Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Side 14

Vísbending - 18.12.1997, Side 14
^jjfsbending landsins eftir mikil harðindi veturinn 1754-55. Þá féllu margir úr hungri og landsmenn sameinuðust gegn Hör- möngurunum sem hrökkluðust frá íslandsversluninni árið 1758. Vandamál semfylgdu innréttingunum Islands góður ábate af innréttingum hygg ég sé kominn er Franzós, kláði ífé og Kúrantmynt fyrir specie Kominn er Franzós: Ctkúli fékk útlendinga til þess að kenna Islendingum LJ ný handtök. Hingað voru fengnar fjórtán bænda- fjölskyldurfrá Jótlandi og Noregi, aukfjölda Dana sem áttu að koma innréttingunum áfót í Reykjavík. Útlend- ingarnir voru margir heldur meiri í orði heldur á borði. Þeim líkaði illa við matarœðið og þjóðina og nœr allir þeirra vorufljótirað láta sig hverfafrá landinu. Verra var var að Danirnir báru með sér sárasótt eða „Fransós Þessi kynsjúkdómur varð brátt aðfaraldri á meðal Reyk- víkinga og skemmdifyrir innréttingunum með illu orð- spori og missiþjálfaðsfólks. Tengdasonur Skúla Bjarni Pálsson landlæknir tuiði þó að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins. Kláði ífé: Cfkúli stofnaði sauðfjárbú og fékk sérfróðan mann, U Hastfer barón, tilþess að reka það. Hastferflutti inn enska kynbótahrúta til þess að bœta ull íslenska fjár- stofnsins en þeirbáru með sérkláðaveiki sem drap sauðfé á stórum svœðum og olli miklum rekstrarvanda hjá ullarvinnslunni í Reykjavík. Kúrantmynt fyrir specie Cfkúli vildi taka upp peninga í stað hefðbundinna U skuldaviðskipta en um aldirhöfðu landsmenn notað fornarmynteiningar, álnirogfiska, sem voru studdaraf raunverulegum verðmætum. Hagkerfi landsins var í rauninni á „fiskfœti“ með svipuðum hætti og „gullfót- ur“ var síðar notaður. Einn fiskur var alltaf einn fiskur og því var verðbólga óþekkt en málmpeningar (spesíur) voru helst notaðir til þess að geyma verðmœti. Hingað til lands komu kúrantdalir sem voru úrpappíren Danir fóru heldur óvarlega í prentun þeirra og því rýrnuðu þeir fljótt í verði en landsmönnum þótti það til lítilla framfara að fá verðbólgu inn í landið. Nú áleit Skúli lag að ganga á milli bols og höfuðs á einokuninni. Hann lagði fram frumvarp til þess að lands- menn sjálfir tækju að sér verslunina: „Hvers vegna eigum vér að láta erlenda menn eina hafa atvinnu af íslenskri verslun? Hvers vegnaeigum véraðláta þá malakornið, baka brauðið, byrlaölið, brenna brenni vínið, tilreiða tóbakið, smíða mestöll járn- og málmaáhöld til al- menningsnota, spinna og vefa h'ndúkana, snúa færin, slátra fé voru og saltafisk vorn? Vér höfum sjálfir nægilegt vinnu- afl til alls þessa, ef vér aðeins viljum færa oss það í nyt. Versluningeturaldreiorðiðlandinu til verulegrarfarsældar fyrri en landsmönnum sjálfum er gefið færi á að taka þátt í henni.“ Hins vegar kunnu landsmenn lítið til verslunar og vantaði þarað auki rekstrarféen Skúli kunni ráð við því. Hann vildi að tekið yrði lán í Kaupmannahöfn og jarðeignir landsins settar að veði. Þannig fengist fé til nýrra fjárfestinga og tryggt yrði að íslenski landeigendaaðallinn fengi hlutdeild í verslunargróðanum. Flestir geta samsinnt fógetanum í því að utanríkisverslun ogþéttbýli væru lykilli nn að velsæld Islands, en þurftu landsmenn sjálfir að taka við versluninni íeinni hendingu? Skúli ásakaði danskaeinokunarkaupmenn um að standa í vegi landsframfara en hafði ekki nema að hálfu leyti rétt fyrir sér. Kaupmenn gátu lítið sem ekkert beitt sér þótt þeir fegnir vildu því að lög landsins bönnuðu þeim að hafa fasta búsetu, ráða íslendinga í vinnu, gera út skip eða fjárfesta í nokkru öðru því að íslenskir landeigendur vildu ekki samkeppni á vinnumarkaði eða nýja stétt sem keppti við þá um völdin. Líklega hefur Skúli gert sér grein fyrir öllu þessu sem hér er skrifað en hann var í erfiðri aðstöðu. Hann vissi gjörla hvar hinn rétti vegur lá en varð með einhverjum hætti að tæla bæði konung og Islendinga til þess að ganga hann. Landsmenn samþykktu loks með semingi en konungsmenn hugsuðu málið langa hríð og neituðu síðan á endanum. Þeim þótti heldur mikið í húfi þar sem voru tekjurnar af einokuninni. Konungur reyndi þá að bjóða út verslun á einstökum höfnum og innréttingarnar áttu að fá verslunarleyfi í Reykjavík og á Húsavík. Borgarar Kaupmannahafnar tóku sig saman um að bjóða ekki í neinar hafnir með þessum skilmálum og konungur varð að sjá sjálfur um verslunina. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað hefði gerst ef frumvarp Skúla hefði náð fram. Hefði reksturinn endað með gjaldþroti eðahefði landið tekið stökk til framfara 50-100 árum á undan því sem síðar varð? Ef Skúli hefði fengið verslunarleyfi fyrir innréttingarnar í Reykjavík hefði líklega skipt fljótt úr tapi yfir í hagnað, að því gefnu að rétt hefði verið haldið á spilunum. Þessar tillögur lagði Skúli aftur fram árið 1770 lítið breyttar. Nú gátu kaupmennirnir að vísu verið norskir eða danskiren þeim bar skylda til að búa hér. Konungur gaf þá landsmönnum í raun frelsi til þess að velja sér verslunar- fyrirkomulag en mikill meirihluti íslenskra embættismanna hafnaði slíkum hugmyndum. Þeir báðu um að einokuninni yrði fram haldið og þeim varð að ósk sinni í sautján ár til viðbótar. Reykjavík sameinuð versluninni Skúli varð skyndilega framkvæmdastjóri yfir stóru fyrirtækiárið 1752oghafðilitlareynsIuafslíkumstörf- um. Líklega voru fáir eða engir í landinu sem kunnu eitt- hvað til til slíkra verka. Skúli hafði auk þess ansi mörgum öðrum hnöppum að hneppa. Hann þurfti að rækja starf sitt sem fógeti en jafnframt standa í málaskaki í Kaupmanna- höfn. Skúli hafði starfsþrek á við nokkra menn en þetta alll sligaði hann. Hann hafði engan sem gat rekið stofnanirnar á meðan hann dvaldi erlendis og rekstur þeirra fór bráðlega aðflækjastsaman.PeningagjafírkonungsvorustíIaðarbeint á Skúla sem varð tilefni til ákæra frá Hörmöngurum og slæms orðróms á meðal Islendinga. Skúli var líka einráður að eðlisfari og vildi einn ráðskast með allt í Reykjavík. Hann hafði aðra hluthafa lítt með í ráðum sem dæmi um 14

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.