Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Blaðsíða 33
.35
ríkisskattarnir, til viðhalds framleiðslunni, liefðu gleypt all-
ar launahækkanir. Þetta er það, sem í vændum er, ef þjóðin
getur ekki orðið samtaka um það að skapa heilbrigt verðlag
í landinu, verðlag, sem gerir útflutningsframleiðslu okkar
samkepnisfæra á erlendum markaði.
Svo sem nú hefur verið sýnt, hefur hinum opinberu ráð-
stöfunum, til að halda dýrtíðinni í skefjum, að verulegu
leyti verið hagað þannig, að óhlutvandir menn hafa getað
flaggað með þeim sem uppbótum á landbúnaðarvörur, þótt
með jafnmiklum rétti megi nefna þær uppbætur á sjávar-
afurðir, neytendastyrk o. s. frv. Sannleikurinn er sá, að nið-
urgreiðsla landbúnaðarvaranna á innlendum markaði er
ekkert af þessu, sem nefnt hefur verið, heldur aðeins þáttur
í þeim opinberu ráðstöfunum, sem gerðar eru til að halda
framleiðslukostnaðinum í skefjum, eða með öðrum orðum:
halda niðri vísitölunni. Þessar ráðstafanir koma meira að
segja landbúnaðinum síst að gagni, því fram að þessu hafa
kaupkröfur landbúnaðarverkafólks ekki fylgt neinni vísi-
tölu og ríkissjóður greiðir ekki niður verðið á þeim hluta
landbúnaðarframleiðslunnar, sem notaður er á sveitaheim-
ilunum sjálfum.
Margir standa í þeirri meiningu, að dýrtíðarráðstafanir
hins opinbera snúist allar um það, að greiða niður verð
landbúnaðarvaranna og öll dýrtíð og verðbólga sé runnin
frá verðlaginu á þeim.
Þetta er hinn mesti misskilningur, nákvæmlega það sama
er gert og hefur frá stríðsbyrjun verið gert með meginhlut-
ann af innfluttum vísitöluvörum. Síðastliðinn vetur var
lágmarksfrakt, sem Eimskipafélag íslands taldi sig þurfa að
fá fyrir flutning á tilbúnum áburði til landsins, um 585 kr.
á smálest. Á sama tíma flutti félagið, samkvæmt fyrirmælum
ríkisstjórnarinnar, alla kornvöru, kaffi, sykur, salt o. s. frv.
fyrir um 260 kr. smálestin, eða fyrir 325 kr. lægra verð hverja
smálest, heldur en félagið þurfti að fá til þess reksturinn
bæri sig. Raunverulega voru því greiddar 325 kr. með hverri
3*