Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 36
VISBENDING
gegnum bankana sem voru í ríkiseigu. Þetta
hefur náttúrlega allt breyst eftir að bankarnir voru
einkavæddir og aukið frjálsræði fór að einkenna
fyrirtækjamarkaðinn. Núna eru völdin hjá þeim
sem eru með viðskiptahugmyndirnar og eru að
gera góða hluti.
BJARNI: Eg hef ekki orðið var við að bankarnir
séu með „ofríki“ gagnvart viðskiptavinum sínum,
enda hafa þeir viðskiptavinir sem eru með sín
mál í lagi gengið á milli bankanna og óskað eftir
tilboðum og fremur att þeim saman en hitt.
HREIÐAR: Gagnkvæm eignatengsl eru ekki
séríslenskt fyrirbæri. Við sjáum þetta Iíka í
Svíþjóð. Þar tengjast stórir bankar fyrirtækjum. Ef
við skoðum hver er stærsti hluthafi í Danske Bank,
þá er það stærsta fyrirtæki Danmerkur! Hver ætli
sé stærsti viðskiptavinur Danske Bank? Eg veit
það ekki en það má spyrja sig að því. Við eigum
ekki stóra eignarhluti í öðrum íslenskum bönkum,
keppinautum okkar. Við erum ekki hluthafar í
þeim og þeir eru ekki hluthafar í okkur. Það eru
ekki gagnkvæm tengsl á milli okkar og annarra
banka.
SIGURJON: Köngulóarvefir í íslensku fjármála-
umhverfí eru lítið annað en samsæriskenningar.
Þegar línur sem skipta einhverju máli í þessum
köngulóarvef eru dregnar upp í samræmi við umfang eignartengsla
þáerþetta ekki svomikill vefur. Bankarnireigaörlítiðhveríöðrum.
Yfirleitt er um smáar eignastöður að ræða en ekki krosseignarhald.
Eina raunverulega krosseignarhaldið sem til er í dag er á milli
KB-banka og Exista, sem er ekki mjög mikið í samanburði við
heildarverðmæti bankans. Vissulega á Straumur stóran hlut í
íslandsbanka og Landsbanki töluverðan hlut í Straumi en í því felst
ekki krosseignarhald, þ.e. fyrirtækin eiga ekki hvort í hinu.
HREIÐAR: Hjá okkur höfum viðalls konar reglur, við viljurn helst
ekki að útlán til eins aðila fari yfir 10% af okkar eigin fé. Hámark
útlána til eins aðila er 25% af eigin fé okkar. í dag eru þrír aðilar sem
skulda okkur yfir 10% af eiginfé bankans en alls skulda þeir undir
40% svo að við erum ekki með neinn hættulega stóran viðskiptavin.
Þannig viljum við halda því. Ef litið er til danskra banka má sjá að
útlánastarfsemi þeirra er miklu áhættusamari en okkar.
SIGURJÓN: Allt eignarhald, hvers eðlis sem það er, hefur
ákveðna kosti og galla. Ef eignarhald er dreift getur það skapað
óstöðugleika en að sama skapi getur verið erfitt að fá menn til þess
að taka þátt í fyrirtæki ef þeir telja að einn aðili eigi of stóran hlut.
Hvað Landsbankann varðar hefur það verið kostur að hafa þetta
skipulag sem við erum með í dag. Þegar við tökum til hendinni þá
höfum við einn stóran eiganda sem er tilbúinn til að taka þátt í okkar
áætlunum. Það hjálpar auðvitað. Enn sem komið hefur þetta reynst
okkur mjög vel.
BJARNI: Ég held að það átak sem hér varð undir lok níunda
áratugarins og kom fram í þjóðarsáttarsamningunum þegar aðilar
vinnumarkaðarins og pólitíkin í landinu tóku höndum saman um að
hætta þessum vonda spíral, víxlverkun launa, verðlags oggengis,sé
dæmi um það sem hægt er að gera í litlu hagkerfi þegar traust ríkir
á milli aðila. Ég held að sama skapi að nú séu að
verða kynslóðaskipti þar sem nýir menn með nýja
hugmyndafræði komast að, bæði í viðskiptalífmu
og stjórnmálum. Það er alveg ljóst að harkan er
orðin miklu meiri en áður. Samskiptin eru miklu
grimmari og óvægnari en áður og samkeppni
harðari. Þetta endurspeglast ekki síst í umræðum
sem ntaður les í fjölmiðlum og þeim undirliggjandi
átökum sem eru í þessu samfélagi.
SIGURJÓN: Hinir íslensku fjárfestar sem hafa
verið að festa fé sitt erlendis eru mikilvægir fyrir
bankana.Bankarnirvoruaðeltaþessaviðskiptavini
til útlanda áður en bankarnir fóru að fjárfesta sjálftr
erlendis. Þeir hjálpuðu bönkunum til að ná fyrstu
fótfestunni á erlendum mörkuðum. Markmiðið
er að bankarnir geti gert þetta einir til lengri
tíma. Alveg á sama hátt hafa íslensku bankarnir
stutt fyrirtækin til að komast til útlanda. Þegar
fyrirtækin eru liins vegar búin að ná ákveðinni
fótfestu þar geta þau fengið erlenda banka til að
styðja við sig líka. Þeir sem eru fremstir í útrás í
dag drífa þjóðfélagið áfram. Það er mikilvægt fyrir
banka að vera í tengslum við slíka aðila.
HREIÐAR: Stærstu viðskiptavinir okkar væru
ekki búnir að ná þessum árangri ef það væri ekki
fyrir okkur. Við værum heldur ekki búnir að ná
þessum árangri ef það væri ekki fyrir þá. Þannig
hafa hagsmunir okkar verið tengdir saman, sem hefur verið mjög
jákvætt. Það er hluti af viðskiptamódeli okkar. Við tökum áhættu
með viðskiptavinum okkar. Þannig er óljóst hvort það er eggið eða
hænan sem kemur á undan, þetta er samtengt.
Drifkraftur útrásar
HREIÐAR: Astæðan fyrir því að Islendingar eru svona áberandi er
að við hófum útrásina miklu seinna en þjóðirnar í kringum okkur.
Danir hófur sína útrás snemma á síðustu öld og þeir eiga núna
stærsta skipafélag í heimi. Dönsk fyrirtæki taka yfir miklu stærri
fyrirtæki í ár en íslensk fyrirtæki. Yfirtaka Mærsk á P&O Nedlloyd
er dæmi um það. Það er búið að halda aftur af okkur íslendingum
svo lengi, þess vegna gerist þetta svo snöggt.
BJARNI: Það sem gerðist er að mínu mati tvennt. Annars vegar
vomm við með fjárfesta sem höfðu verið á alþjóðlegum markaði
og náð árangri. Þeir vildu fjárfesta á miklu stærri skala og við
vomm tilbúnir til að taka þátt f því. Hins vegar höfum við séð að
á undanfömum fimm til tíu árum hafa fjárfestar og fyrirtæki haft
í vaxandi mæli vit á því sem mun gerast á alþjóðavísu. Þegar
menn hafa rétt fyrir sér um ýmis mál og auga fyrir þessu rökræna
orsakasamhengi þá byrja þeir að prófa sig áfram og fyllast eldmóði.
Þeir horfa svo á þá sem eru í kringum þá að gera hluti á stærri skala
og spyrja sig „af hverju ekki ég?“ Það hefur komið á óvart hversu
margir hafa talið sig verið tilbúna til svo stórtækra fjárfestinga sem
raun ber vitni.
HRliIÐAR: Ég held að stóra árið hafí verið 2001. Þá yfirtók
Bakkavör Katsouris Fresh Foods og Baugur keypti Arcadiíi. Þessar
tvær tjárfestingar hafa skilað frábærri ávöxtun. Það hefur gefið
Þeir sem eru
fremstir í útrás
ídageru jafn-
framt að drífa
þjóðfélagið
áfram og það er
mikilvœgt fyrir
bankann að
vera í tengslum
við slíka aðila.
-36-