Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 12

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 12
w* 'Ji'JJ'JJiJ m w Ut að leiða kjarasamninga inn á brautir, sem ekki röskuðu ramma ykkar efna- hagsáœtlana. En þú varst líka framar- lega í þriðju víglínunni, sem var að laða stóriðjufyrirtœki til landsins með tilheyrandi byggingu stórvirkjana á hálendinu. Hversu mikilvœgur þáttur var þetta í stefmi stjórnarinnar? I sjálfu sér var það ljóst fyrir mörgum, að öll hagstjórn í veiðimannaþjóð- félagi, sem býr við einhliða atvinnulíf og er undirorpið stórum sveiflum í aflabrögðum og afurðaverði, er mjög erfið. Efnahagslífið er háð veðri og vindum ef svo mætti segja. Því var það markmið sett mjög snemma á við- reisnarárunum að freista þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og er- lendir sérfræðingar fengnir til að móta þjóðhagsáætlun, sem gerði ráð fyrir meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. Svona áætlanir þarf að vinna langt fram í tímann og þegar til kastanna kemur er ekki hægt að taka mið af því ástandi, sem ríkjandi er, þegar sjálf bygging mannvirkjanna hefst. Þannig að það var eins og að bera í bakkafullan lækinn, þegar bygging álversins og Búrfellsvirkjunar hófust, einmitt þegar síldarævintýrið stóð sem hæst, þótt þessar framkvæmdir ættu eftir að koma að góðum notum í samdrættin- um og kreppuástandinu sem á eftir kom. Það var því ekki að undra þótt þessar stóriðjuframkvæmdir mættu fyrst í stað nokkrum andbyr frá sam- tökum útgerðarmanna og fiskvinnslu og inn í það tvinnuðust byggðasjón- armið. Samkeppni um vinnuaflið var hörð á þessum tíma og útgerðarbæir stóðu víða höllum fæti vegna krepp- unnar. Hitt þótti mér merkilegt hvað stjórnarandstaðan var hörð í andstöðu sinni allt til loka. Reyndar hefur eimt eftir af þessari andstöðu og í sumum hópum hefur hún verið nánast sett upp sem hliðstæða þjóðfrelsisbaráttu. Allt hefur þetta þó verið að breytast en ný viðhorf í umhverfismálum kom- ið í staðinn, sem ekki er unnt að ræða að þessu sinni. Eftir að viðreisnarstjórnin féll 1971 varð afturkippur í hagstjórn og verð- bólga jókst stórlega, bæði vegna breyttrar efnahagsstefnu og ytri áfalla, einkum olíukreppunnar. Vafalaust hefði ekki svona illa farið, ef unnt hefði verið að fylgja Viðreisninni 1960 betur eftir með frjálsari vöxtum, af- námi verðlagshafta og víðtækari markaðsbúskap á öllum sviðum. Það er t.d. ekki fyrr en rúmum tveimur ára- tugum síðar, á árunum 1984-85, sem farið er að gefa vexti frjálsa, en í kjölfarið hækkuðu raunvextir verulega og það hafði í för með sér miklar þrengingar og gjaldþrot fyrirtækja, sem ekki gátu staðist samkeppni innan þess opna markaðskerfis, sem hefur verið að þróast hér á landi síðan. Eftir að sú aðlögun var um garð gengin hafa hins vegar reynst vera góð skil- yrði til mikils og stöðugs hagvaxtar án nokkurra verðbólguáhrifa og sér ekki fyrir endann á því skeiði enn. Það er flestum núlifandi Islendingum nýtt fyrirbæri. Og það verður að teljast allnokkur árangur, þótt leiðin þangað væri löng og á köflum ströng. Það borgar sig aðskipta við traustan banka! (fff MeðSérkjörum Heimilíslínu geta traustir viSkiptavinir bankans nýtt sér ýmsa þjónustuþætti á sannkölluajm sérkjörum. • Hærri innlánsvextir á Gullreikningi. • Allt aö500.000 kr. yfirdráttarheimild á lægri vöxtum. • Allt að750.000 kr. skuldabréfalán án ábyrgarmanna. • Allt að1.000.000 kr. sveigjanlegt Sérkjaralán, meðeinu símtali. • Húsnæðslán til allt að25 ára. • Möguleiki á sérstökum vaxtaauka I reglubundnum sparnað. • Grei&luþjónusta meðútgjaldadreifingu. • Útgjaldadreifing í Heimilisbankanum. • Gullkreditkort Visa. • Stigvaxandi afsláttur til lækkunar á Visareikningi. • Frír a%angur aðHeimilisbanka á Internetinu. • Fjármálanámskeiðog handbók á sérkjörum. • Debetkort og 150 fríar færsiur o.fl. >7 í Sérkjörum Heimilislínu eru þjönustuþættír < sem bjöCtast afltains i Búnaftarbankanum; V) < þess vegna borgar sig aðskípta... Fáð) nánari upplýsingar og bækling í næstu afgrei&lu Búnacbrbankans e4 á heimaslcl bankans: www.bi.is 12

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.