Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 14
Hörður með Halldóri H. Jónssyni stjórnarformanni Eimskipafélagsins um 1980, en Halldór réð Hörð til starfa.
Norðurlandanna. Mér fínnst áhugavert hvernig stjómendumir hafa
einnig búið til eigendurna."
Eimskipafélagið
A því tuttugu ára tímabili sem Hörður stóð í brúnni á Eimskip
fór félagið gegnum ýmsar breytingar. Breytingar á skipulagi og
starfsháttwn voru kynntar árið 1980, Sundahöfn var gerð að
miðstöð flutningaþjónustunnar árið 1981, aukin áhersla var lögð á
markaðsstarf érlendis árið 1983,frystigámavœðing kom til sögunnar
1984, hlutverk og markmið félagsins voru formlega skilgreind árið
1986, nýtt leiðakerfi og ný ekjuskip komu til sögunnar árið 1988,
fjárfestingarfélagið Burðarás var stofhað árið 1989, útrásin og aukin
áhersla á landflutninga byrjaði fyrir alvöru upp lír 1992 og svo mœtti
lengi telja. Breytingarnar á Eimskipafélagimt endurspegla einnig þá
breytingu sem átti sér stað í íslensku þjóðfélagi og þá nútímavœðingu
sem samfélagið fór í gegnum.
Hagræðing í upphafi tímabilsins
„Mikilvægasta verkefniðárið 1979 varað fækkaíflotanum,endurnýja
skipakostinn. Tuttugu og sex skip fyrir starfsemi Eimskipafélagsins
vom ekki lengur í takt við tímann. Þetta var allt saman endurskipulagt,
ný flutningastefna innleidd og áhersla var lögð á gámavæðingu.
Við tókum djarfar ákvarðanir við að endurnýja skipstólinn með
fullkomnari og hagkvæmari skipum en áður. I upphafi tímabilsins
vom skipin 26 en þeim hafði fækkað í 13 árið 1989. Flutningsmagnið
jókst hins vegar á sama tíma um 70%. Raunflutningsgjöld lækkuðu
að okkar mati um 30-35%. Það gerði okkur kleift að keppa með
árangri.“
Breyting á hugarfari
„Inni í Sundahöfn vom það duglegir stýrimenn sem réðu ferðinni og
ég man alltaf eftir svari sem ég fékk frá einum þeirra þegar við vomm
í einhverri knsu við að koma út skipi fyrir helgi. Hann hafði lausn
á þessu vandamáli: „Við úðum bara á þetta tækjum og mönnum."
í svarinu fólst að ekki skipti máli hvað þetta kostaði. Við breyttum
þessu og komum á verkfræðingamenningu. Thomas W. Möller, sem
var menntaður hagverkfræðingur frá Þýskalandi, hafði umsjón með
þessum breytingum og náði góðum árangri. Almennt má segja að
þegar við vomm búnir að ná utan um flutningareksturinn, þá gafst
okkur tækifæri til að fjárfesta í öðmm verkefnum.“
Tími breytinga og bjartsýni
„Ein dramatískasta breytingin á starfstíma mínum varð þegar við
endurskrifuðum hlutverk og meginmarkmið Eimskipafélagsins.
Þetta var á árinu 1986. Við ákváðum enn einu sinni að setjast niður
og spyrja okkur hvað við væmm að gera og hvað við ættum að vera
að gera. Við skrifuðum niður hlutverk Eimskips og markmið. Ein
niðurstaðan var sú að fara út í heim og fara út í fjárfestingar í öðmm
viðfangsefnum. Mér er ekki kunnugt um að önnur fyrirtæki hefðu
markmiðsáætlun á þessu formi á þessum tíma. Mér er minnisstæð
angistin við að koma þessu niður á blað, mér hafði verið gert að gera
þetta sjálfur þar sem ég yrði að bera ábyrgð á niðurstöðunni. Eg hafði
dregið að gera þetta og var kominn í tímaþröng og þurfti að klára
þetta um helgi. Eg kláraði þetta ekki fyrr en undir morgun en það
stafaði aðallega af því að meirihluti þessarar helgi fór í að fylgjast
með leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Þess vegna man
ég dagsetninguna, í október árið 1986.“
-14-