Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 22

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 22
VISBENDING Páll Ágeir Asgeirsson - Fjölmiðlamaður og ferðagarpur GlJÐMl NDlJR GENNARSSON - Verkalýðsforingi og hugsjónamaður Hvað eru peningar? Peningar verða oft að kjama lífsins og gera okkur að þrælum. Jesús varaði okkur við og sagði að það væri auðveldara troða úlfalda í gegnum auga stoppunálar en fyrir auðugan mann að komast til himnaríkis. Hvað eru peningar? Peningar eru hugarastand. Það sést best á því að það er sælt að vera fátækur en ríkur maður á aldrei nóg af peningum. Ríkur maður er eins og grönn kona. Hún er aldrei nógu grönn og hann er aldrei nógu ríkur. Hvernig er best að eyða peningum? Peningar eru til lítils ef ekki er til staðar þekking til þess að nýta þá. Göng í gegnum fjöll eru til lítils ef ekki er tæknileg þekking handan fjallsins til þess að nýta tækifærin. Hver er munurirm á að eiga ofgnótt og ekkert afpeningum? Þegar sjóðliðsforingi nokkur sem var nýkominn frá Loocho-eyju sagði Napóleon að á eyjunni væru engin vopn spurði Napóleon furðu lostinn: „Hvemig í ósköpunum fara þeir að því að berjast?” Svarið var: „Þeir berjast aldrei, þeireiga nefnilega enga peninga.” Hvernig er hœgt að lýsa „peningahyggjurmi" á Islandi ídag? Ég fékk bréf um daginn frá „þínu eina hjartans mótframlagi”. Þama birtist vemleiki lágmenningarinnar blindaður af fégræðginni. Peningar em ekki ígildi tilfinninga. Minn auður er ástin og hún er verðmætari en þær innstæður sem bankinn býður. Hvernig er best að eyða peningum? I minningar. Minningar verða til í skemmtilegum félagsskap á ferðalögum og við upplifun af ýmsu tagi. Sá sem hefur hitt koalabjöm eða sofið í snjóhúsi á hvorki snjóhúsið né bjöminn en liann gleymir því sennilega afdrei. Þannig er matgt af því skemmtilega við að eyða peningum eins og góður brandari. Hann varir aðeins örskamma stund og er ekki áþreifanlegur. Hver er munurirm á að eiga ofgnótt og ekkert afpeningum? Sá sem á ekki peninga þarf meira ímyndunarafl til að skemmta sér. Það er ekkert frumlegt við að vera ríkur. Hvaða auli sem er getur ausið peningum í allan fjandann en það þarf hæfileika til að vera blankur. Hvernig er hægt að lýsa „peningahyggjunni” á íslandi t dag? Hún birtist í virðingu fyrir peningum og tilbeiðslu á þeim sem eiga þá. Hún sést í sannfæringu um að allir geti orðið ríkir og að það sé nánast réttur þeirra. Mikil virðing fyrir öllum rökum viðskiptalegs eðlis og að telja þau rétthærri öðmm rökum. Mýtur um peninga Mýtur um peninga 1. Þegar hann hafði eignast hanann ásældist hann alikálftnn. Þetta er sú mýta sem ætíð fylgir auðmönnum. Agimd getur aldrei leitt til annars en eilífrar fátæktar. 1. Peningar em ekki allt. Þetta segja aðeins þeir sem eiga peninga. Þeir sem vilja eignast meiri peninga trúa jressu ekki og jxss vegna er jxtta þjóðsaga. 2. Sú mýta sem eigendur fjármagnsins hafa skapað um að [xir haft forgang að jreim arði sem hin vinnandi hönd skapar er orsök jxss ófriðar sem ætíð ríkir á vinnumarkaði. 2. Það er allt til sölu ef verðið er rétt. Þetta er alrangt. Þ-að eiga allir einhverja hluti eða hlut sem er ekki falur fýrir nokkurt verð. 3. Það er í sjálfu sér afskaplega praktískt að eiga peninga en jxtim fylgir sú mýta að græði einn tapi annar. Velgengni eins leiðir ekki sjálfkrafa til [xss að annar verði undir. 3.Peningareru völd. Mörg dæmi úr íslensku samfélagi undanfarinna ára sýna að peningar vega vissulega þungt en ættartengsl geta hka verið völd. Vinátta og staða í pólitísku samfélagi geta enn fremur verið völd. -22-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.