Vísbending - 18.12.1997, Page 20
yjsbending_________________________
þetta sé vegna þess að heiti yfir ástand þess fái
smám saman á sig blæ skammaryrðis og verði
neikvæð. Þess vegna þurfi að finna upp ný. Slíkur
merkingarflótti undan meintum fordómum al-
mennings er vonlaus.
Argir?
Annar hópur fólks á við sama vanda að etja en
það voru þeir sem kallaðir voru argir til forna,
karlar og konur sem leggja ást á sitt eigið kyn. Til
skamms tíma mátti ekki segja hommi eða lesbía
í útvarpi allra landsmanna og kynvillingur sem er
fornt orð og skýrt var álitið hreinasta skammaryrði
svo að ekki sé minnst á öfugugga. Þetta leiddi til
merkingarflótta og orð eins og hýr, samkyn-
hneigður og tvíkynhneigður rugluðu venjulegt
fólk svo í ríminu að fæstir þorðu að tjá sig um
málið af ótta við að styggja einhvern.
Þeir sem sjálfir tilheyra þessum hópum virðast
nú orðið gera sér grein fyrir tilgangsleysi merk-
ingarflóttans og hafa tekið upp markvissa orð-
notkun og tala um sjálfa sig sem homma, lesbíur
eðajafnvel kynvillinga.
Skjólstæðingarnir
Stutt er síðan einhver talaði í útvarpi um
skjólstæðinga Fangelsismálastofnunar. Ég
býst við að það séu einkum fangar og afbrotamenn.
Börnin
Einhverjir muna eftir því þegar samheitið
óþekkt var látið duga yfir hegðun barna sem
ekki þótti nógu góð. I dag eru engin óþæg börn til
en fjöldi barna þjáist af ofvirkni, misþroska,
félagslegum aðlögunarvanda, andstöðuþroska-
röskun og fjölmörgum öðrum heilkennum sem
þarf háskólapróf til að nefna.
Kúplingsmóðirin
Hnípin stjúpmóðir kvartaði á síðum Morgun-
blaðsins í haust um skort á samheiti sem ekki
hefði eins neikvæða merkingu og vonda stjúpan.
Konan stakk upp á orðinu tengslamóðir í staðinn.
Tengsli var í upphafi bílaaldar notað í stað kúpl-
ingar en enginn vildi kaupa. Kannski farnast því
betur í þessari nýju samsetningu. Þó ætti konan
kannski að endurmeta gildi orðsins stjúpmóðir.
Verðfelling orðanna
að er sannfæring mín að þeir sem nota móð-
urmál sitt á opinberum vettvangi og ávarpa
samborgara sína til góðs eða ills eigi að forðast
verðfellingu orða af því tagi sem hér er lýst og tjá
sig skýrt og skorinort.
u.: :
-- ^ r
7
gert merkingarflótta og útvötnun orða
in í nafni pólitískrarrétthugsunar. Nokk-
af þessu hér á landi og nú þykir vel
óviðkunnanlegt að tala um negra og
tað fólk og frumbyggja Ameríku.
írti til þess fallin að vekja kátfnu.
irepared = fátœkur = lágtekjufólk
lenged = offeitur = yfir kjörþyngd
= búðarhupl = rýrnun
i = útigangsmaður
= dvergur = hœðarheftur
dl = eldri borgari
= fíkill
= stríðir við
námsörðugleika
20