Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Qupperneq 24

Vísbending - 18.12.1997, Qupperneq 24
|^sbending bandskenningu sem felur bæði í sér heftingu og sadisma. Að þessu sinni mun ég þó aðeins ígrunda fyrra atriðið en láta kvalalostaeðli stórbænda liggja á milli hluta. Hollywoodbíómynd? Eg vil taka það fram strax í upphafi að ég geri engan ágreining við endurskoðunarsinna um réttmæti þess að allt fram um 1900 var landbúnaður atvinnuvegur at- vinnuveganna í hugum landsmanna. En eftir það sýnist mér að við stöndum á öndverðum meiði um flesta hluti. Ég skal þó fúslega éta þetta ofan í mig verði mér sýnt fram á annað. Ég held að þegar öll kurl koma til grafar felist vin- sældir vistarbandskenning- arinnar fyrst og fremst í því hversu einföld hún er en ekki í réttmæti hennar. Hún upp- fyllir allar helstu kröfur Hollywoodbíómyndar. Enginn þarf að fara í graf- götur um það hverjir eru vondir og hverjir góðir. Fórnarlambið (hið góða vinnufólk) er kúgað í upphafi en kraftar þess leysast úr læðingi áður en yfir lýkur (þegar vistarbandið trosnar) og vondu mennirnir (bænd- ur) eru riðnir af baki og eiga sér ekki viðreisnar von eftir það. Upp rís frjáls stétt borg- ara, sjávarútvegurblómstrar og framfarir verða sem aldrei fyrr. Þannig er meira að segja endirinn lukkulegur en það er líka lykilatriði í Holly- wood. Því miður er það hins veg- ar svo að þegar við kjósum að skoða söguna eins og mynd í svart-hvítu sjónvarpi vill eitt og annað fara forgörðum. Ég tala nú ekki urn þegar við notum okkareigin óskhyggju sem mælistiku áhið liðna. Grundvallarreglan er sú að í öllum okkar dómum verðum við að gæta sanngirni, jafnvel þótt það flæki málið. Hver er til dæmis þess umkominn að fullyrða að leysing vistarbandsins hefði leitt til öflugs sjávarútvegs landsmanna á 19. öld eða fyrr? Auðvitað geta allir fleygt fram slíkri fullyrðingu — eins og dæmin sanna — en ég hlýt að leita eftir rökum. Sjálfur er ég sannfærður um að engin slík atvinnubylting hefði orðið. Forsendurnar skorti. frystitogara. Fyrsti íslenski skuttogarinn, Barði frá Nes- kaupstað, hóf ekki togveiðar fyrr en í febrúar 1971 og í aprfl 1982 sigldi Örvar HU á miðin, með flökunarvélar og plötufrysta í iðrum sér. Hann verður þó ekki talinn fyrsti íslenski frystitogarinn því að 1951 eignuðust íslenskir út- gerðarmenn togara, útbúna frystitækjum og flökunarað- stöðu. Ekkert framhald varð þó á þeirri útgerð. Það var því ekki fyrr en með Örvari að öld frystitogaranna gekk fyrst fyrir alvöru í garð á íslandi. Fyrir þann tíma varþað einfaldlega mat ráðamanna, með réttu eða röngu, að önnur veiðitækni gæfi betri arð og væri íslensku sam- félagi heilladrýgri. Eða verðum við ekki að ætla svo? Að minnstakostiverður íslenskum bændum ekki kennt um þetta þróunarstopp. Kannski munu af- komendur okkar á ofanverðri 21. öld finna í þessu ein- hverja sök og þá um leið sökudólga, hver veit? Ég held að við fáum aldrei litið fram hjá því að ákveðin íhaldssemi er innbyggð í öll samfélagskerfi. Byltingar í atvinnu- háttum hafa sjaldn- ast átt sér stað án þess að einhverjir mót- mællu þeim. Til dæmis voru rnargir vantrúaðir á útgerð Barða l'orðum og það gekk ekki átaka- laust fyrir sig að fá fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum til að kaupa skipið. Á sama hátt voru íslenskir bændur á síðustu öld vantrúaðir á að úlgerð gæti borið uppi heilt samfélag, enda sjálfsagt ekki talið sig hafa nein skotheld dæmi fyrir slíku. Hvað þetta varðar stóðu íslenskir útgerðarmenn á 20. öldíalltöðrum sporum,þeirhöfðudæmi umgóðaarðsemi skuttogaraútgerðar en líka hið öndverða. Var til fjármagn? Vinnufólk Hver sá sem ekki réði fyrir búi skyldi vera í vist á einhverju heimili og eiga þar grið. Þannig hafði það verið frá ómunatíð og svo var einnig nær aila 19. öldina. Samkvæmt Píningsdómi frá 1490 var lágmarkseign til bústofnunar ígilcii þriggja kúgilda og sá sem ekki átti slíka eign varð að ráða sig í vist. Hægt var að kaupa sig undan vistarskyldu og vera Iausamaður ef viðkomandi átti 10 kúgilda eign. Þannig var það rúmlega þrefalt dýrara að segja skilið við sveita- samfélagið og verða sjálfs sín herra en að stofna bú. Þrátt fyrir öll lög og samþykktir er óvíst hvað mikið hafi verið farið eftir þeim enda var ríkisvaldið hvorki nógu miðstýrt né samstætt til að það væri hægt. Þannig segja lögin meira um það hvernig menn vildu hafa samfélagið en hvernig það var í raun. Fyrir aðra en þurrabúðamenn voru yfirráð yfir jarðnæði forsenda þess að fólk stofnaði heimili. Jarðnæði var hins vegar takmarkað og það sama má reyndar segja um þurrabúðirnar þannig að einungis hluti þjóðarinnar gat staðið fyrir búi. Fjöldi vinnufólks er þannig ekkert óeðlilegur miðað við það tæknistig sem samfélagið var á en það sem gerir stöðu þess sérstaka í samanburði við önnur lönd er réttleysi þess. Laun vinnufólks voru föst allt árið og það naut einskis hagnaðar af vinnu sinni sem var misjafn eftir því hvers konar störf voru unnin, heldur rann arðurinn í vasa bóndans. Stór hluti launa vinnufólks var greiddur í fríðu, föt, matur og búfé í fóðrun, enda var lítið um peninga. Með tíð og tíma gat fólk komið sér upp bústofni og hafið búskap ef jarðnæði var á lausu eins og raunin var á fyrri hluta 19. aldar. A 19. öld urðu um 80% allra vinnumanna einhverntíma á ævinni bændur um lengri eða skemmri tíma. Vinnumennskan var álitin nokkurs konar skóli áður en menn urðu bændur, hún var sú besta undirstaða til þess að geta gifst og byrjað búskap, að þjóna fyrst dyggur og stöðugur í vist, halda saman kaupi sínu og læra forstand og fram- kvæmdir. Vistarskyldan var fyrst og fremst félagslegt atriði og þar með hagrænt en það er villukenning að halda því fram að hér hafi verið um skipulegt arðrán bændastéttarinnar að ræða. Vissulega voru launin lág og arðurinn rann t' vasa bónda en í gegnum þetta kerfi fóru flestir bændur landsins áður en þeir giftust. Almenna reglan var sú að menn giftust ekki fyrr en þeir hefðu jörð til umráða og þannig var framboð á jarðnæði og giftingartíðni nátengd. Hugmyndin að baki þessu er að fólk fari ekki að fjölga sé nema framfærslugrundvöllurinn sé tryggur svo ekki komi til ómegðar enda var þá hreppurinn skyldur til að sjá því farborða. Jarðaframboðið takmarkaði þannig fólksfjölgunina, ef farið hefði verið eftir öllum reglum, en ljóst er af öllu að svo hefur ekki verið. A þenslu- tímum eins og á 19. öld þegar fólki fjölgaði voru gömul eyðibýli byggð á ný. tvíbýli og húsmennska jókst og fólk settist að við sjóðinn í ríkari mæli uns tengslin milli fólksfjölda og jarðnæðis slitnuðu. IJr íslenskum söguatlas II, fní 18. öld til fullveldis, bls. 68, (lítillega stytt), birt með góðfúslegu leyfi Bókaútgáfunnar Wunnar. Kostnaður við útgerð Höfum hugfast við hvað var að etja. Stórútgerð kallar á dýr hafnarmannvirki, kostnaðarsamar fjárfestingar í skipum og öflugt menntakerfi fyrir sjóntenn. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel hraus íslendingum hugur við að hleypa sér í skuldir vegna útgerðar skuttogara og síðar á erþað spurningin um tjármagnið og erég nú sjálfsagt að hætta mér út á nokkuð hálan ís. Það er þó engu að síður mikilvægt að velta fyrir sér auðsöfnun áa okkar og hvort einhver þeirra hafi yfirleilt átt það fjármagn er þurfti til að stofna útgerðarfy rirtæki er ekki stóð á brauðfótum. Svo mikið er víst að þeir hafa ekki verið margir. Gleymum því ekki heldur að lánastofnanir voru engar í landinu, samtakamáttur manna lítill, og langoftast bundinn við hreppinn, og þeir sem þó áttu einhverjar krónur í tekjuafgang fjárfestu í jarðnæði. 24

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.