Vísbending - 18.12.1997, Qupperneq 26
^sbending
Auðvitað fólst í þessari fjárfestingarstefnu ákveðin íhalds-
semi en þó fyrst og fremst viðleitni til að tryggja fjármuni
sína sem best. Landbúnaður var hið sanna haldreipi
kynslóðanna sem fjáraflamenn kappkostuðu að setja
peninga sína í. Sálubræður þeirra á 20. öld hafa undanfarin
ár keppst við, af engu
minni ákafa, að fjárfesta í
sjávarútvegi sem sýnir vel
hvað tímarnir hafa breyst.
Hjá því getur ekki farið
að hugmyndafræði manns
er elur allan sinn aldur í fá-
breytilegu umhverfi sveit-
arinnar, þar sem engir eru
vegirnir, engir bankar,
ekkert pósthús, enginn sími,
ekkert útvarp eða sjónvarp,
ekkert rafmagn, ekkert
rennandi vatn í húsum, eng-
ir bílar og engar fiugvélar,
hlýturaðveraönnurenokk-
ar sem lítum á þetta sem
sjálfsagðan hlut.
Við eigum greiðan að-
gang að lánastofnunum er
brýna okkur til góðra
verka. Nefndir af mörgu
tagi ieggja á ráðin um alls-
konar verkefni á sviði ný-
sköpunar, hvatt er til efl-
ingar viðskiptatengsla við
erlend ríki og auglýsingar
um margvísleg kjarakaup
dynja á okkur daginn út og
inn. Við erum beinlínis
hvött til að eyða um efni
fram. Forfeðurokkartrúðu
því hins vegar að það gerði
hvern góðan að geyma vel
sitt — og höfðu þeir þó
flestir næsta lítið að gey ma.
Að þessu öllu sögðu
mætti haldaað Islendingar
hefðu ekki stundað neina
útgerð sem orð er á gerandi
fyrr en á öndverðri 20. öld.
Þetta er þó rangt og því
ntiður flækist nú málið all-
mjög. Sannleikurinn er
nefnilega sá að Islendingar hafa um aldir lagt stund á fisk-
veiðar, ekki einasta til að eiga í soðið heldur einnig til
útflutnings. Lengi vel var þetta árabátaútgerð en á 19. öld
ruddu þilskipin, eða skúturnar, sér til rúms. Og hvort sem
við getum fellt okkur við það eða ekki þá tóku bændur þátt
í þessari þróun og voru jafnvel forvígismenn hennar.
Bændur brutu leið
s
IEyjafirði, þar sem þilskipaútgerð stóð lengi með hvað
mestum blóma, voru það bændur sem brutu henni leið
og áttu skipin lengi vel. Það var ekki fyrr en undir lok 19.
aldar og í byrjun þeirrar 20. að kaupstaðarbúar og danskir
kaupmenn tóku að fjárfesta í þilskipum við Eyjafjörð.
Staðreyndir sem þessar l'lækja vissulega söguskilning
endurskoðunarsinnaog til þessahafaþeireinfaldlegakosið
að horfa fram hjá þeim. En fræðilegur stjarfi verður seint
talinn mönnum til teknaog stundum er liann beinlínis hættu-
legur. Má þar taka rasisma sent dænti.
A þessu stigi málsins hljóta allir að geta orðið sammála
um að þeir bændur fyrirfundust á 19. öld sem höfðu fullan
hug á því að stunda út-
gerð og græða á henni.
Við getum svo deilt um
það hvort að þeir hefðu
ekki átt að gera enn
betur.
í þeirri umræðu verð-
um við þó sem fyrr að
gæta sanngirni. Við
hvað var að etja? Höld-
um okkur enn um sinn
fyrir norðan, í Eyjafirði.
Tökum dæmi af Grýtu-
bakkahreppi. Árið 1859
áttu bændur þar í sveit
fimm þilskip og voru í
fjórða sæti yfir helstu
þilskipaútgerðarstaði
(hreppi) á landinu. Þrátt
fyrir að mikið lán fylgdi
þessari útgerð missti
hreppurinn nokkur skip,
það fyrsta árið 1868.
Eftir tórðu ekkjur og
föðurlaus börn í landi.
Og þvert ofan í það sem
sumir endurskoðunar-
sinnar hafa haldið fram
þábarhreppurinn ábyrgð
á þessu fólki færi það á
vonarvöl. Þetta þýddi
með öðrum orðum að þ ví
fleiri sem ómagarnir voru
því hæni gjöld varð að
leggja á aðra hreppsbúa.
Þetta er furðu sam-
bærilegt við þá umræðu
sem á sér stað í þjóðfél-
aginu einmitt um þessar
mundir, nema hvað
núna eru það fóstrur og
grunnskólakennarar
sem hóta að hækka út-
svarið með launakröfum
sínum. Og hvað sem hver segir þá hefur þessari yfirvofandi
ógn sem hækkun útsvarsins er verið beitt gegn þessum
hópum í því skyni að vekja upp almenna andúð á heimtu-
frekju þeirra -— og hver veit nema það takist senn.
Svipull sjávarafli
/
Al 9. öld, og fyrr, fólst ógnin í hinum svipula sjávarafla
og grályndum veðrum er gátu svo hæglega leitt til
ljölgunar ómaga og þá um leið til hækkunar útsvars. Og
það hefur ekkert breyst að Islendingar voru skattsárir þá
sem nú. Þetta var ein ástæða þess að landbúnaður var allt
fram á 20. öld sá atvinnuvegur er tíðarandinn kenndi að
íslenskt samfélag grundvallaðist á, hvað sem leið raun-
veruleikanum.
En ástæðurnar voru vissulega fleiri. Endurskoðunarsinnar
Iíunngjörir
fiýslvmaðvr í $zafjarbarsýdu
bœjarfógeti á <9safirdi
nft til lumniju--
JL?"*11
or faMld
Iiofur tjáö mór,
UÖ ... óski að loysa sig undun vistar.dcyldunni, og Iiofur boiðst lcyfis-
brófs í þvi skyui, þú voitisb liór nieö leyli til lausainennslui inoð þoim
i-óttiudum og skylduiu, soin stöðu þossari fylgja optir þoiiu lögum, soin uó gilda oða
siðar kunna gotiu að vorða.
Skylt or að liafa fast árshoimili, og tilkynna Ulutaðeigandi lirapp-
stjóra cða basjaríógcta á vori hvorju, eigi síðar on 20. júniin. Iijá Uvorjum Uúsráðumla
Iioiinilið or, og of krafist cr sanna það inoð skýrtoiui Irá Uúsráðandanum, að viðlagðri
ábyrgð. Lögboðin gjöld skal groiða þar, sma úrsUeimilið or.
Mytji hrrrrty.... i aunað lögsagaarurndæmi þá vorður að loysa nýtt leyíisbréf
lijá Ulutaðoigandi lögreglusljóra.
/n
Skrifstofu ísafjarðar og ísafjarðarsýslu, ....j
Gjald fyrir ioyfisbréfið kr.
llitlaun i laudssjóðinn — 2.00
Samtals kr. '4S^r’
ýffii
'f
Lausamonnukuleyíisbréi*
Q
íyrir
Samkvæmt bréfinu hér fyrir ofan fékk Guðmundur Halldórsson
lausn undan vistarbandi fyrir 17 krónur. Árslaun Guðmundar
námu 60 krónum á þessum tíma.
Birt með góðfúslegu leyfi Guðmundar L.Þ. Guðmundssonar
26