Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 25

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 25
Um hagfræði Björns í Brekkukoti Af Birni í Brekkukoti, Adam Smith, Karli Marx og Má Guðmundssyni eir eru til sem segja að listin líki eftir lífinu og hjálpi okkur að skilja það. Þeir geta bent á fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings og segja að þannig framleiði lífið listina sem aftur hjálpar okkur til skilja lífið. Svo eru efasemdarfuglar sem segja að þessu sé þveröfugt farið. Lífið líki eftir listinni og allar góðar hugmyndir sem stjórni lífi okkar eigi sér upp- sprettu í fögrum og hrífandi listaverkum. Ein fegursta skáldsaga Hall dórs Laxness, Brekkukots- annáll fjallar um listina en hefst á frægri þverstæðukenndri yfir- lýsingu um að ungum börnum sé fátt hollara en að missa móð- ur sína nema þá helst að missa föður sinn. Margir segja að þessi mæta bók sé einmitt ekki mikill skáld- skapur heldur aðeins stílfærð eftirlíking af raunverulegu lífi sem lifað var í Reykja- vík um alda- mót og þekkja megi flestar persónur og atburði í sög- unni. Páll Ásgeir Ásgeirsson Ein af þeim fræðigreinum sem stöðugt er minnst á í bókinni, jarðtengir hana og má segja að liggi líkt og rauður þráður gegnum hana, er hag- fræði. Hagfræðin er víðar til en í góðum bókum því okkar sam- tíma er mikið stjórnað eftir lög- málum hagfræðinnar. Það er að minnsta kosti reynt. Mörgum finnst nefnilega að kenningar hagfræðinnar séu hin endanlegu sannindi sem geti skýrt flesta hluti fyrir okkur en þó hafa verið skrifaðar lærðar greinar um leyndardóminn sem felst í því að ýmis undirstöðulögmál hagfræðinnar virðast ekki virka í framkvæmd. Þarna mætast auðvitað hagfræðin og trúin og byggja báðar á traustum kenn- ingum sem menn eru vinsam- lega beðnir að trúa á ef þeir vildu vera svo vænir. En þessi grein átti ekki fjalla um hagfræði í lífinu heldur í list- inni, nánar tiltekið er ætlunin að rýna í hagfræði Björns í Brekkukoti og reyna að komast að því hvaða kenningar hann muni hafa aðhyllst. Það er nefnilega þannig að hag- fræði, peningar og hagstjórnun kemur talsvert við sögu í bók- inni góðu. Lítum á eitt dæmi þar sem segir af verðsam- keppni á grá- sleppumark- aði: Kannski m y n d i einhver segja að Björn kallinn hefði ekki átt að vera í bis- ness. Að m i n n s t a kosti hefði hann ekki verið góður „Ég var ekki gamall þegar ég komst á snoðir um að sumirfiski- karlar voru afa mínum sárir því hann seldi stundum nýa soðn- íngu ódýrra en aðrir menn; þeir kölluðu ódrengilegt að etja með lœgri boðum kappi við góða menn.... ...Eftir hagfrœðilegu lögmáli hneigðust menn til að hœkka verð á fiski þegar afli var tregur eða daufar gœftir, allir nema Björn í Brekkukoti. Kæmi einhver til hans og segði: ég skal kaupa afþér alt sem þú hefur á börunum ídag við helmíngi eða jafiivelþrisvar sinnum hœrra verði en vant er, þá leit hann með tómlæti á þann mann er slíkt boð gerði og hélt áfram að vega í reislunni sinni eittog eittpund ellegar afhenda mönnum einn og einn rauðmaga uppúr börunum eftirþví hverþurfti í soðið, og við sama verði og venjulega. Nú komu þeir dagar er afli var nœgur og gœftir góðar og yfrið framboð af allrahanda góðfiski. Þessum dögumfjölgaði œ meir sem leingra leið, einkum eftir að þilskipin voru farin að ausa uppfiski í stórförmum útí Flóanum, að ég nefni ekki togar- ana. En þegarört varframboð ogflestirfiskimenn þóttust tilknúðir að lækkafiskverð sitt á götunni, þá hvarflaði aldrei að afa mínum að lækka sig, heldur seldi hann afla sinn við sama verði og hann var vanur; þá var fiskurinn orðinn langdýrastur hjá honum. “ Halldór Kiljan Laxness. Brekkukotsannáll bls.22-23. Reykjavík 1957. 25

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.