Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Síða 5

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Síða 5
Þá taldi hann, að við þyrftum að vera vel á verði gagnvart ýmsum verktökum úr öðrum fjórðungum, sem leituðu eftir verkefnum hér á sambandssvæðinu. Sigurður Björnsson ræddi um sameiningu ræktunarsam- bandanna á sínum tíma og reksturinn síðan. Lét hann í ljós traust á framkvæmdastjóranum og R.S.A. Matthías Eggertsson benti á ýmis skipulagsatriði varðandi rekstur vélanna. Taldi hann æskilegt, að bændum væri gef- inn kostur á að greiða vinnu að verki loknu. Einnig benti hann á, að ekki væri samin fjárhagsáætlun fyrir ræktunar- sambandið. Fleiri ræddu þessi atriði. Snæþór Sigurbjörnsson ræddi um verkstæðismálið og þá knýjandi nauðsyn að koma upp verkstæði fyrir starfsemi R.SA. Sigfús Þorsteinsson svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Sigurður Guttormsson ræddi um vinnupantanir. Sigurður Lárusson hvatti fundarmenn til að láta í ljós álit sitt á verkstæðismálinu. Óskir komu fram frá nokkrum fund- armönnum um nánari skýringar varðandi verkstæðismálið og leystu formaður og framkvæmdastjóri úr því. Reikningar R.S.A. voru nú bornir upp til samþykktar og samþykktir samhljóða. Fjórhagsáætlun 1971 Formaður, Snæþór Sigurbjörnsson, las upp tillögur stjórn- arinnar að fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár og tillögur stjórnarinnar um árgjaldahækkun. Nokkrar breytingartillögur komu fram varðandi árgjalda- hækkun. Tillögunum var síðan vísað til fjárhagsnefndar. Nefndaskipun Stjórnin lagði til, að þannig yrði skipað í starfsnefndir fundarins og var það samþykkt. Fjárhagsnefnd: Stefán Sigurðsson, Sigurður Guttormsson, 7

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.