sig á dúlliuu. Því lýsti Guðmundur sjálfur sem eftirlikinguá gúlgurhljóði lækjar undir holbakka. Á þeim grammófón- og sjónvarps- lausu tímum var það kærkomin tilbreyting, þegar dúllarinn kom í heimsókn. -ihh. Jóhann Sigurðsson ætlar að tóna, kveða rimur og dúlla i þætti Gunnars Valdi- marssonar f fyrramálið. DB-mynd: Einar Ólason. Þeir Jónatan Garðarsson t.v. og Gunnar Salvarsson, sem áður voru með sinn hvorn þáttinn, slá sér nú saman um „Dagbókina” og fara myndariega af stað. DB-mynd: Einar Ólason. SERTILB0Ð Teg. 15 Utur: fíautt leður/rautt rúskinn Stærðir 38 og 39 Áðurkr. 288,70 a ✓ Núkr. 149,95 Skóverz/un Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 Sími 14181 — Póstsendum Herdis Þorvaldsdóttir leikur Femöndu gömlu Vide, sem fremur „afbrot” til að gleðja aðra. Um kvölddagskrána er það annars að segja að kl. 20.05 les Steindór Hjörleifsson smásögu eftir Guðmund G. Hagalín, „Tófuskinnið”. Þessi saga er rituð fyrir allmörgum arum, en einmitt um þessar mundir á höfundur sextíu ára skáldaafmæli. Fyrsta bók hans, Blindsker, kom út árið 1921. Síðan hefur hann skrifað fjölda bóka og sú nýjasta kom út í þessari viku og heitir „Þar verpir hvítur örn”. Að henni lokinni, kl. 20.30 verður útvarpað fyrri hluta sinfóníutónleika í Háskólabíói. Þar verða flutt verk eftir Bruch og Chopin, bæði fyrir tvö píanó og hljómsveit. Annar píanóeinleikarinn er Anna Málfriður Sigurðardóttir frá ísafirði. Er þetta í fyrsta sinn, sem hún spilar með hljómsveitinni í Reykjavík. Hinn píanóleikarinn er frægur Banda- ríkjamaður, Martin Berkovsky. Að útvarpsleikriti loknu, kl. 22.35, verða Auður Haralds og Valdís Óskars með sinn bráðfyndna þátt „Án ábyrgðar” og að honum loknum, kl. 23 geta menn svifið inn í draumalandið við ljúfa „Kvöldstund” Sveins Einars- sonar, sem nú er komin aftur á dagskrá eftir sumarhlé. -ihh. Flutt verður smásaga eftir Guðmund G. Hagalín. Nú eru rétt sextfu ár siðan hann gaf út sina fyrstu bók. J N0KKUR ATRIÐIA DAGSKRÁ KVÖLDSINS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.