Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 6
Hvers konar stefna var ríkjandi í LSE
í hagfrœðikennslu? Var Keynes þar í
hávegum hafður á þeim tíma sem þú
varstþarna, eða voru aðrir kenninga-
smiðir að ryðja sér til rúms?
Það er kannski of mikið sagt að
Keynes hafi verið settur á sérstakan
stall þarna innan veggja. En að sjálf-
sögðu var virðing hans á hátindi á
þessum árum og
hagfræðikenningar
hans höfðu haft
mikil áhrif á hag-
stjórnina í Bret-
landi á stríðsár-
unum og áreið-
anlega átt sinn þátt
í að halda tiltölu-
lega góðu efna-
hagslegu jafnvægi
innanlands þrátt
fyrir allan vöru-
skortinn á tíma
stríðsins. Innan
skólans voru samt
ekki síður áberandi
menn. sem aldrei
urðu fylgismenn
Keynes, og einn
meðal kennaranna
þar var sá síðar
víðkunni Friedrich
Hayek, sem alltaf var andstæðingur
kenninga Keynes og annar af aðal-
kennurunum var Lionel Robbins.
Hann var alltaf heldur tregur í taumi í
sambandi við kenningar Keynes um
heildarhagstjórn. Þessir menn voru
meira á klassísku línunni innan hag-
fræðinnar og lögðu mesta áherslu á
klassíska peningastjórn.
Þú nefndir dœmi um þennan Breta,
sem reis upp á þingi Verkamanna-
flokksins og hœldi Islendingum á hvert
reipi fyrirþað, hvernig þeir stóðu að
málum á þessum árum hersetu Breta.
Þessi mál horfðu öðruvísi við Jónasi
Haralz, sem þá var við nám í Svíþjóð,
og segist Itafa beinlínis fyrirorðið sig
fyrir að greinafrá því hvernig hérfór
allt úr böndumtm, meðan sœnsk efna-
hagsstjórn hélt öllu sléttu og felldu.
Hafði Bretinn að einhverju leyti rétt
fyrir sér um fyrirmyndarlandið Is-
land?
Bæði og, enda var hann fremur að
vekja athygli á kjörum almennings og
jafnræði á milli manna en að leggja
mat á hagstjórn. Ég gæti trúað að
skoðanir hans hafi mótast af því að
hann kom úr fátæku héraði í Bretlandi
og bar saman þá undirstéttareymd,
sem hann hafði kynnst þar fyrir stríð
við það ísland, sem hann kynntist
fyrstu stríðsárin. Þá var stríðsgróðinn
raunar ekki enn farinn að setja mikinn
svip á íslenskt þjóðfélag, að öðru leyti
en því að atvinnuleysið hafði horfið
sem dögg fyrir sólu og allir höfðu allt
í einu rífandi tekjur.
Hvað það varðar að líta á þetta utan
frá, til dæmis frá Stokkhólmi, þá verða
nienn að hafa í huga þá kollsteypu,
sem varð hér á landi, þegar það mikla
fjármagn, sem Bretavinnan og setu-
liðsvinnan skapaði eftir langvarandi
krepputíma. Hér skapaðist gífurleg
eftirspurnarþensla sem var erfið við-
ureignar og menn óviðbúnir að átta sig
á. Jafnframt var pólitísk kreppa í land-
inu og hér sat um skeið embættis-
mannastjórn, sem lítinn stuðning hafði
í þinginu til að taka með festu og fyrir-
hyggju á málum. Hugsunarháttur
manna breyttist líka ört á þessum ár-
um. Menn hristu af sér deyfð og
drunga kreppuáranna, urðu kjarkaðri
og djarfari - og óstýrilátari. Veikburða
tilraunir stjórnvalda til að hafa hemil
á dýrtíðinni voru brotnar á bak aftur
með svokölluðum skæruhernaði
verkalýðshreyfingarinnar 1942.
Ég fór utan á árinu 1943 og þá var
þessi uppsveifla komin í algleyming
og kjörin höfðu tekið algerum stakka-
skiptum á örskömmum tíma. I staðinn
fyrir að við strákarnir höfðum fyrir
stríð varla getið fengið nokkra launa-
vinnu á sumrin, þá gátu nú allir fengið
næga vinnu, jafnvel á iðnaðarmanna-
kaupi og unnið sér inn stórfé, ungir
menntskælingar ekki síður en aðrir.
Hins vegar var lítinn erlendan varning
að hafa fyrir þessa peninga. Það voru
ekki höftin, sem takmörkuðu innflutn-
ing heldur skoilur á skipsplássi og tak-
m a r k a ð i r
möguleikar á að fá
vörur erlendis frá.
Lítið sem ekkert
var frá Bretlandi að
hafa og það varð þá
að sækjatil Banda-
ríkjanna. En ég
held að við verðum
að viðurkenna að
hagstjórnarmistök
Islendinga hafi
ekki fyrst og fremst
verið gerð á stríðs-
árunum heldur í
lok stríðsins, það er
að segja að okkur
tókst ekki að vinna
betur úr hinni
geysilega sterku
efnahagsstöðu,
sem Islendingar
höfðu þegar styrj-
öldinni lauk með alveg ótrúlegar inn-
stæður erlendis og mjög blómlegt
innlent atvinnulíf. Nýsköpunin var á
brauðfótum reist vegna þess að hún
gekk bara út á það að ráðstafa pen-
ingum til fjárfestingar og fram-
kvæmda en það var ekkert hugsað um
almenna hagstjórn, hvernig hafa mætti
hemil á innflutningi og eftirspurn með
markaðslegum aðgerðum eða stjórn á
peningamálum.
Og á þeim árum, sem þú dvelst ytra
er komið upp þessum frœgu eða ill-
rœmdu ráðum. Nýbyggingarráði, Við-
skiptaráði og síðar Fjárhagsráði og
út- og innflutningur er njörvaður nið-
ttr í ketfi, sem að sumu leyti átti sér
helst hliðstæður í sóstalískum þjóð-
félögum.
Ég var fyrst í Bretlandi unt tveggja ára
skeið, en kom svo heim í stuttan tíma
haustið 1945. Þá fór ég aftur utan og
kom ekki aftur heim fyrr en eftir tæp
þrjú ár. Menn voru þá ekki að hlaupa
milli landa eins og nú tíðkast. Og ég
verð að viðurkenna það, að þótt hag-
Ólafur Hannibalsson og Jóhannes Nordal ræðast við
6