Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 15

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 15
ur! En staðarhaldarinn var kannski svona skekinn eftir þetta atvik með þyrluna, auk þess sem hann er ekki beinlínis kunnur fyrir að vera gagnorður, og hann malaði og malaði. A meðan beið Beta Bretadrottn- ing, í popplínkápunni, og með frúarveskið. En lífverðirnir voru ekki eins þolinmóðir, þeim er uppálagt að grípa inní ef einhver virðir ekki tímaáætlanir, og þegar guðsmaðurinn var búinn að mala í tæpan klukkutíma var með naumindum að íslenskum lögreglu- og embættismönnum tókst að afstýra því að lífverð- irnirryddust inn í kirkjuna til að skjóta prestinn. -Það er semsé þetta, sögðu poppararnir; -aðalatriðið að klikka hvergi á nákvæmri tíma- áætlun. -Já, sagði ég, -en það er nátt- úrlega fleira en það. Utlending- ar hafa gjarnan sínar reglur og sínar venjur, og við verðum að læra að stilla okkur inn á þær. Einsog Bretadrottning, úrþví við erum farnir að taka dæmi úr hennar heimsókn; hún hélt veislu hér fyrir öll fyrirmenni landsins. Og það er siður, margra alda gamall, að þjóð- höfðingi Breta komi síðastur í svoleiðis veislur. Allir eiga sem- sé að vera mættir tímanlega og sestir við sín borð þegjandi og í ákveðnum stellingum, og þá loks er gefið merki, og dyr opn- ast fyrir miðju salarins, og drottningin gengur síðust í sal- inn og allir aðrir standa upp. -Og feiluðu menn á þessu? sagði leiðtogi popparanna. -Svona líka. Allt gekk vel, menn sátu þegjandi, svo opnuð- ust dyrnar og hún gekk inn, dyrnar lokuðust og allir stóðu upp. En hún er ekki komin nema nokkur skref inn eftir gólfinu þegar hurðin er rifin upp á nýjan leik, að baki hennar, og sjálfur forsætisráðherra Islands kemur skransandi inn, með úfinn makkann, og segir yfir allan salinn: -Fyrirgefiði hvað ég kem seint! Og Ringó Starr kom svo hingað tveimur vikum síðar, einsog menn vita. Eg held að þessi heimsókn slagverksleikarans knáa frá Liverpool sé flestum í fersku minni... Hann kom til að heimsækja útihátíð á Austur- landi, og þetta er náttúrlega í eina skiptið sem einhver Bítl- anna hefur heiðrað okkur Is- lendinga með nærveru sinni; um þessa heimsókn var samið vin- sælt dægurlag, og flestir lands- manna hafa séð sjónvarpsupp- töku af því þegar Ringó sté á stokk og lék eitt lag með ís- lenskum kollegum sínum. Eg tók virkan þátt í að undirbúa heimsókn hans, og ég held að ég sé ekkert að hrósa sjálfum mér úr hófi fram þótt ég minni á þá staðreynd að allar tímaáætl- anir stóðust fyllilega, allt gekk smurt; hann þurfti hvergi að hangsa, honum var ekki fþyngt með sveitamennskunni í okkur. Að vísu eru hirðsiðir og tíma- plön dægurtónlistarmanna ekki einsog tíðkast hjá heimafólki í Buckinghamhöll, og það ein- faldar töluvert málin. Hinsvegar hafa svona menn einsog Ringó vanist engu nema fínasta lúxus heimsins í áratugi, frá því þeir komust á fullorðinsár, og við sem stóðum að móttöku hans vorum allir á einu máli um að við yrðum að kunna að bjóða honum það besta sem til er í mat og drykk hér á landi; heims- frægum listamönnum sem dval- ið hafa á öllum fínustu hótelum heims býður maður ekki uppá fitugan þjóðvegasjoppuborgara með kámugri kokteilsósu, eins- og hverjum öðrum gleðigjafa af Suðurnesjum. Aðeins það fín- asta sem töfrað verður út úr ís- lensku eldhúsi skyldi heims- frægur maðurinn fá... Hann lenti með konu sinni í Reykjavík, bæði voru þau klædd loðpelsum einsog heim- skautafarar, þarna um hásumar- ið... En þau voru drifin beint inní aðra flugvél sem beið þeirra og voru komin klukkustund seinna á útihátíðina austur í Hallormsstað, þarsem veðrið og náttúran skörtuðu sínu fegursta, ekki vantaði það. Þegar austur kom var búið að dúka borð fyrir unaðslegan dinner, frægustu kokkar landsins höfðu þar vélað um, og þeir voru sammála um að engar krásir úr nægtarborði íslenskrar náttúru jöfnuðust á við humarinn úr hafinu í kring- um landið, tæru og hreinu. Og þar komu nú kannski helstu vonbrigðin sem tengdust heim- sókn hans, því að þegar humar- inn, sem sóttur hafði verið ferskur og lifandi með flugvél til Hornafjarðar, var borinn á borð fyrir heiðursgestinn, þá brosti hann kurteislega og sagði: -Eg ét aldrei neitt sem skríð- ur. Nú, hann át svosem vel samt sem áður, gerði sér að góðu þann alþýðlega kost sem starfs- fólkinu hafði verið búinn, en samt voru þetta okkur í mót- tökunefndinni mikil vonbrigði. Svo við vildum sýna honum einhver önnur merki þess að við kynnum að taka á móti heims- borgurum, og spurðum hvað 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.