Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Blaðsíða 11
13
til sólar að heitið gæti, hitinn o£t niðri í 2—4 stigum og
hríðaði niður í bygð. Þann mánuð fór kartöflum og korni
sáralítið fram. í byrjun sept. hlýnaði svo örlítið, en brátt
snerist tíðin svo aftur til hins lakara, gerði þrálátar úrkomur
og hríðar, er leið á mánuðinn. Var þá sýnilegt að korn myndi
eigi þroskast. í fyrri hluta ágúst skemdist kartöflugras af
frosti, en ekki gerféll það fyr en kom fram í sept.
Það má kallast furðulegt hvað garðjurtir þrifust í slíku
tíðarfari. Hefði mátt búast við algerðum uppskerubresti, en
svo varð þó ekki, þótt kartöflur væru rýrar og ýmsar mat-
jurtir þroskuðust seint.
Uppskera af ýmsum jarðargróða varð þannig talin í 100
kg. (grænfóður talið sem þurhey):
Taða Kartöflur Rófur Grænfóður
620 90 15 32
Grasfræi var sáð í 3—4 dagsláttur, er þar um endurræktun
á gömlu túni að ræða. Fræið spíraði seint og grasið óx hægt,
en arfinn mjög áleitinn. I haust virtust þessar sléttur þó
komnar vel til.
Þess má geta, í sambandi við rófnaræktina, að kálflugan
gerði mjög lítinn usla. Hennar varð þó vart, en seinna en
venjulega og í mjög smáum stíl.
III. FRÆÐSLUSTARFSEMIN.
Um þennan þátt starfseminnar er fátt að segja. Aðeins 1
stúlka var við garðyrkjunám síðastl. vor: Elísabet Sumar-
liðadóttir, Húsavík í Strandasýslu.
Ársrit fyrir árin 1941—42, kom út á árinu, en hvorki
vaxta- né efnismikið.
Eins og fyr hafa margir komið til að skoða stöðina, en um
það er ógerlegt að halda nokkrar skýrslur. Þess má sérstak-
lega geta, að verknemar, bæði frá Hvanneyri og Hólum,
komu hér í heimsókn. Var Haukur Jörundsson, kennari,