Veðráttan - 02.12.1962, Síða 30
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1962
ÁRSSKÝRSLA
Starfslið Veðurstofunnar.
Jóna Sigfúsdóttir aðstoðarmaður í veðurfarsdeild andaðist 27. desember. Hún hafði
verið starfsmaður Veðurstofunnar í ellefu ár og áunnið sér traust og vinsældir á stofnun-
inni með samvizkusemi í starfi og prúðmennsku í framgöngu.
Reykjavíkurflugvöllur: Salóme Herdís Björnsdóttir var ráðin aðstoðarmaður í maí.
Keflavíkurflugvöllur: Eyjólfur Þorbjörnsson, cand. mag., var ráðinn veðurfræð-
ingur í ársbyrjun. Hann hafði frí frá störfum þrjá síðustu mánuði ársins. Aðstoðar-
mennirnir Jón Ferdínandsson og Sæþór Skarphéðinsson hættu í aprílmánuði, en Sigur-
jón Magnússon var ráðinn aðstoðarmaður í marz.
Jaröeölisfrœðideild: Eysteinn Tryggvason, deildarstjóri, hætti störfum í september,
en hann hafði fengið stöðu við háskóla í Bandaríkjunum. Ragnar Stefánsson, fil., cand.,
tók við störfum Eysteins.
Áhaldadeild: Þorsteinn Ársælsson, áhaldasmiður, hætti störfum í lok nóvember, og
kom ekki maður í hans stað á árinu.
Engar breytingar urðu á starfsliði skrifstofunnar.
Bóka- og skjálasafn: Svanlaug Baldursdóttir var ráðin til starfa við bóka- og skjala-
safn mánuðina júni—desember og vann þar einnig stuttan tíma fyrri hluta ársins.
Veöurfræöinemarnir Ásgeir Sigurðsson, Markús Einarsson og Þór Jakobsson unnu
á stofnuninni í sumarleyfum sínum, Ásgeir á Keflavíkurflugvelli, Markús í áhaldadeild
og Þór í veðurfarsdeild.
Stúdentarnir Helgi Björnsson og Þorleifur Pálsson unnu skamman tíma í jarðeðlis-
fræðideild.
Veðurstöðvar.
Athugunarmenn: Þórður Þórðarson hætti athugunum á Suðureyri í janúar vegna
veikinda og hafði þá starfað af trúmennsku fyrir Veðurstofuna í 15 ár. Við starfinu tók
Þórður Maríasson.
Jónas Pétursson, tilraunastjóri, hætti athugunum á Skriðuklaustri snemma á árinu
eftir 10 ára ágætt starf. Jóhannes Geir Gíslason og Haraldur Antonsson önnuðust athug-
anir á Skriðuklaustri fram í desember, en þá tók við Matthías Eggertsson, tilraunastjóri.
Valgarð Blöndal hætti athugunum á Sauðárkróki í maí, og við þeim tók þá Jón
Friðbjörnsson. Hann hætti eftir skamman tíma, og féllu þá niður athuganir á staðnum
fram í ágústbyrjun, en þá tók örn Sigurðsson við starfinu.
Henríetta Berndsen hætti athugunum í Búðardal í maí, og fékkst ekki annar at-
hugunarmaður í þorpinu fyrr en í nóvember. Þá tók Vívi Kristóbertsdóttir við starfinu.
Kjartan örvar, stöðvarstjóri í Elliðaárstöð, lét af störfum fyrir aldurs sakir í júní
og hafði þá verið traustur athugunarmaður í 10 ár. Við störfum hans tók Jón Ásgeirsson.
Sigurður Elíasson, tilraunastjóri á Reykhólum, hætti í september. Hann hafði verið
mjög áhugasamur athugunarmaður frá því að athuganir voru teknar upp á Reykhólum
1948. Við athugunarstarfinu tók Sigurgeir E. Ágústsson.
Arnþór Ágústsson, bóndi í Bjólu, hætti úrkomumælingum í október, en við þeim tók
Sæmundur B. Ágústsson.
Á þessu ári hefur Ólafur Sveinsson, bóndi á Lambavatni, gert þar athuganir í 40 ár,
og vill Veðurstofan þakka honum óvenju langt og mjög gott samstarf. Þá vill Veður-
stofan einnig þakka sérstaklega þeim Einari Gestssyni, bónda á Hæli, og Oddnýju S.
Wiium, húsfreyju í Fagradal, 30 ára störf.
Nýjar stöövar: Veðurathuganir hófust í Papey í september, en þar hafði mæla-
skýli og úrkomumælir verið sett upp í júlí. Athuganir eru gerðar kl. 8, 17 og 20 og skeyti
send kl. 8 og 17. Athugunarmaður er Gústaf Gíslason, bóndi. Athuganir voru áður gerðar
um mjög langan tíma í Papey eða árin 1874—1949.
(126)