Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 13
þingið tók til meðferðar, voru félagsmálin. Sig- urjón Pétursson forstjóri, flutti tillögu um að samvinna yrði tekin upp milli iðnrekenda í Fél- agi ísl. iðnrekenda og Verzlunarráðs Islands og stofnað yrði Verzlunar- og iðnráð íslands. Fékk málið góðar undirtektir og samþykkt að athuga það. I lok þingsins voru tilkynnt úrslit kosn- ingar í Verzlunarráð Islandsí en þrír menn gengu úr stjórninni. Voru kosnir Haraldur Árnason, Jóhann Ólafsson og Magnús Kjaran. Forseti þingsins. M. Kjaran, sleit því, með ræðu, sem birtist hér á eftir. Lokaþáttur þingsins var sá, að verzlunarmenn og gestir þeirra komu saman í samsæti að Hótel Borg og voru þar margar ræður haldnar og gleðskap- ur, svo sem vant er að vera á slíkum lokasam- sætum Verzlunarþingsins. Ræða Magnúsar Kjaran flutt í lol< verzlunar|oingsins LT in mikla þátttaka í þessu þingi, er gleði- A legur vottur um áhuga og samheldni verzl- unarstéttarinnar, en það er áberandi hvað trú- leysið á ráðstafanir þær, sem nýlega voru gerð- ar á Alþingi til styrktar atvinnuveginum, hefir sett sinn svip á þetta þing. Svo og hitt, hve þjóðin er illa undir það búin, ef styrjöld ber að höndum, vörulaus, félaus og lántraustslaus. Og eina úrræðið, sem löggjafarþing þjóðarinn- ar hefir fundið á þrotlausum ráðstefnum í tvo mánuði, er felling gjaldeyrisins. Það virðist ekki erfitt að stjórna löndum, ef ekki þarf annað en fella gjaldeyririnn, ef örðugleika ber að hönd- um. Annars staðar hefir þetta reyndar gefist svo, að það hefir þurft að grípa til hins sama ár- lega. Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins réttilega drap á í útvarpsræðu sinni um þetta mál, að Frakkar væru alltaf að fella gjaldeyr- irinn. Nú, en menn hafa trú á þessu og það er fyrirhafnarlítið. Og í fundarsamþykkt útgerð- armanna segir, að nokkrir ,,peningamenn“ tapi, annars sé allt í lagi. Ég vildi ég hefði vald til að segja: Kona, verði þér að trú þinni. Verzlunarstéttin hafði reyndar ákveðnar til- lögur að gera í málinu, sem fullt eins líklegar voru til viðreisnar útgerðinni og réttlátar komu niður á öðrum landsmönnum, en henni var í bróðerni bent á, að láta þær hvergi koma fram, því að ef það fréttist, að þær kæmu frá verzl- PRJÁLS VERZLUN unarstéttinni, væri öruggt, að þær fengju ekki fi’amgang. Hvað hefir verzlunarstéttin til saka unnið? — Það eitt, að sætta sig ekki við órétt- inn. Hún hefir ekki látið kúgast og þrátt fyrir allt, en ekki algerlega glatað trausti sínu erlend- is, svo ef nú einhverjum fyndist ástæða til að byrgja landið lítið eitt upp af nauðsynjum, yrði sennilega að leita til hennar í því efni. Gengið er fallið, að vísu hafa nokkrir „peningamenn" tapað“, annars er allt í lagi. Gengið á verzlun- arstéttinni hefir reyndar fallið um leið. Alþýðu- blaðið viðurkennir að þetta hafi komið þyngst niður á henni. Verzlunarstéttin mun hafa tap- að einni miljón og nokkur hundruð þúsund krónum. En hvað hefir orðið af þessu fé ? Sumir eru að tala um að þess muni helzt verða að leita í sandinum. En hvernig bregst verzlunarstéttin við þessari blóðtöku? Þeir sem harðast hafa orð- ið úti, hafa sagt við mig: „Hvað gerir það til með okkur ef það getur bjargað þjóðinni". Þetta er karlmannalega mælt og drengilega. Það minn- ir mig á svar Gunnlaugs Ormstungu er hann heimsótti Eirík jarl í Noregi. Sull hafði hann á fæti niður á ristinni, freiddi úr honum blóð og vágur er hann gekk. Jarl mælti: „Hvað er fæti þínum Islendingur?" Sullur er á“ sagði hann. „Og gekk þú þó eigi haltur". Gunnlaugur svar- Framh. á bls. 29. 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.