Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 42

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 42
VISBENDING niðurlagi bókarinnar Barbarians at tlie Gate, sem fjallar um baráttuna um yfirráðin í RJR Nabisco,velta höfundar bókarinnar fyrir sér hvað stofnendur bæði RJR og Nabisco hafi hugsað um öll iætin. Niðurstaðan er að þcim hafi verið fyrirmunað að skilja hvað kom fyrir fyrirtæki þeirra. „Af hverju skipti það þetta fólk svona niiklu máli hvað kom úr tölvum þeirra en svo litlu máli hvað kom úr verksmiðjum þeirra? Af hverju lögðu þeir svona mikla áherslu á að brjóta upp og sundra frekar en að byggja upp? Og að lokum: Hvað hafði allur þessi gauragangur með viðskipti að gera?“ Bókin þykir lýsa yfirtökuæðinu á níunda áratuginum með ágætum, græðginni og mannfyrirlitningunni. Titillinn, „Villimennirnir við hliðið“, segir meira en mörg orð. Yfirtökubylgjan á níunda áratuginum endaði illa þar sem sum fyrirtæki urðu eins og skugginn af sjálfum sér þegar hákarlarnir, eða árásarmennirnir eins og þeir eru oft kallaðir, höfðu keypt þau og bútað niður til þess að selja hlutana fyrir hærra verð en hægt var að fá fyrir heildina. Stundum voru þessir „villimenn" ranglega svo nefndir þar sem þeir hristu upp í fyrirtækjamarkaði sem hafði sofið værðarsvefni um langa tíð. Arðsemi og árangur fóru að skipta höfuðmáli á ný. Engu að sfður var þetta „blóðugur“ tími þar sem fórnarlömbin voru oft þeir sem síst skyldu, starfsmcnn og fyrirtækin sjálf. Það var græðgin, eins og Michael Douglas lýsti svo vel í hlutverki Gordons Gekkos í kvikmyndinni Wall Street, sem vardrifkrafturinn. „Græðgi ergóð! Græðgi erréttlát! Græðgi virkar! Græðgi mun bjarga Bandaríkjunum!" sagði Gekko. Hann hafði að vissu leyti rétt fyrir sér þar sem græðgin teymir menn áfram og kyndir undir markaðinum. Ohófleg græðgi á hins vegar til að afvegaleiða menn og markaðinn og það endar stundum eins og ofdrykkja og kappakstur eru samtvinnuð, með stórslysi. Þegar yfirtökur koma til umræðu í dag er oft horft til baka til níunda áratugarins og sögur af því tímabili rifjaðar upp. Þess vegna hafa íslenskir fjárfestar stundum fengið kaldar kveðjur þegar þeir hafa leitað eftir því að kaupa fyrirtæki í útlöndum. Ýmislegt er líka líkt. Uppkaupin eru að stórum hluta gerð með skuldsettum kaupum þar sem annaðhvort er fengið lán út á eignir sem hægt er að selja út úr fyrirtækinu eða út á sterkt sjóðstreymi. Þetta eru kaup sem eru gerð í því augnamiði að endurskipuleggja reksturinn, annars geta þau ekki gengið upp. Það eru framandi menn, í augum þeirra sem á horfa, sem standa að þessum uppkaupum. Erlenda pressan hefur jafnan nefnt „víkinga" í sambandi við uppkaup fslendinga. Virðist þá stundum stutt á milli skilgreiningarinnar á „villimönnum“ og „víkingum". Engu að síður er stór munur á uppkaupum fslendinga og yfirtökubylgju níunda áratugarins. Þessir víkingar eru ekki hefðbundnir hákarlar,ekki einungis fjármálamenn sem hafa engan áhuga á rekstri fyrirtækja, heldur eru þetta menn sem eru að bæta við og byggja upp þann rekstur sem þcir hafa starfað í um langt skeið. Þeir eru ekki að brjóta upp fyrirtæki og sundra þeim heldur að byggja þau upp til þess að gera þau öflugri en áður. Fyrirtækin eru ekki keypt með því hugarfari að selja þau á ný í heild eða í bútum heldur til þess að byggja upp fyrirtækjasamsteypu. Þessi verkefni krefjast endurskipulagningar á fyrirtækjunum en sjaldnast stórfelldra uppsagna og reksturinn er eftir sem áður byggður á þeim lykilstarfsmönnum sem eru í fyrirtækinu. Slagurinn snýst venjulega um verðmiðann en ekki stolt eða líf og dauða fyrirtækjanna. Þess vegna eru yfirtökur íslendinga sjaldnast það sem flokkast undir „óvinveittar yfirtökur" eins og þær sem einkenndu níunda áratuginn. Víkingarnir við hliðið eru vinveittir. Óraunhæft dæmi Bræðurnir í Bakkavör höfðu haft augastað á Geest ailt frá því að þeir fóru að fjárfesta í matvælageiranum í Bretlandi árið 2000 vegna þess að það var „besta fyrirtækið í bransanum" eins og Ágúst orðaði það. Þá var það að hugsa sér að eignast þetta fyrirtæki hins vegar „óraunhæft dæmi“, „við vorum of litlir og þeir of stórir“. En staðan átti eftir að breytast talsvert á einungis þremur árum. Fyrirtækið Bakkavör er orðið að þjóðsögu í íslenskri fyrirtækjasögu. Það eru ekki nema tíu ár síðan bræðurnir, Lýður og Ágúst, sátu við gluggann á fyrirtæki sínu og horfðu út yfir Reykjanesbæ og létu sig dreyma um útrás. Fyrirtækið varð til í klassísku fyrsta skrefi til útrásar þegar fyrirspum kom til föður þeirra um hvort hægt væri að kaupa hrogn á íslandi til dreifingar í Svíþjóð.Bræðurnirákváðuaðsvarapöntuninniogtil varðfyrirtæki sem var nefnt eftir götunni sem þeir bjuggu við á Seltjarnarnesi. Geest - sagan: Bindandi kauptilboð Bakkavör Group tekur við lagt fram í Geest stjórnartaumunum í Geest Hluthafar Geest samþykkja tilboðið Samkeppnisyfirvöld í Bretlandi Geest afskráð af samþykkja yfirtökuna London Stock Exchange 8. mars 20. apríl 29. apríl 13. maí 16. maí 27. maí Kaupin frágengin með greiðslu alls kaupverðsins til hluthafa Geest -42-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 51. tölublað (23.12.2005)
https://timarit.is/issue/232111

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

51. tölublað (23.12.2005)

Aðgerðir: