Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Page 11

Vísbending - 18.12.1997, Page 11
V ísbending Skúli fógeti Var hann „endurlífgari Isalands?“ Ásgeir Jónsson skrifar um Skúla fógeta og áhrif tilrauna hans með innréttingarnar Ásgeir Jónsson Bærinn oghöfnin í Reykjavík, málverk: Nicholas Pocock (1740-1821) Ljósmyndadeild Þjóminjasafns Islands Skúli hélt mest upp á Pétur mikla Rússakeisara af mikilmennum sög- unnar. Pétur gerði Rússland að stórveldi með því að neyða þjóðina til vestrænna hátta jafnframt því að iðnvæða landið. Hins vegar þótti Rússum sjálfum lítið athugavert við sitt göngulag áður en keisarinn mikli fór að skipta sér af því, þrátt fyrir að vestrænir menn teldu þá grófa og frumstæða. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá samlíkingu á milli Skúla fógeta og Péturs keisara. Fógetinn lagði fram árið 1751 tillögur að allsherjarviðreisn íslands sem svipaði til aðgerða keisarans í Austurvegi. íslenskir samtíðarmenn sáu einnig samlíkingu á milli tilburða fógetans og átrúnaðargoðs hans austur þar og höfðu í flimtingum. Skúli var fyrsti Islendingurinn til þess að komast til metorða hjá Dönum og landar hans töldu hann hafa ofmetnast. Þeir uppnefndu hann „ólærðan prosject- makara“ eða áætlanasmið, mann sem samdi áætlanir af takmarkalausu sjálfstrausti til bjargar landinu. Þetta má sjá í kvæðinu Veðurvita: Öll hans prosjectin framgang fá, föðurlandið það sanna má, að hér sé kominn annar Zar er í Rússlandi forðum var; umskapaði þess allan hag eins gerir þessi nú í dag; endurlífgari Isalands eilífur skyldi titill hans. Þessum kvæðabálki (sem er 58 erindi) var ætlað að vera öfugmælavísur, með þeirn skilningi að oflof væri það sama og háð. Kvæðið var prentað án höfund- arnafns árið 1781 þegar Skúli var sjötugur og einsýnt þótti að afraksturinn af lífsstarfi hans væri ruður einar. Innréttingarnar voru á hausnum, umbætur í landbúnaði enduðu með fjárkláða, vilji Skúla í verslunarmálum hafði verið beygður, og hann sat undir ákærum fyrir vanrækslu í starfi sem landfógeti. Þar sáust afleiðingar þess að prestssonur frá Húsavík fór að leika Pélur mikla meðal kotunga hér norður frá. Nú eru rúm 200 ár liðin frá dauða Skúla fógeta. Helmingur þjóðarinnar býr þar sem hann setti niður „prosjectin“ sín. Gæti það staðist að oflofið sé orðið að sannindum og hægt sé að kalla hann endurlífgara Isalands? Olátabelgur á prestsetri Þ ótt Skúli hafi ekki átt keisara að forfeðrum, þá var honurn engin skömm að sínu langfeðgatali en að honum stóðu í föðurætt Guðbrandur biskup Þorláksson og í móðurætt Jón biskup Arason. Skúli fæddist tólfta desember árið 1711 í Kelduhverfi en faðir hans var prestur á Húsavík. Hann var rnjög ódæll krakki og hefðbundnar uppeldis- aðferðir, hýðingar og fleira þess háttar, virtust ekki hrína á kauða. Skúli var að lokum sendur til afa síns í fóstur en þeim gamla heppnaðist án ofbeldis að temja Skúla og gaf síðan heilræði um uppeldi hans: „Láttu drenginn ávallt hafa nóg að starfa, það eitt getur haldið honum í skefjum." Þessi frásögn lýsir persónuleika Skúlaen hann varofvirk- ur, bæði sem barn og fullorðinn. Hann var hamhleypa til allra verka, sí- starfandi með miklum fyrirgangi en þessir eiginleikar fóru einnig mest í taugarnar á öðrum. Landfógetinn gat aldrei verið til friðs. Skúli fær smekk fyrir „handel list“ Skúla var haldið til vinnu utan heimilis eftir þetta. Hann reri til fiskjar á vetrum en á sumrin var hann búðarlokaáHúsavík. Þarkynntisthann l'yrst kynnst prettum einokunarinnar en kaupmaðurinn kallaði til hans „rnældu rétt strákur“ til merkis um að vogin skyldi fölsuð þegar innlegg bændanna voru vegin. Skúli missti föður sinn á unglingsaldri en vildi samt ólmur sigla út eftir að hafa lokið heima- námi hérlendis. I Kaupmannahöfn lenti

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.