Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Blaðsíða 31
33
langan tíma og framkvæmdirnar verða að sníðast í samræmi
við framleiðslu og fjárráð. I landinu eru um 6000 sveitabýli,
sem rekin eru við mjög mismunandi skilyrði. Allar fram-
farir og umbætur í landbúnaði verður að meta og laga eftir
hinum margháttuðu skilyrðum og þarf engan að undra,
þótt slíkt taki langan tíma og verði ekki misfellulaust. Eitt
af uppáhaldsorðatiltækjum „Kiljaniskunnar" er, að í ís-
lenskum landbúnaði ríki algert miðaldarástand. Á þessu er
hamrað, þótt opinberar skýrslur sýni, að síðustu tvo áratug-
ina hefur ræktað land aukist um helming, garðyrkjan fjór
til 5 faldast í hverju meðalári, stórum og mörgum áveitufyr-
irtækjum verið hrint í framkvæmd, sláttuvélar, rakstrarvél-
ar og snúningsvélar vel á vegi með að útrýma handvinnu-
áhöldunum í heilum bygðalögum, nærri hver einasti bær
reistur frá grunni með nýmóðins sniði í sumum sveitum,
framleiðslunni breytt úr sauðfjárrækt í nautgriparækt í
heilum héruðum og fjölda sláturhúsa, frystihúsa og mjólk-
urbúa af nýjustu gerð komið á fót. Margt fleira mætti telja.
Auðvitað finnast einstök býli og sveitir, þar sem breyting-
arnar ennþá eru litlar, en svo er ætíð, þegar nýungar og
framfarir eru að ryðja sér til rúms, að sjá má hið gamla og
nýja hlið við hlið, sumpart vegna þess, að menn eru mis-
fljótir að tileinka sér nýbreytnina og sumpart á hún mis-
jafnlega við. Hér finnast ennþá margar sveitir, þar sem
gamla búskaparlagið á ennþá fullan rétt á sér, að verulegu
leyti.
Ég hef nú sýnt fram á, að verð landbúnaðarvaranna er
bein afleiðing af kaupkröfupólitík þeirri, sem rekin hefur
verið hér á landi undanfarin ár, í skjóli þeirrar stjórnlausu
eftirspurnar eftir vinnuafli, sem hér hefur verið, en verður
á engan hátt rakin til nokkurs öngþveitis eða skipulagsleysis
á landbúnaðinum. Þar með er þeim, er harðast deila á land-
búnaðinn, vegna verðlagsins, í raun og veru að fullu svarað,
en þar sem röksemdafærsla þessara manna er átakanlegt
3