Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 10
mikið á reynslu þjóðanna í kringum
okkur og víðar í heiminum, þar sem
hliðstætt átak hafði verið gert. Hins
vegar þurfti líka að tryggja það að við
hefðum fjárhagslegt svigrúm, bæði til
þess að öruggt væri að aðgerðirnar
rynnu ekki út í sandinn og að þær
entust nógu lengi til að fólk fengi
traust á því, sem verið væri að gera
og fullvissu um að ekki
væri að þessu sinni bara
tjaldað til einnar nætur.
Þetta var m. a. nauðsynlegt
til þess að fólk ryki ekki upp
til að nota tækifærið og
birgja sig upp af vörum þá
stuttu stund sem frelsis-
dýrðin stæði, áður en gripið
yrði í taumana á ný.
Þetta svigrúm fékkst með
samningum við AJþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og
OEEC, sem réði yfir sjóð-
urn til að lána þeim ríkjum,
sem þyrftu á skammtíma-
aðstoð að halda meðan á
kerfisbreytingum stæði. Og
fjárhagslegri aðstoð þessara
aðila fylgdi að sjálfsögðu
efnahagsráðgjöf þeirra og
skilyrði og kvaðir um þær
aðgerðir, sem fram-
kvæmdar yrðu. Og það
náttúrlega styrkti mjög
stöðu þeirra hagfræðinga,
sem komu að undirbúningi
þessarar vinnu hér heima.
Það voru geysimiklir fjármunir á
þeirra tíma mælikvarða, yfir 20 millj-
ónir dollara, sem við gátum fengið,
sem bakhjarl fyrir þessari kerfisbreyt-
ingu. En sem betur fer kom ekki til
þess að þyrfti að nota nema brot af
þeim og það aðeins í skamman tíma.
Jafnvægi í gjaldeyrisviðskiptunum
komst á nærri strax og varð viðvar-
andi. Þetta fé var fyrst og fremst hugs-
að sem varasjóður, trygging, ef eitt-
hvað skyldi konta upp á, alvarlegur
aflabrestur eða verðfall á útflutnings-
afurðum, svo að við þyrftum ekki að
láta deigan síga vegna utanaðkomandi
erfiðleika. Reynslan frá 1950 sýndi að
þetta var geysilega þýðingarmikið og
gat ráðið úrslitum um afdrif kerfis-
breytingarinnar, þótt við værum svo
heppnir að þessu sinni að þurfa ekki
að nota þetta fé.
Það má segja að Viðreisnin hafi verið
orðin föst í sessi 1961. A því ári hófust
ný átök á vinnumarkaðnum og lyktaði
með því að andstæðingar ríkisstjórn-
arinnar tóku höndum saman og SIS og
kaupfélögin sömdu við verkalýðs-
hreyfinguna um verulegar kauphækk-
anir. A þessum tíma voru menn log-
andi hræddir um að árangrinum yrði
kollvarpað og stöðu þjóðarbúsins út á
við ógnað, ef kaupgjald færi úr bönd-
um. Þessu var því mætt strax með 13%
gengislækkun til að sýna að ekkert
yrði eftir gefið. Þótt ég hafi staðið að
þeirri ákvörðun má svona eftir á að
hyggja draga í efa réttmæti hennar, í
Ijósi þess að árið eftir fer síldargróðinn
að hellast inn í þjóðfélagið. En það sáu
menn náttúrlega ekki fyrir á þessum
tíma. Gengisfelling er auðvitað
þensluvekjandi ráðstöfun og til þess
fallin að auka á óróa og spennu í þjóð-
félaginu meðan efnahagskerfið leitar
nýs jafnvægis. Hefðu menn séð síld-
argróðann fyrir hefði verið eðlilegra
að mæta þessum kauphækkunum með
aðhaldsráðstöfunum í peningamálum
og fjármálum ríkisins.
Enda steðjaði nú að hætta úr annarri
átt. Ovæntur og ófyrirséður happ-
drættisvinningur síldveiðanna fer að
streyma um æðar þjóðfélagsins á árinu
1962. Og þá verða miklar kauphækk-
anir án þess að nokkur treysti sér til
að streitast á móti. Og á árinu 1963
beitir ríkisstjórnin sér beinlínis fyrir
endurskoðun kjarasamninga við opin-
bera starfsmenn, sem töldu sig, með
nokkrum rétti, hafa dregist verulega
aftur úr í samanburði við aðrar stéttir,
með því að setja nýja löggjöf um
samningsrétt þeirra og Kjaradóm. Og
niðurstaða þessa Kjaradóms var gífur-
leg hækkun. Verkalýðshreyfingin taldi
þær kjarabætur verulega umfram það,
sem hennar meðlimir hefðu
fengið, og krafðist mikillar
kauphækkunar haustið
1963. Gífurleg ólga var í
þjóðfélaginu þetta haust,
svo sem rakið hefur verið
annars staðar og lyktaði með
jólaverkfalli og 15% kaup-
hækkun. Opinberir starfs-
nrenn gerðu þegar kröfu
fyrir Kjaradómi um að þeir
fengju líka þessi 15 % í sinn
hlut. Hér var orðin hætta á
að við soguðumst inn í
kaupgjalds- og verðlags-
skrúfu, sem stefnt hefði
genginu í hættu, en því hafði
verið hægt að halda stöðugu
vegna styrkrar stöðu útflutn-
ingsgreinanna. Eftir mikinn
nrálarekstur fyrir Kjara-
dómi, sem ég sat nú reyndar
í á þessum árum sem fulltrúi
fjármálaráðherra - og var
ekki auðvelt verk - þá var
kröfu ríkisstarfsmanna hafn-
að. Þar með var þessi kaup-
gjaldSskrúfa stöðvuð og þá eygðu
menn tækifæri til þess að bægja þessu
hættuástandi frá með því að freista
þess að ná hóflegum kjarasamningum
á almenna vinnumarkaðinum. Og
menn voru tilbúnir til þess að fórna
því til að taka aftur upp vísitölubind-
ingu launa, sem hafði verið afnumin
1960, enda auðséð að verkalýðshreyf-
ingin var nánast búin á undanförnum
árum að komast framhjá afnámi
hennar með því að gera bara samninga
til skamms tíma í senn. Jafnframt var
komið til móts við aðra kröfu verka-
lýðshreyfingarinnar með endurskipu-
lagningu húsnæðiskerfisins.
Þú varst svo íforsvari fyrir samninga-
nefnd ríkisstjórnarinnar árið eftir,
1965, þarsem þessum þræði varfram
haldið og samið um sérstakt átak í
húsnœðismálum verkafólks á höfuð-
borgarsvœðinu. Mérerkunnugt um að
margir í verkalýðshreyfingunni telja
þá samninga enn merkilegri en júní-
Á góðri stundu. Jóhannes Nordal, Ólafur Björnsson, Gylfi
Þ. Gíslason og Jónas Haralz. Ljósm.st. Þóris.
10