Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 23
Um efasemdamenn
ér hefur verið stuttlega
verið fjallað nokkrar af
þeim hugmyndum sem spruttu
upp eftir að Paul David varð
starsýnt á lyklaborð tölvu sinn-
ar. Qwerty hugtakið hefur eftir
því sem tímar líða fengið æ víð-
tækari merkingu bæði utan sem
innan hagfræðinnar. Hins vegar
eru blikur á lofti. Tveir hagfræð-
ingar hafa farið ofan í þær próf-
anir sem bandaríski sjóherinn
lét gera á DSK og qwerty. Þeir
benda á að August Dvorak, höf-
undur DSK kerfisins, hafi sjálf-
ur stjórnað þessum tilraunum og
þær séu meingallaðar. Aðrar
kannanir gefi hins vegar til
kynna að þessi tvö kerfi séu
næsta lfk. Og ef munurinn hefði
raunverulega verið svo mikill
sem Dvorak vildi meina þá
hefðu einhver stórfyrirtæki séð
sér í hag að taka upp DSK kerf-
ið. Þar með er sótt að sjálfum
þjóðfána qwerty og ef sú árás
tekst er vandfundið svipað
dæmi sem sannar vegartryggð
og að markaðir geti fest sig í
sjálfheldu úreltrar tækni. Paul
David hefur ekki enn svarað
þessu efnislega en viðurkennir
að hann hafi ekki sjálfur athug-
að þær prófanir sem sjóherinn
lét gera á sínum tíma. Hann
segist þó standa við allt sem
hann hafi áður skrifað. Þeirri
spurningu er því ekki enn full-
svarað hvort Paul David geti
með sanni kallað „Eureka“ eins
og Arkimedes forðum eftir að
sá hafði uppgötvað sitt lögmál.
Heimildaskrá
Grein Pauls David. Clio and the economics of
Qwerty birtist í American Economic Review
árið 1985, þaðan sem hugtökin qwerty og
vegartryggð (e.: Path Dependency) skutust inn
í almenna hagfræðiumræðu.
Paul Krugman hefur ritað fjölda greina um
hagfræði og viðskipti, og sumt af því er til reiðu
á heimasíðu hans: http://wcb.mit.edu/krug-
man/www/. Einnig er hægt að benda á bók hans:
Peddling Prosperity frá árinu 1993 sem fjallar
m.a. um deilur hans við „Strategic Traders", hóp
sem ég kýs að kalla líflambasérfræðinga.
Sem dæmi um líflambasérfræðing mætti nefn
LesterThurow hefur gefið út nokkrar bækur og
er sérstaklega hægt að benda á Head to Head
fráárinu 1992. En BillClinton vitnaðioft íþetta
rit í kosningabaráttunni sama ár og á fyrsta ári
sínu í Hvíta Húsinu. Lester talaði þar auðvitað
ekki um lífgimbrar en var tíðrætt um
sólarupprásargreinar sem ríkið ætti að styðja.
Af öðrum líflambasérfræðingum mætti taka þá
félaga Ira Magaziner og Robert Reich. sem
báðir voru samtíða Bill Clinton við Oxford og
hafa verið nánir vinir hans síðan. Magaziners
ritaði bókina The Silent War og verk Reichs The
Work of Natiohs sem var útgefin árið 1991.
Clinton fól hvorum fyrir sig þýðingarmikil hlut-
verk á fyrra kjörtímabili sínu. Reich varð vinnu-
málaráðherra en Magaziner vann undir stjórn
Hillary Clinton að umbótum á heilsukerfi
Bandaríkjanna (sem að vísu fór út um þúfur). í
skrifum sínum halda tvímenningarnir ófeimið
fram rfkisstyrkjum og tollum til hjálpar banda-
rísku efnahagslífi og hugmyndir þeirra hafa enn
mikið fylgi í þingflokki Demókrata.
Ræður Ricardos á breska þinginu skipa merkan
sess í sögu hagfræðikenninga. Honum var
sérlega uppisigað við innflutningsbann á korni
til Bretlands (e.: Corn Law Debate) og féllu
margir gullmolar í þeim sviptingum. Hægt er
að lesa sér til um viðskiptakenningar Ricardo í
hverri grundvallarkennslubók um hagfræði.
Þessi mál hafa einnig verið til umræðu í blaða-
greinum og fjölmiðlum hér vestra og hefur höf-
undur einnig viðað að sér efni þaðan. Hægt er
t.d. að nefna grein í Wall Street Journal frá 25.
febrúar síðastliðnum: Qwerty spells a Saga of
Market Economics.
fslensk endurtrygging hf.
(fáÁiley jéí oy
Nói-Síríus hf.
lej&dey jól oy
Sparisjóðurinn í Keflavík
t ýleðdey pl oy
favœdt &om4mcU án
Landssamband
lífeyrissjóða
23