Vísbending


Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 20

Vísbending - 23.12.2005, Blaðsíða 20
Aldrei hefur verið til meira af peningum í heiminum en nú og á síðustu þremur árum hefur orðið til ný flóðbylgja af þeim. Afl peninganna snýr plánetunni, svo að vísað sé í poppviskuna. Við vinnum fyrir peninga, til þess að geta eytt peningum, höfum svo áhyggjur af peningum og látum okkur jafnvel dreyma um peninga og flestir vilja alltaf meira af peningum. Peningar eru uppfinning mannsins sem öll hin dýrin í skóginum vita ekkert um hvað snýst. Allir þykjast hins vegar vita hvað peningar eru en þegar þeir eiga að útskýra það fyrir öðrum þá vefst þeim oft tunga um tönn. Dombey í sögu Dickens Dombey and son lenti í vandræðum með þetta þegar sonur hans spurði hann: „Hvað eru peningar?“ Dombey vildi útskýra fyrir honum flæði fjármagnsins, gjaldmiðla, pappír, gullstengur, gengi gjaldmiðla, virði góðmálma á markaðinum og svo framvegis en þegar hann horfði niður á son sinn svaraði hann: „Gull, silfur og kopar. Gíneur, shillingar og pens. Þú veist hvað það er?“ Sá litli svaraði: „Ó, já, ég veit hvað það er, ég á ekki við það, pabbi, ég á við, hvað eru peningar í raun og veru“ Þetta er ekki auðveld spuming, hagfræðingar hafa velt þessu fyrir sér í árhundruð og niðurstaðan er að peningar séu ekki einungis eitthvað eitt, þeir séu ýmislegt. Hin hefðbundna skilgreining á peningum er sú að þeir séu gjaldmiðill, mælieining og geymslueining virðis. Þessi skilgreining segir ekki alla söguna, hún segir ekkert um hvað þeir eru í huga fólks. Peningar geta verið völd, frelsi, þægindi, öryggi og jafnvel spilling, græðgi og eitthvað fyrirlitlegt. Hagfræðingurinn Hyman Minsky sagði: „Allir geta búið til peninga . . . en vandamálið er að fá þá samþykkta.“ Þetta er hárrétt, Matador-peningar duga skammt þegar á að kaupa salt í grautinn en krónan gerir það hins vegar af því að hún er gefin út af stjómvöldum og framleidd í Seðlabankanum. Peningar eru þannig pólitískt tæki sem ríkisstjómir stjóma og hafa einokun á. Krónan hefur hins vegar ekki mikið meira gildi en Matador- peningamir á markaðinum í Kína eða á bamum á Spáni. Eins þarf almennt samþykki fyrir þýðingu og hlutverki peninga. í íslensku samfélagi em peningar oft hið sama og völd og menn sem eiga nóg af þeim fá virðingu fyrir vikið þó að ekkert í fasi þeirra eða aðgerðum gefi tilefni til þess að fólk beri meiri virðingu fyrir þeim en öðru fólki. Þannig geta peningar verið mælikvarði á völd en færri mundu vilja nota þá sem mælikvarða á hamingju. Jafnvel ríkidæmi einstaklinga og fyrirtækja er afstætt þegar virðið er háð síbreytilegum duttlungum og tilfinningum markaðarins. Flestir vilja hins vegar vera ríkir þó að þeim finnist skemmtilegra að eyða peningum en spara þá og niðurstaðan verður oftast mínus í bókhaldinu. Einn ágætur maður sem vann í „öskunni“ í Reykjavík fyrir rúmlega tíu árum eyddi allri hýru sinni í kaup á hlutabréfum, gekk á milli fyrirtækja og snapaði út hlutabréf. Hann var talinn stórskrítinn. Vísbending ákvað að spyrja nokkra ólíka einstakiinga með ólíkan bakgrunn nokkurra spuminga um peninga. Hugmyndin var að vekja athygli á því að peningar eru ekki hið sama í huga allra og það er líklegt að svörin verði jafnmörg og ólík og fólkið er margt og ólíkt. Niðurstaðan var skemmtileg. -20-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.