Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Page 7

Frjáls verslun - 01.04.1939, Page 7
megin götu. Austurstræti er í sjálfu sér .all-góð verzlunargata. En hún hefir þó þann ókost, að um hana er of mikil umferð vagna, en vagna- umferð hefir sáralítið gildi fyrir verzlunina. Of mikill fjöldi ökutækja truflar vegfarandann og gerir honum erfiðara fyrir. En að þessu leyti stendur Austurstræti til bóta. Við endurskoðun bæjarskipulagsins verður án efa reynt að finna leiðir til þess að dreyfa umferðinni meir en nú er, og Austurstræti verður þannig meira friðað en áður. I öðru lagi er bygging húsanna sjálfra. Það er venjulega hætt við, að í City njóti sólar og birtu ekki sem skyldi. Landverðið er oftast of hátt og þess vegna byggðar margar hæðir og húsin höfð þétt. Hér þar sem sól er lítil og fátt um opin svæði, þar sem fólk getur unað í frí- stundum er nauðsynlegt að séð sé fyrir sem beztri birtu. Próf. Guðmundur Hannesson hefir komið fram með tillögu um íslenzkt verzlunar- hverfi, sem gaumur er gefandi. Hann vill, að efri hæðir húsanna séu dregnar nokkuð til baka en með því móti nýtur gatan sjálf og húsin betri birtu. Ef við lítum á núverandi verzlunar- hverfi okkar í Austurstræti og kringum það, er augljóst, að í nánari framtíð verður svo gagn- gerðri breytingu ekki komið við. Nauðsynlegt er, að rúmgóðir bakgarðar og aðgengileg port séu við verzlunarhúsin, enda er gert að skyldu hér að svo sé, þótt framkvæmdin hafi orðið önn- ur. Það á t. d. ekki að eiga sér stað að taka þurfi af vögnum og láta á þá úti á götunni, eins og stundum sést hér. Mig langar til að minnast nokkrum orðum á búðirnar sjálfar. Hér hefir frágangi búða fleygt mjög fram á síðari árum. Hver þekkir búðirnar í verzlunarhverfinu hér fyrir þær sömu og var fyrir 10—15 árum? En áfram þarf að halda á bessari braut. Hvað lítil verzlun sem er, þarf að hafa glugga og inngang í góðu lagi. Á milli götunnar og búðarborðsins eiga að vera sem allra minnstar tálmanir, hurðir breiðar og léttar. Ranghala- gangar inn í búðirnar eru ófærir. Um glugga- svningarnar siálfar ætla ég ekki að fjölyrða. Þær eru sérgrein og allir skilja þýðingu hennar. En meginskilvrði fyrir því að gluggasvningar megi vel takast er að glugginn sé vel bjartur og hann vel lýstur upp. Lamparnir mega ekki vera bannig, að peran sjáist og lýsi í augu vegfar- anda, eins og oft vill brenna við hér. Hin svo- nefnda óbeina lýsing er bezt, enda rvður hún sér óðum til rúms hér hiá okkur. Eitt með öðru, sem hægt, er að gera til að gefa búðunum glæsi- legri svip er að nota spegla. Það er ekki hvað FRJÁLS VERZLUN Nýtízku verzlunargata erlendis. sízt vel við eigandi á núlifandi haftatímum, að hafa spegla í gluggum og víðar, sem stækkar búðina og margfaldar vöruna. I búðarborðinu er sjálfsagt að hafa sýningarskápa og helzt með óbeinni lýsingu. Þegar verzlanir eru settar niður í íbúðahverf- um, þarf að gæta þess að þær séu með hæfilegu millibili og bezt er að í einu og sama húsinu séu matvörubúð, fiskbúð og brauðasala. Þetta er einnig á síðari árum tíðkað hér. En hreinlætið er þar fyrsta boðorðið og þarf með því strangt eftirlit að þrifaleg umgengni sé viðhöfð. Eins og ég drap á hér á undan, eru það fjölda mörg atriði, sem taka þarf tillit til þegar verzl- unarhverfi er byggt upp. Þess mun án efa gætt eftirleiðis, að verzlunin fái sem mest rými og að umferðin á verzlunargötunum sé miðuð við við- skiptalífið en annari umferð veitt framhjá. Hér eru erfiðleikar á skjótum umbótum. Eitt af því sem tefur fyrir er hið óhæfilega háa lóðaverð í miðbænum, sem endurskoðunar þyrfti við. Enn sem komið er, nær verzlunarhverfið í Reykjavík ekki nema til 2-3ja lítilla gatna. En ef íslenzk verzlun á framtíð fyrir sér, skapast ný viðfangsefni er nauðsynlegar nýbyggingar verða reistar. Við vonum allir, að verzlunin blómgist og vel takist til er ný verzlunarbyggð vei’ður reist, há til lofts og víð til veggja.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.