Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 14.06.1964, Blaðsíða 6
TUNGUMALAGÁRPAR
Les orðabækur
Andrei Zalíznjak kann
meira en 40 tungnmál og er
þó aðeins 28 ára að aldri. Á
lista hans finnum við m.a.
sanskrít, fornpersnesku, hebr-
esku, arameisku (sem talið er
mál Jesú Krists), öll rómönsk
mál og öll norðurlandamál —
að íslenzku ekki undanskilinni.
Mér finnast umræður um
meðfæddan hæfileika til mála-
náms mjög ýktar. Það sem
við köllum venjulega „mála-
Ihæfileika“ er miklu algengara
fyrirbæri en til að mynda
tónlistarhæfileikar. Oft hefur
maðurinn einfaldlega talið
sjálfum sér trú um eða trúað
þeim áróði’i annarra, að hann
sé ekki fær um að ná tökum
á neinu erlendu máli. Eg get
nefnt dæmi úr eigin ævisögu:
foreldrar mínir sendu mig
bráðungan á þýzkunámskeið
fyrir börn. Kennslukonan bað
móður mína mjög fljótlega að
Iáta mig hætta, þar eð hún
eæi ekki betur en ég væri
gjörsneyddur öllum hæfileik-
um:
Eins og margir aðrir strák-
ar kynntist ég tungumálum
fyrst af frímerkjum. Eg hafði
miklar mætur á frímerkjum
frá sjaldgæfum löndum, skoð-
aði mjög vandlega þá furðu-
fugla og kvikindi sem prentuð
voru á þau, en gat e'kki skilið
orð. Þetta fannst mér óþol-
andi, og fór að kíkja í orða-
bækur og náði fljótlega þeim
árangri, að strákarnir í göt-
unni komu jafnan til mín til
að ég „þýddi“. Eg man enn
þá hrifningu sem greip mig
þegar ég fyrst opnaði
kennslubók í latínu: fyrir mér
opnaðist heimur nýrra máls-
3jögmála og ég skildi, að það
sikiptir litlu máli að bera rétt
fram „how do you do“ sem
hamast var á í skólanum,
heldur var hægt að læra sjálf-
etætt marga bráðskemmtilega
hluti um málið sjálft. Þegar
ég lauk við skólann (átt er
við tíu ára almennan skóla)
kunni ég forngrísku, latínu,
þýzlku, ensku, frönsku, ítölsku,
portígölsku, pólsku og al-
bönsku.
Vel á minnst: hvað þýðir
„ég kunni“. Spurningin
„hvermi mörg tungumál kunn-
ið þér“ er málamönnum jafn-
an heldur til gremju.
Eitt er virk, hagnýt þekk-
ing, annað að geta lesið og
þýtt. Hagnýt þekking dauðra
tungumála er út í bláinn: þú
finnur hvort sem er ekki
neinn til að tala við (Ekki
veit ég hvort hægt er að finna
í öllum heimi tíu málfræðinga
sem tala sanskrít). Hundrað-
prósent þekking lifandi er-
lends máls er hinsvegar mjög
sjaldgæf og næst þá oftast
því aðeins að maðurinn hafi
lifað lengi í viðkomandi landi.
Og það eru fáir sem þurfa á
svo skilyrðislausri þekkingu
að halda: diplomatar, túlk-ar.
Oft er talað um einföld mál
og flókin, skemmtileg og leið-
inleg. Allt er slíkt mat per-
sónubundið og háð fyrri
málareynslu mannsins. Ef ég
kann þegar t. d. frönsku og
ítölsku, þá er próvansalska,
sem er náskylt þeim, einfalt
mál fyrir mig og leiðinlegt,
því það færir mér ekkert nýtt.
Og málfræðingurinn hefur á-
kaflega séi-hæft mat; ef hann
fæst við myndun fleirtölu þá
verður það mál skiljanlega
dásamlegast í hans augum
sem myndar fleirtölu á sér-
staklega frumlegan hátt.
Hver maður hefur sína að-
ferð til að læra mál. Mín er
aðferð bókaormsins. Eg læri
mál aðeins af bókum, oftast
af orðabókum: ég fletti orða-
bókinni hægt og gaumgæfi-
lega, hugsa um orðin, leita að
hliðstæðum, síðan set ég sam-
an litla orðabók handa mér og
séðan byrja að að lesa og
tala.
Rannsakar
deyjandi mál
Paul Ariste er eistneskur mál-
fræðingur. Hann fæst við
finnsk-úgrísk mál og kann
níu mál af þeim flokki en þar
að auki fjölda annarra, t.d.
jiddísku og sígaunamál, eða
alls 33 mál.
Málarinn Kiigelgen segir
frá því í endurminningum sín-
um hvernig hann á námsár-
um sínum í Róm kom í mót-
töku hjá páfa ásamt eist-
neskum félaga sínum. Þeir
skiptust upphátt á skoðunum,
þar eð þeir gerðu ráð fyrir
Það tekur tíma að læra tungu-
mál — en sem betur fer eru
menn nú teknir að læra þau
sofandi....
□ íslendingar hafa
lengstaf borið sérstaka
virðingu fyrir mönnum
sem höfðu mörg tungu-
mál á valdi sínu, og eru
reyndar fljótir að búa
til þjóðsögur um slíka
menn. Því er hér þýdd
grein úr rússnesku
tímariti „Vísindi og líf“
þar sem þrír tungu-
málagarpar gera grein
fyrir reynslu sinni, en
þeir kunna 25-40 tungu-
mál hver.
því að ekki myndi finnast á
ítalíu eistneskumælandi
maður. Nú hófst hátíðleg at-
höfn, sem krafðist þess að
þeir kumpánar skriðu á
hnjánum yfir allmikinn sal
til að kyssa á skó páfans —
og þá sagði vinur málarans
á eistnesku hátt og snjallt:
„Skyrptu á löppina á homnn“
.... Þeir urðu ekki lítið hissa
þegar kardínáli einn úr fylgd
páfa gekk sig til þeirra að
athöfninni lokinni og aðvar-
aði þá á hreinni eistnesku:
— Þið skuluð fara gætileg-
ar næst, ungu menn.
Þetta var konungur allra
málamanna, Mezzfanti kardí-
náli. Samtíðarmönnum hans
tókst ekki að telja þau mál
sem hann kunni, en eftir
dauða hans fundu menn í
skjölum hans athugasemdir á
84 tungumálum.
Meðvitaður áhugi á tungu-
málum vaknar tiltölulega
seint hjá mönnum. Og því
fyrr sem mönnum er komið á
bragðið, þeim mun auðveldar
mun þeim ganga í náminu.
Ánægjulegasta og sársauka-
minnsta aðferðin við að læra
mál er að umgangast „ber-
endur“ þeirra. Því miður er
þetta ekki alltaf framkvæm-
anlegt. Sjálfur var ég hins-
vegar mjög heppinn. Faðir
minn var járnsmiður í sveita-
þorpi og nágrannar okkar
voru Rússar — og ég lærði
rússnesku. Þegar við fluttum
til Tallin bjuggu Svíar í sama
húsi og við — ég byrjaði að
tala sænsku.
Málakunnáttu met ég mest
vegna þeirra möguleika sem
hún gefur til lifandi sam-
skipta við annað fólk. Greinar
mínar um málvísindi skrifa
ég á 15 málum, en ég tala á
tuttugu málum. Þessi „landa-
mæri“ get ég ákveðið vegna
þess, að ég byrja alltaf á tal-
máli þegar ég ræðst að nýju
tungumáli.
Sérgrein mín eru finnsk-
úgrísk mál. Eg fékk mjög
ungur áhuga á þeim, enda
voru mörg þeirra svo til ó-
íannsökuð. Síðustu 15 árin
hef ég rannsakað af kappi
vodsku. En Vodar eru nú að-
eins um 50 talsins í öllum
heimi. Þeir búa í Leníngrad-
héraði. Þeir stunda samvinnu-
útgerð. Eg heimsæki þá á
hverju ári, huga að málfræði-
legum formum, skrifa niður
þjóðsögur og kvæði. Þrjátíu
og fimm þúsund orð úr
vodsku hef ég sett á spjald-
skrá og afhent eistnesku vís-
indaakademíunni, sem ætlar
að gefa út vodska orðabók.
Svipað starf er nú unnið
að lívsku. Lívar búa í Lett-
landi og þeir eru einnig mjög
fáir eða um 500 talsins.
Vodska og lívska eru mjög
forvitnileg fyrir fræðimenn. 1
þeim hafa varðveizt ákaflega
gömul fonn, sem einhvern-
tíman fundust einnig í öðrum
finsk-úgrískum málum. En
þau eru dæmigerð deyjandi
mál: í þeim koma alls ekki
fram ný orð. Eftir nokkra
ánatugi verða þessi mál horfin
með öllu. Þeim mun þýðingar-
meira er að skrá nú niður
orðaforða þeirra oa varðveita
handa sögunni.
234 — SUNNUDAGUR