Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 22

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 22
7$ L) ‘ii Jí með allrahanda útfærslu á qwerty hugmyndum til að bæta þjóðarhag. Kjarni þeirra tillagna fólst í því að ríkið átti að taka að sér hlutverk góðs bónda, að velja lífgimbrar úr hópi fyrir- tækja og at- vinnugreina og reka til beitar á erlendum mörk- uðum. Við þetta blönduðust einnig vandræði stjórnmálamanna vinstra megin viðmiðjueftirað Ronald Reagan var kosinn for- seti árið 1980. En Reagan hafði meðferðis nýjar hugmyndir í hag- s t j ó r n (.Reaganomics), sem fólust í skattalækkunum og niðurskurði opinben'a gjalda. Við þessu höfðu Demókratar, andstæðingar Reagans fá svör því aðrar töfralausnir lágu ekki á lausu. Loks eftir tólf ára ríki Repúblikana í Hvíta húsinu, árið 1992, lögðu þeir Bill Clinton og A1 Gore í forseta- framboð. Eitt helsta kosninga- mál þeirra voru áðurnefndar líf- lambahugmyndir um alþjóða- viðskipti sem Clinton notaði til þess að slá um sig á kosninga- fundum. Þeir tvímenningar unnu kosningarnar en líflamba- hugmyndirnar komu aldrei til framkvæmda. Þegar til átti að taka varð þeim ljóst að hér voru hugmyndir sem hljómuðu vel í kosningaræðum en voru ómögu- legar í framkvæmd. Bandarískur efnahagur tók einnig mikinn fjörkipp stuttu eftir að talið var upp úr kjörkössunum og hefur verið á hágangi allar götur síðan. Clintons verður líklega minnst sem forseta sem ruddi braut fyrir frjálsa verslun, s.s. Nafta-samkomulagið. Staðreyndin er nefnilega sú að fyrir utan nokkur dæmi í Asíu virðist opinber verndarstefna alla jafna skapa óhagkvæm fyrirtæki sem eiga lítið erindi á alþjóðamarkaði án útflutnings- bóta. Sumir hagfræðingar hafa jafnvel haldið því fram að hag- vöxturinn í Asíu hafi ekki verið vegna opinbers stuðnings held- ur hafi átt sér stað þrátt fyrir opinbera mismunun. Þetta varð enn ljósara eftir að mjög lofuð asísk hagkerfi tóku að kikna undan eigin þunga haustið 1997. Þá kom í ljós að risafyrir- tækin höfðu þrifist á ódýrum lánum og annarri fyrirgreiðslu á vegum ríkisins og voru á góðri leið með að drekkja efnahag landanna. Það sem áður var kallað samráð banka, fyrirtækja og ríkisins heitir nú spilling. Það er einnig eftirtektarvert að þau Asíuríki sem aðhylltust frjálsan markaðsbúskap og óhindruð utanríkisviðskipti, s.s. Hong Kong, Singapúr eða Tævan hafa enn ekki haggast. Og jafnvel þó stjórnmálamenn séu allir af vilja gerðir og spill- ing heyri sögunni til, þá er samt ná- lægt því ómögu- legt að sjá út hvaða greinar eru bestar í ásetning. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist gott al- mennt rekstrar- umhverfi besta leiðin til þess að efla útflutning og hagvöxt þannig að allir njóti jafn- ræðis. Hin stefn- an, að opinberir embættismenn útdeili styrkjum eftir ímynduðu mikilvægi, mun kæfa nýgræð- inga í skugga rótgróinna og áhrifamikilla iðngreina. Stjórn- völd geta styrkt innviði hagkerf- isins með fjárfestingum í mennt- un, tryggt samkeppni á innan- landsmarkaði, jafnframt því að styðja rannsóknir og þróunar- starf. En þegar kentur að sjálfri framleiðslunni verða einkaaðil- ar að standa sjálfir að sínu. Þetta þýðir heldur ekki að engar góð- ar hugmyndir geti komið frá ríkisgeiranum né að opinber af- skipti geti aldrei verið til góðs, en þegar á heildina er litið eru ríkisíhlutun atvinnulífinu til skaða. Breytir þar engu þótt sumir stjórnmálamenn þykist svo góðir fjánnenn að þeir geti valið líflömb í ásetning úr fyrir- tækjum í landi þeirra. 22

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.