Veðráttan - 02.12.1962, Blaðsíða 31
1962
VEÐRÁTTAN
Ársyfirlit
1 Garði II i Kelduhverfi hófust athuganir í október. Athugað er kl. 8, 14 og 20 og
mánaðarskýrsla send Veðurstofunni. Mælaskýli og úrkomumælir voru sett upp á stöð-
inni. Athugunarmaður er Sigurður Jónsson, bóndi.
Á Vagnsstöðum í Suðursveit hófust úrkomumælingar i júlí og í Skógargerði við
Húsavík í september. Á Vagnsstöðum athugar Gunnar Gíslason, bóndi, en í Skógargerði
Helgi Jónsson, bóndi.
Athuganir utan fastra veSurstöOva: Athuganir voru gerðar í Hvitárnesi við Hvit-
árvatn í ágúst og sólskinsmælingar á Hveravöllum, en á báðum stöðunum höfðu verið
sett upp mælaskýli og úrkomumælar..
Á Sámsstöðum í Þjórsárdal var settur upp úrkomumælir í júní, og þar voru gerðar
athuganir flesta virka daga frá 13. júní til 28. september. Hitamælingar voru gerðar
með sveifarmæli.
Á Korpúlfsstöðum i Mosfellssveit var mælaskýli og regnmælir sett upp í apríl og
nokkrar athuganir gerðar á vegum Atvinnudeildar Háskólans um sumarið.
Nýtt mœlaskýli og úrkomumælir voru sett upp upp á Hamraendum í maí.
Öll ný mœlaslcýli, sem sett eru upp, eru sérstæð og allir úrkomumælar með hlíf.
EftirlitsferÖir: Eftirtaldar athugunarstöðvar voru heimsóttar á árinu: Akureyri,
Arnarstapi, Búðardalur, Dalatangi, Djúpivogur, Egilsstaðir, Fagridalur, Flatey, Garð-
ur, Grindavik, Gunnhildargerði, Hallormsstaður, Haukatunga, Hellissandur, Hof, Hól-
ar í Hjaltadal, Hólar í Hornafirði, Húsavík, Hveravellir, Hvítárnes, Hæll, Höskuldarnes,
Kambanes, Korpúlfsstaðir, Ljósafoss, Mánárbakki, Mýri, Möðrudalur, Papey, Raufar-
höfn, Reykjanesviti, Sámsstaðir í Fljótshlíð, Sámsstaðir í Þjórsárdal, Sandhaugar, Sand-
ur, Sauðárkrókur, Seyðisfjörður, Skógargerði við Húsavík, Skoruvík, Skriðuklaustur,
Stykkishólmur, Teigarhorn, Vagnsstaðir, Vegatunga og Þorvaldsstaðir.
Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar veðurathuganir og skeyti
send fyrir atbeina Veðurstofunnar: Ms. Arnarfelli, Brúarfossi, Dettifossi, Dísarfossi,
Goðafossi, Gullfossi, Hamrafelli, Fjallfossi, Kötlu, Lagarfossi, Reykjafoss, Tröllafossi,
Tungufossi og vs. Ægi.
Útgáfustarfsemi og útvarp veðurfregna.
Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar frá apríl 1961 til júní 1962 ásamt árs-
yfirliti 1961 og gefnar út bráðabirgða jarðskjálftaskýrslur fyrir mánuðina nóvember
1961 til ágúst 1962. Útvarp veðurfregna var óbreytt frá því sem tilgreint er í ársyfirliti
1961. Veðurspár voru gerðar fyrir Austurdjúp (66° N og suður undir Færeyjar, 12°-3° W)
frá 17. ágúst til 21. september.
Mánaðartöflur Veðráttunnar.
Tvær nýjar stöðvar bætast við á árinu og fara hitastuðlar þeirra hér á eftir í
hundraðshlutum úr stigum:
Ci = tm tg + t20 2 ÖAoa C°).
Jan. Febr. Marz Apr. Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des.
Garður II 05 15 40 25 -05 -15 -15 15 35 35 10 00
Papey 00 20 30 15 -05 -10 -05 00 20 25 10 00
Ýmislegt.
Iiúsnœöismál: Veðurstofan á Reykjavíkurflugvelli flutti í nýjan flugturn á vellin-
um í febrúarlok. Húsnæðið, sem áður hafði verið notað, var orðið með öllu óhæft. Nýja
húsnæðið, sem er eign Flugmálastjórnarinnar, er vandað, en of lítið og útsýni mjög tak-
markað. Er hér um bráðabirgðalausn að ræða.
Adda Bára Sigfúsdótir, Flosi Sigurðsson og Páll Bergþórsson, sem veðurstofustjóri
hafði falið að gera frumtillögur um veðurstofuhús, skiluðu veðurstofustjóra snemma á
(127)