Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 1
4. TBL. 1. ÁRG. 19 3 9 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR VERZLUN »OAR sem illu er lil sáð, mun illt af gróa«. 0etfa heilræði ættu þeir að festa sér í minni, sem undanfarin ár hafa blásið að glæðum úlfúðar meðal þeirra er við verzlun fást i landinu, með þvi að gera suma rétthærri en aðra. Ekkert nema illt getur sprottið af því, að beita heila stéft manna augljósu misrétti. Verzlunarstétfin heimtar ekkerf annað en að tá að njóta trelsis og jafn- réftis á við aðra í þjóðfélaginu, sem fásf við verzlun og viðskipti. Hún heimtar engin friðindi, engin sérréttindi, heldur aðeins sanngirni og jatnrétti. Pegar það er fengið — þá fyrst má tala um bræðralag. Pegar lögin ná jafnt yfir alla, þegar enginn þegn er rétthærri en annar, hverjar pólitízkar skoðanir sem menn hafa, þá er einhver vori um að menn geti tekið höndum saman. Fyr ekki. Verzlunarstétfin mun ekki gefasf upp í baráttunni. Hún mun standa fast við kröfur sínar þar til yfir lýkur eða hin sjálfsögðu réttindi fást viðurkennd. Pað er ekki hægt að tala um »frið« og »samvinnu« allra stétta i landinu, meðan einstaklingum og stéffum er sýnd óbilgirni, hlutdrægni og skilnings- leysi. Menn verða að láta sér skiljast, að jarðvegurinn fyrir sáttfýsi og friðar- hug er ekki undirbúinn fyr en Ijóst er, að öllum sé gert jafnt undir höfði og lögin nái jafnt yfir alla. Pá er fyrst hægt að tala um samvinnu sem orðið get- ur til frambúðar. Pá fyrst má hugsa sér að tjalda megi lengur en til einnar nætur Pjóðinni er þörf á að sameina krafta sina í samstarfi sem til er stofnað af fullum trúnaði. En það er skammsýni að hyggja, að slíkt samstarf geti blessast nema því aðeins að allír aðilar njóti jafnréttis og sanngirni. Verzl- unarstéttin mun verða jafn fús til að leggja fram alla krafta sína til slíks sam- starfs, þegar henni hefir verið sýnd full sanngirni, eins og hún er nú ákveð- in í því, að berjast týrir kröfum sínum ef þess gerist þörf. Vér heimtum ekki sérréttindi heldur jafnrétti.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.