Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 29
Uæða Magnúsar Kjaran, Irh. af 13. síðu. ar: „Eigi skai haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir“. Með gengislækkuninni hefir verið settur nýr sullur á fot verzlunarstéttarinnar og hann svo illkynjaður, aö út íreiðir blóð og vágur. En eigi er aó sakast um oröinn hlut. v erzlunarstéttm svarar ems og Gunnlaugur Ormstunga: „Eigi snal haltur genga meöan báöir fætur eru jafn- iangir“. Aó vísu er umhorfs hjá okkur nú, eins og þjóö, sem átt hefir í styrjöld og beöið ósigur. 1111 pá er jaínan nýtt „striö“ fyrir dyrum, við- reisnarstarfið. Við trúum að visu ekki á þær leiöir, sem íarnar hafa verið og teijmn þær rangiátar, en sieppum því. Við virðum hverja vioieitni, sem til bjargráöa er gerð og sameinum okkur öll um þá ósk, að hún megi heppnast, og að forráðamonnum þjóðarmnar, hverjir sem eru á hverjum tíma, megi takast að sigrast á örðugleikunum. Og þó á hina fyrirlitnu stétt sé ekki hlýtt og hún því síður spurð, þá íinnum við hver og einn eigi síður til þeirrar skyldu, sem á okkur hvílir og stöndum benir undir þeim byrðum, sem okkur eru á herðar lagðar meðan unnt er, unz augu valdhafanna opnast fyrir því, að við erum ekkert úrhrak þjóðarmnar, sem lúta eiga öðrum lögum, en himr þegnar þjóðfélags- ins, en að við eigum sama tilverurétt og aðrar stéttir og höfum bæði vilja og vit á borð við þær til að styðja þá í viðreisnarstarfinu. Þeim ætti nú bráðum að vera ljóst, að heppilegast muni að semja um vopnahlé, þar sem þeir með sjö ára heríerð með lögum, reglugerðum og framkvæmd þeirra, hafa leitast við að leggja verzlunarstéttina í rústir, en með þeim árangri, að þeir halda því nú fram sjálfir, að verzlunar- stéttin hafi lifað hátt á þessum þeirra eigin ráðstöfunum, sem settar voru til höfuðs henni. Verzlunarstéttin hefir ekki fengið kröfum sín- um framgengt. En með myndun hinnar nýju þjóðstjórnar hefir vaknað nokkur von um meira réttlæti og jafnrétti í verzlunarmálunum. Von, sem öllum þegnum þjóðfélagsins er fyrir beztu að rætist. Verzlunin er í eðli sínu og á að vera ópólitísk, og viðreisnarstarf sigraðar þjóðar án flokka- dráttar. Sameinum okkur í því að styðja hverja þá ráðstöfun þeirrar ríkisstjórnar, sem ber heill alþjóðar fyrir brjósti og sem í einlægni er gerð til eflingar atvinnuvegum þjóðarinnar. Því glötum við efnalegu sjálfstæði, þá verður hitt ekki langlíft. En íslendingar viljum við all- ir vera. Að svo mæltu segi ég hinu fjórða verzl- unarþingi slitið. FRJÁLS VERZLUN Hvers vegna var ég látinn hætta? Þegar einhverjum hefir verið tilkynnt, að fyrirtæki hans hafi ekki lengur þörf fyrir starfskrafta hans, þá ætti hann að verja fyrsta deginum, sem hann hefir ekkert að gera, til þess að hugsa. Hann á að spyrja sjálfan sig þessarar spurningar: „Hvers vegna var mér sagt upp?“ Auðvitað hefði hann átt að spyrja sig þessarar spurningar sex mánuðum áður. Þá hefði honum kann- ske ekki verið sagt upp. Hann á jafnframt að byrja á því, að minnast þess- arar staðreyndar: „Ekkert fyrirtæki segir upp bezta og tryggasta starfsmanni sínurn". En hann getur auðveldlega íundið afsakanir og hann getur sagt konu sinni þær, en ekki sjálíum sér. Hann verður að horfast í augu við sannleikann, þótt hann sé ekki þægilegur. Hann verður að spyrja sjálf- an sig: „Hvað skorti mig? Vann ég eins og vél? Hvern- ig hefði ég' getað orðið að rneiri notum? Er skapferli mitt gallað? Gerði ég ekki raunverulega eins og ég' g-at? Eða reyndist það ekki nóg? í stuttu máli: Þegar maður hefir misst stöðu sína, á hann að „endurskoða“ sjálfan sig, búa sig undir að byrja á byrjuninni! Stundum er uppsögn það bezta, sem nokkurn get- ui' hent. Hún getur opnað leiðina til sigurs. Hugvitssemi Edward Phillips frá Los Angeles er hugvitssamur og framkvæmdasamur piltur. Hann tók eftir því, að á fertugasta hverjum bíl, sem ók fram hjá honum, voru ljósin eitthvað í óiagi. Af þeirri reynslu ákvað hann að byrja atvinnurelcstur, sem hann græðir á 80 dollara vikulega fyrir kveldvinnu. Hann settist nefni- lega á bifhjólið sitt í hvítum vinnufötum og ók um sólarlag út að Wilshire-breiðgötunni, þar sem 5000 bílar aka fram hjá á hverri klukkustund. Þar kemur hann sér fyrir með allan útbúnað sinn: Vasaljós og skrúfjárn. — Þegar bíll ekur fram hjá, sem er með biluð ljós, þýtur hann á eftir honum á bifhjóli sínu, stöðvar hann og segir ökumanninum hvað að sé. „En ég' get kippt því í lag á augabragði“, bætir hann við. „Það kostar aðeins 50 cents. Það er minna en sekt.“ Ökumennirnir eru flestir á sömu skoðun og í níu skipti af hverjum tíu er Phillips látinn framkvæma viðgerð- ina. Afmæli. Verzlun Brynjúlfs Sigfússonar í Vestmanna- eyjum átti 25 ára afmæli þ. 4. þ.m. Brynjúlfur opnaði sölubúð í fyrsta sinni laugardaginn 4. apríl 1914. 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.