Vísbending - 18.12.1997, Page 12
hann í fjárhagsvandræðum og var kominn á fremsta hlunn
með að láta munstra sig á farskip sem stefndi til Kína. Þá
varð honum til bjargar danskur prófessor, Hans Gram að
nafni, sem fékk Skúla í vinnu við að skrifa upp gömul
handrit. Gram átti einnig afburðabókasafn og Skúli sagðist
aldrei hafa átt skemmtilegri stundir en í bókastofu prófess-
orsins. Þar urðu fyrir honum rit um „stjórnarfars- og þjóð-
hagsfræði“ sem gagntóku hann. Aðalfag Skúla við skólann
var guðfræði en hann snerist frá því að verða prestur því að
nú áttu efnhagsmál hug hans allan, eins og segir í Veðurvita,
kvæðinu góða:
Þá vöruprangarinn sigldur var;
þá fékk hann smekk og þekking fyrst
á þeirri dýrmætu handel list.
Skúli lagði sig eftir fræðum sem landar hans kölluðu
„handel list“, sem var líklega samheiti yfir viðskipta- og
hagfræði í þeirra munni, og þótti til lítilla nytja. A þeim
tíma lærðu Islendingar helst guðfræði og lögfræði, en fæstir
reyndu að kynna sér atvinnuhætti erlendra þjóða. Lands-
menn höfðu löngum fylgst allnákvæmlega með hlutum
eins og fatatísku en virtust kæra sig kollótta um nýjungar
í verktækni. Sú trú var auk þess rótgróin að erlendar hag-
fræðikenningar gætu ekki náð yfir íslenskar aðstæður og
hefur sú meinloka reyndar lifað góðu lífi allt fram á þennan
dag. Skúli sjálfur taldi fáfræði í hagrænum efnum vera eitt
svartasta myrkrið yfir landinu og eitt af baráttumálum hans
var að landsmenn myndu læra „handel list“.
Hvað kunni Skúli í
hagfræði?
Sú hagfræði sem Skúli las nefndist kaupskaparstefna
og lagði áherslu á menntun, viðskipti og iðnað sem
grundvöll auðmyndunar. Kaupskaparstefnan hefur ekki
hlotið sérlega góð eftirmæli vegna slæmra stjórnvaldsað-
gerða sem af henni hlutust, t.d. hafta á frjálsri verslun.
Hvert ríki átti að hafa sem myndarlegastan vöruskiptaaf-
gang þannig streymdu góðmálmar inn í landið og auðsæld
jókst. Þettaminnirummargtáviðskiptastefnumargraþjóða
heimsins nú á tímum og var reyndar fátt annað en viður-
kenning á því að aukið peningamagn örvaði hagkerfið, án
þess að gæta að verbólguáhrifum sem hlutu að fylgja.
Breski hagfræðingurinn G.M. Keynes tók upp hanskann
fyrir kaupskaparstefnuna í riti sínu „The General Theory of
Money and Employment“ frá árinu 1936. Hann lýsti því að
hagfræðingar þess tíma hefðu verið á réttu róli um sam-
hengi hagrænna hlutanna og að mörgu leyti var sá „Key nes-
ismi“ sem á eftir þeirri bók fylgdi endurbætt útgáfa á kaup-
skaparstefnunni. Stefnurnar eiga það sammerkt að leggja
mikið upp úr „margföldurum“ eða keðjuverkandi áhrifum
á hagkerfið í heild. Það er með þessum keynesísku for-
merkjum sem líklega er auðveldast fyrir nútímamenn að
skilja tillögur og hugsun Skúla í efnahagsmálum. Hann
áleit að besta leiðin til þess að umbylta íslenska hagkerfinu
væri að fá fyrirtæki og kaupskap inn í landið sem síðan
margfaldaði út frá sér og þéttbýli myndaðist og landshagur
blómgaðist.
Það eru ekki efni til annars en að álíta að Skúli hafi verið
allgóður hagfræðingur. Hann dvaldi langdvölum erlendis
og lagði sig örugglega eftir nýjustu straumum í hagvísind-
um. En rit hans „Sveita bóndi“ (útgefið árið 1784) ber það
t.d. með sér að Skúli hafði lesið Auðlegð þjóðanna eftir
Hvað gerði Skúli
rangt?
Þróunarstarf vantaði
að hefði verið betra að stofnafœrrifyrirtæki í byrjun,
standa beturað þeim og stunda rannsóknir áður en
lagt var út í framkvœmdir. Sígandi lukka er best en
framsókn Skúlafólst í einum stórsigri í byrjun og síðan
hægfara undanhaldi næstu 30 árin.
Meira aðhald í rekstri
kúli var frægur af rausnarskap og það er Ijóst af
reikningum innréttinganna að hann greiddi mun
hœrri laun en tíðkast á Islandi. Það var m.a. hluti af
stolti hans að sýnafram á að nýir hættir gæfu betur af
sér en gömul vinnubrögð. Stofnanirfengu orð á sigfyrir
óhófog betra hefði verið að sýna meiri ráðdeild í rekstri.
Röng stefnumótun
ótt nýjungar Skúla hafi mœtt miklum eifiðleikum
hefðu fyrirtœkin kannski náð að sigla í gegn ef
áherslan hefði verið lögð á útgerð og fiskvinhslu í stað
ullarvinnslu. Fljótlega eftir 1760 var útgerðin gefin upp
á bátinn eftir taprekstur en allurþungi lagður á vefnað.
Hlutfallsyfirburðir Islands voru á sviði fiskveiða en vart
í ullarframleiðslu og sérstaklega ekki eftirað ullarkyn-
bœturnar misheppnuðust með fjárkláðanum.
Adam Smith sem út kom átta árum áður. (Sveita bóndi fjall-
aði um framleiðslukostnað og rekstrarhagkvæmni í land-
búnaði.) Auk þess átti Skúli mjög gott bókasafn (urn 1200
bindi) þar sem án efa hafa verið margar hagfræðibækur. Rann-
sóknir hans á íslensku efnhagslíft eru stórmerkar og með
bestu heimildum um hagkerfið á 18 öld. Hann var einnig
talnaglöggur, skrifaði skýrslur og áætlanir með svo góðu
hagfræðilegu innsæi aðdanskirembættismenn kiknuðu íhnjá-
liðunum. Það varþessi eiginleiki sem óvinirhans sneiddu að
þegar þeir kölluðu hann „prosjectmakara“.
Skúli verður sýslumaður
egar Skúli hafði dvalið tvö ár í Kaupmannahöfn varð
hann sýsluinaður A-Skaftfellinga árið 1734, þá 22 ára
að aldri. Ári síðar heppnaðist honum að ná Skagafjarðar-
sýslu eftir miklar deilur við amtmann landsins. Skúli var í
Skagfirði í þrettán ár eða fram til vorsins 1750 og þótti
standa sig vel í embætti að áliti Dana. Hann tók snöfur-
mannlega á launverslun í héraðinu og einnig urðu stöif sem
ráðsmaður yfir biskupsstólnum á Hólum í Hjaltadal frá
1741 til 1746 til þess að mæla með honum. Þá vardanskur
maður, Loðvík Harboe, Hólabiskup og þeim Skúla virðist
hafa samið vel, en þeir voru jafnaldrar og höfðu báðir lært
guðfræði við Hafnarháskóla. Skúli sagði sjálfur í skýrslu til
Landsnefndar árið 1770 að upphaf innréttinganna megi
rekja lil komu Harboe. Þá fyrst hafi Danir farið að veita
málefnum íslands athygli þegar biskupinn flutti stjórninni
skýrslu um landið af raunsæi og hefur þar vafalaust mælt
með ráðsmanni sínum við yfirvöld ytra. Svo þegar land-
12