Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 22.03.1964, Page 6
,,'Af vatni ertu kominn, að
vatni skaltu verða“ — þetta
er vist ekki alveg eftir for-
múlunni en mjög satt engu
að síður. Lífið kviknaði fyrst
í höfum í grárri forneskju og
alllaf síðan hefur vatn verið
frumskilyrði alls lífs. Maður-
inn er að 65% vatn. En þvi
er ekki deilt jafnt um allan
líkamann — eumar frumur
eru votari en aðrar. Þannig
innihalda heilafrumurnar
meira en 80% vatn. Og ef
mönnum nú finnst þeir nokk-
uð þunnir að fengnum slik-
um upplýsingum, þá geta þeir
huggað sig við það að til eru
kvikindi eem verr eru sett —
í marglittum er til dæmis að-
eins eitt prósent af föstu
efni.
Allur þessi vökvi er okkur
nauðsynlegur. Ef maðurinn
missir meira en fimmtán pró-
sent af vatnsþyngd sinni er
úti um hann. En ef menn
gæta þess að flækjast ekki
um eyðimerkur þá þurfa þeir
sjaldan að óttast þorsta.
80000 billjónir (milljónir
milljóna) lítra af vatni falla
á jörðina á ári, og þar eð
10000 lítrar nægja til að
halda lífi í einu tonni af
mannfólki í heilt ár þá ætti
enginn að verða afskiptur.
En mennimir lifa ekki af
vatni einu saman. Iðnaðurinn
þarf tvo lítra af vatni til að
búa til einn múrstein, 350
lítra til að framleiða kíló af
stáli og eitt kíló af hveiti
krefst 4000 lítra. Og minnst
af því vatni sem við látum
leiða inn í íbúðir okkar hafn-
ar í maganum. Mest af því
fer í uppþvott, bað og hrein-
gerningar, og ekki minna en
þriðjungur af því sturtast
niður klósettskálar. Við not-
um sem sagt töluvert af vatni
og sú neyzla vex með hverju
ári. Ekki aðeins af því okkur
fjölgar heldur og vegna þess
að fæstir íbúar jarðarinnar
geta skrúfað frá krana þegar
þeim þóknast og vanhagar um
vatn. Þann munað getur enn
í dag aðeins tíundi hver mað-
ur leyft sér.
Hagnýting vatnsins verður
eitt af þýðingarmestu vanda-
málum framtíðarinnar og því
hefur UNESCO gengizt fyrir
víðtæku samstarfi vísinda-
manna á öllum vatnsgangi
jarðarinnar, á uppgufun og
úrkomu og á áhrifum mann-
anna á hringrás þess.
Vatnsbirgðir jarðar
Lítum á valnsbirgðir jarð-
arinnar. Langmestur er hlut-
ur hins salta sjávarvatn® —
1270 milljónir kúbíkkíló-
metra. En kúbíkkílómetri af
vatni er sama og billjón lítr-
ar — einn með tólf núllum
aftan í sér. Þessi tala er al-
gjörlega óskiljanleg eing og
bezt sést af samanburði —
ef allt þetta vatn væri kom-
ið í venjulegar vatnsleiðslur
myndi pípukerfi ná eins langt
og ljósið ferðast á 300 þús-
und árum.
Um 100 cm. vatns gufa
upp af höfunum á ári hverju.
Vel þekkjum við hellidembur
og það er því eiginlega furðu-
legt hve lítið er af vatni í
andrúmsloftinu, á hverjum
tíma. I dag eru í andrúms-
loftinu allt upp í tíu kíló-
metra hæð aðeins 12400 kúb-
íkkílóm. af vatni — m. ö. o.
aðeins hundraðþúsundasti
hlutinn af öllum sjó. Ef við
kipptum nú í spottann og
fengjum allt þeta vatn yfir
okkur í einni dembu myndu
höfin aðeins hækka um
nokkra cm.
Hreyfing vatnsins stöðvast
aldrei. Það gufar upp, dreifir
sér um andrúmsloftið, fossar
næstum því án afláts niður á
sumum stöðum meðan aðrir
lánlausir staðir eni þurrir svo
árum skiptir. Venilegur hluti
úrkomunnar gufar strax upp
aftur, afgangurinn skilar sér
aftur til hafs eftir ýmsum
leiðum. Það er á leið vatnsins
frá hafi til hafs að við höfum
tækifæri til að slökkva þorsta
okkar.
Nokkur hluti vatnsins
rennur fram í árnar sem
senda 33500 kúbíkkílómetra
af vatni aftur til hafs á ári
hverju — Amazonfljótið eitt
skilar 3100 kúbíkkílómetrum
á ári. En í árfarvegunum
sjálfum er ekki rúm fyrir
mikið vatn — á þessu augna-
bliki er varla meira en 1200
kúbíkkílómetrar af vatni í
öllum fljótum heimsins. Ef
fljótin fengju ekki liðstyrk
frá jarðvatni myndu þau
hverfa á tveim vikum.
Nefnum stöðuvötnin —
ferskvötn heimsing geyma
120000 kúbíkkílómetra,
fimmti hlutinn af því magni
er í einu einasta vatni, í
Bækal. Af söltum stöðuvötn-
um höfum við ekki meiri
gleði en höfunum — þau
geyma um það bil 100.000
kúbiikkm. vatns og 96% af
þvi er í Kaspíahafi.
Miklar birgðir undir Sahara
Enn höfum við ekki lokið
reikningshaldinu. Nokkra liði
eigum við eftir og þótt sumir
þeirra virðist smávægilegir
eru það einmitt þeir sem
mestu máli skipta. Jörðin er
aldrei alveg þurr. Ef þú sóp-
ar saman kílói af vegarryki
97% getum viðaðeins notað tilsigling
2% eru bundin í ís á Grænlandi og.
114 — SUNNUDAGUR