Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 23

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 23
Birna Einarsdóttir - Markaðskona og hugmyndafræðingur Guðmundur Ólafsson - Hagfræðingur og byltingarsinni Hvað eru peningar? Frelsi. Hvernig er best að eyða peningum? Til að tryggja langvarandi getu til skókaupa er ráðlagt að setja peninga í fjárfestingar og spamað. Hver er munurinn á aö eiga ofgnótt og ekkert afpeningum? Það er líklega verra að hafa ekkert en ofgnótt þótt hvort tveggja geti valdið hugarangri. Hvernig er hœgt að lýsa „peningahyggjunni” á Islandi idag? „Þetta reddast” er hugsunarháttur sem er á undanhaldi, sem betur fer. Fjármálaáhugi fólks er að aukast - Peningamir þínir, blað sem íslandsbanki gaf um um fjármál fékk ótnilega góðar undirtektir svo og námskeið sem um þúsund manns hafa sótt og fræðst um fjármál. Mýtur um peninga 1. „Look after the pennies and the pounds will take care of themselves.” Ég dvaldi 6 ár í Skotlandi og þetta heyrði ég oft enda em Skotar einstakir reglumenn þegar kemur að peningum - minni reglumenn þegar kemur að skosku viskíi!! 2. „Money talks” - í merkingunni að peningar færi fólki völd og áhrif - líklega gömul sannindi og ný. 3. Ljóska nokkur á að hafa sagt einu sinni: „Ég skil ekki fólk sem segir að ekki sé hægt að kaupa hamingju fyrir peninga - þetta fólk veit ekki hvar á að versla.” Hvað eru peningar? Tæki til að ljúka sambandi, til dæmis viðskiptasambandi. Öðmm samböndum má yfirleitt einnig Ijúka með peningagreiðslu. Hvernig er best að eyða peningum? Það er ekki best að eyða peningum. Hver er munurinn á að eiga ofgnótt og ekkert afpeningum? Það er enginn munur, það er ekki mögulegt að eiga ofgnótt peninga og að sama skapi ómögulegt að vera blankur. Hvernig erhœgt að lýsa „peningahyggjunni" áIslandi ídag? Eins og peningahyggju annarra, að græða ógeðslega mikið fljótt. Mýtur um peninga. 1. Að peningaleg sjónarmið séu ómannleg, ekkert er mannlegra en peningar. 2. Að peningar séu afl þess hlutar sem gera skal, oftast gildir hið gagnstæða. 3. Að ekki sé hægt að kaupa hamingju, öðm nær. Lífshamingja er eitt af því fáa sem hægt er að kaupa. -23-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.