Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Side 69

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1971, Side 69
fram búskap, hef ég í hyggju að auka votheysverkun það, að 2/3 af heyinu verði verkað sem vothey.“ Friðbjörn H. Guðmundsson, bóndi, Hauksstöðum svarar þannig spurningunni: Hvernig gefst þér votheysverkun og hvað telurðu helztu kosti hennar og gallaf „Nokkrir kostir við votheysverkun: l.Slegið með sláttutætara og þar af leiðaudi miklu minni umferð um túnið en ella við þurrkun. 2. Grasið þarf aldrei að vaxa úr sér, því að sláttur er ekki bundinn við þurrkatíð. 3. Saxað vothey slæðist ekki af garða, sem neinu nemur, þótt kind hlaupi frá meðan féð er að eta. 4. Á sauðburði er vothey hentugra til útigjafar en annað fóð- ur. 5. Lang ódýrasta og bezta heyfóðrið. 6. Þarf minnst hlöðurými. Reynsla mín af votheysverkun er aðeins þrjú ár. Geymslan er hringlaga gryfja, grafin í jörðu hjá þurrheyshlöðu 4—5 m djúp u. þ. b. 45 ma, klædd að innan með plastdúk. Ekki hefi ég hirt annað í vothey en í þessa gryfju alveg fulla, (þ. e. 90—100 hestburði miðað við þurrhey). Aðstaða er góð við ílátningu, en moka þarf upp úr gryfjunni með gaffli. Hefi verkað hafra, rýgresi, gras af gömlum túnum og ný- ræktum, einnig mikið af arfa. Allar þessar tegundir hafa verkazt mjög vel, heyið orðið ljóst að lit, með góðri, daufri sýrulykt. Hvergi skemmt meðfram veggjum (sé plastið heilt) en smávegis ofan á undir plastinu, einkum út við veggina. Nota alltaf maurasýru, ekki meira en 50 lítra. Tel hana sjálfsagða til að fá góða verkun og gott vothey. Hirðing fer fram, sem næst daglega. Forðast að láta hitna í heyinu. Mér hefur reynzt bezt að hirða dálítið blautt, fundizt þá minni hætta á hita við gjöf úr gryfjunni. Nota tætara með maurasýruútbúnaði og venjulegan flutn- ingavagn við sláttinn. Stórauka þarf votheysverkun, svo að allt að helmingur 71

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.