Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 7

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 7
sá eini sem beinlínis hefur landslagsheiti í nafni sínu og því best fallinn til þess að sjá um samgöngumál. Umhverfisráðuneytið er nýjast ráðuneyta og minnst. Það fellur því í hlut léttvægasta jólasveinsins, Stúfs. Hann hefur alltaf virst vera lítilla sanda, lítilla sæva. Þó að í hugum flestra komi jólasveinar af fjöllum eins og áður er að vikið þá eru til af því sögur að þeir komi utan af sjó á skinnbátum, klofnir upp í herðar með kringlótta fætur og klær á höndum og fótum. Er til betri lýsing á sjávarútvegsráðherra? Kvótakerfið er klofið milli stónitgerða og trillukarla. Margir líta á útgerðaraðalinn sem skrímsli með klær. En enginn jólasveinanna ber nafn sem minnir á sjó. Þess vegna fellur embættið í skaut Þvörusleiki, sem gæti skammtað útgerðarmönnum með þvöm sinni. Margir koma til greina sem landbúnaðarráðherra, en Bjúgnakrœkir er þjóðlegastur, heldur í gamla siði og gæðir sér á bjúgum sem enginn hugsandi maður leggur sér til rnunns lengur. „Islenska bjúgað er einstakt." Hér á landi hefur sami maður verið iðnaðar- og viðskiptaráðheira um langt skeið. Slíkt væri þó jólasveinum ofraun og tveir þeirra skipta staifmu á milli sín. Viðskiptaráðhena þarf að ftnna innansleikjur víða og Pottasleikir er tilvalinn í verkið. Enginn er hins vegar betri orku- og iðnaðarráðherra en Kertasníkir. Fjármálaráðherrann þarf að geta teygt sig inn í búr landsmanna til þess að fá sinn skerf og Kjötkrókur hefur mesta hæftleika til þess að sitja að kjötkötlunum. Engin flís er svo smá að fjánnálaráðherra nái ekki að krækja í hana. Hagstofa fslands er sérstakt ráðuneyti og náttúrulegur fulltrúi í hana er Gluggagœgir. Ekkert fer fram hjá honum, stóit eða smátt. Það væri honum líka kærkomið að fá að stunda iðju sína á löglegan hátt. Einn af gömlu jólasveinunum í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er Faldafeykir. Sem kunnugt er vann hann sér það til frægðar að blása svo kröftuglega að pilsfaldar lyftust. Hann er settur út af sakramentinu hjá Jóhannesi úr Kötlum, líklega vegna þess að öld kynferðislegrar áreitni var mnnin upp. Hjá okkur fær hann félagsmálin, en ekki er víst að hann entist lengi í því embætti. Hurðaskellir fyllir skarð Faldafeykis á síðari ámm. Hann gæti skipað möig ráðuncyti og er kannski líkastur flestum ráðhermm á ýmsum tímum. Hann gæti tekið við félagsmálunum, en hér verður hann þó settur í dómsmálaráðuneytið. Öðmm skal eftirlátið að ímynda sér hvoit hann setji mönnum dómstólinn fyrir dynitu-. Skyr er hollt og gott og Skyrgámur er því sjáltkjörinn heilbrigðis- ráðherra. Hann myndi eflaust taka upp gamla siði og hætta að sykra skyr en eta það með þykku rjómablandi. Áður fym var sagt að bókvitið yrði ekki í askana látið, en nú hefur það breystog þvíer Avfa/.s7e/k/reðlilegasturallrajólasveina í menntamálin. Em þá taldir þrettán jólasveinar og einn til, vegna þess að Hurðaskellir og Faldafeykir em til skiptis taldir til „alvömjólasveina". Jón Ámason „Lævísir á svipinn, ÞEIR LEYNDUST HER OG ÞAR, TIL ÓKNYTTANNA VÍSIR, EF ENGINN NÆRRI VAR.“ nefnir fleiri jólasveinanöfn og Ámi Bjömsson bætir enn við þann ffóðleik. Einn þeirra er Baggi, en erfitt er að hugsa sér ffásagnir af honum í ríkisstjóm. Baggi á þjóðinni, hann er sjálffall inn úr leik. Bjáltnim sjálfur og Bjálmansbarnið (sumir tala um Bjálfann) em væntanlega feðgin eða feðgar og því einstök í jólasveinafjölskyldunni. Nokkur dæmi em um feðga sem liafa verið ráðherrar hérlendis en þessir virðast ekki líklegir til þess að ná árangri. Sama má segja um Drumb fyrir cillá, Utlapung og Htmmusníki. Flautaþyrill hefur oft náð góðum árangri í kosningum til Alþingis og það hafa þeir líka gert bræður hans Hnútur og Rauður. Til em nokkrar jólameyjar þó að ekki séu ort um þær kvæði. Væntanlega yrði Jafniéttisráð að skerast í leikinn ef böm Grýlu tækju völdin,en þó em í þeim hópi Flotnös,Flotsokka, Kkttaskora,Redda og Sledda. Engin virðist líkleg til að ná árangri, nema kannski Redda. „Það reddast“ er ekki slæmt slagorð og reyndar lífsstfll margra íslendinga. Af þeim sem helst virðast koma tíl greina í raðheixastólana af „óþekktu jólasveinunum“ em Lampaskuggi sem gæti tekið menntamálin, Refur væri upplagður utanríkisráðherra (og jafnvel forsætísráðherra) og Smjörhákur, sá síðastnefndi eiginlega bara vegna þess að ég hafði gaman af honum í Smjörhákssögu, sem kemur jólasveinum ekkert við. Það er ffeistandi að tilnefnaSteingrím,en við ffeistingum gæt þín. Niðurlag Öllum er vel kunnugt um alþjóðavæðingu íslenskra jólasveina. Þeir hafa tapað sínum íslensku vaðmálsklæðum og gráa strýi en tekið upp rauð klæði og skegg heilags Nikulásar. Á síðari árum hafa þeir þó orðið þjóölegri á ný og hafa klæðst íslenskum búningum. Þjóðfélagsfræðingar gætu eflaust séð í þessu samlíkingar við afstöðu ráðamanna til Evrópusamstarfsins en slíkar vangaveltur em of djúpar til þess að komast að á þessum vettvangi. Engu að síður hafa knyttir jólasveinanna nútímavæðst. Börnin sjá „mömmu kyssa jólasvein“, nokkuð sem engum datt í hug að gæti gerst í gamla daga. Steingrímur Thorsteinsson var ekki með nein friðarjól í huga þegar hann biður jólasveininn: „Byssur, tmmbur, fleina eg fer, fána og lúðra að velja mér. Vittu meira, óvígan her vildi eg gjaman hafa.“ Þó hefur kannski lítið breyst, jólasveinarnir færa bömum væntanlega stríðsleiki. Þeir em því engan veginn heilagir menn eins og Nikulás gamli. Einmitt þess vegna gætu þeir orðið ráðherrar. -7'

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.