Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 31
Heimspólitík og viðsúipti frh. af bls. 15. verjar hafa verið sakaðir um að kaupa upp rúsínur í Tyrklandi og tóbak í Grikklandi og selja þessar vörur síðan aftur úr landi fyrir lægra veró, til þess að fá frjálsan gjaldeyri. Þannig eru þeir sagðir hafa eyðilagt fyrir Tyrkjum og Grikkjum hinn frjálsa markað fyr- ir þessar vörur, en samtímis hafa þeir neytt þá til að auka kaup sín í Þýzkalandi til þess að jöfnuður yrði á „clearingnum"! í viðskipta- samningum sínum við Rúmena hafa Þjóðverjar reiknað sérstakt gengi á ríkismarkinu,/iæ/cfcað gengið, svo að Rúmenar hafa fengið fyrir olíu- útflutning sinn til Þýzkalands allt að 20 % hærra verð en fengizt hefir á heimsmarkaðinum. Dæmi þessi eru tekin úr bók Paul Einzigs, hag- fræðings: „Bloodless Invasion“. Hann bætir við: Einu sinni fengu Þjóðverjar Grikki til þess að taka við stórri sendingu af munnhörpum í skiptum fyrir tóbak. Þjóðverjar sögðu, að næg- ur markaður myndi verða fyrir munnhörpurn- ar í Ameríku fyrir jólin. En þegar Grikkir ætl- uðu að selja í Ameríku kom í ljós, að þýzkir út- flytjendur höfðu mettað markaðinn þar; það er sagt, að tvo Armeníumenn þurfi til að leika á Gyðing, tvo Gyðinga til að leika á Grikki, og að tveir Grikkir gætu leikið á sjálfan fjandann. „Það var þess vegna ekki svo lítið afrek, sem Þjóðverjar unnu með því, að leika á heilt land fullt af Grikkjum“. ★ * ★ Taka Ausutrríkis efldi mjög aðstöðu Þjóð- verja til þess að hafa áhrif á viðskinti þjóð- anna í Suðaustur-Evrópu. Þjóðverjar fengu landamæri að þrem nýjum löndum, Ungverja- landi, Júgóslavíu og Ítalíu. Þeir náðu um leið yfirráðum yfir mörgum mikilvægum samgöngu- leiðum. Nú hefir aðstaða þeirra eflst enn, með töku Tékkóslóvakíu. I fyrra voru viðskipti þess- ara þjóða við Þýzkaland orðin um og yfir 50% af heildarviðskiptum (inn- og útflutningi) þeirra, gegn aðeins 15—20% árin 1931—1932. (í síð- asta hefti gerðum vér grein fyrir sundurliðun þessara viðskipta. Þessi viðskiptaframsókn hef- ir orðið aðallega á kostnað Breta. En síðastliðið haust ákváðu Bretar að taka upp hanzkann og hefja gagnsókn. Þeir höfðu að vísu aldrei átt nema 10—20% af viðskiptunum við þessar þjóð- ir. En nú ákvað brezka þingið að heimila rik- irtryggingu á lánsviðskiptum við þær (og raun- ar við aðrar þjóðir), sem nemi allt að 85 milj- ónum sterlingspundum. Áður hafði þessi heim- ild numið aðeins 35 miljónum stpd. Eu samtímis því, að heimildin var aukin, var gefið í skyn, að hún kynni enn að verða aukin, ef þörf gerð- FRJÁLS VERZLUN ist. Með baktryggingu ríkisins munu brezkir út- flytjendur geta gert viðskipti við hinar fátæku þjóðir í Suð-Austur-Evrópu, sem þeir myndu ekki hafa getað ella. Þannig hafa Bretar lánað Tyrkjum 10 milj. £, til þess að endurbæta flota sinn, gegn því að brezk firmu fengju að sitja að viðskiptunum, sem sköpuðust af þessu láni. Bretar hafa síðustu mánuðina sent viðskipta- nefndir til Balkanríkjanna, og nú er ein slík nefnd á leiðinni til Rúmeníu. Bretar hafa nú vopn í höndum, til þess að mæta jafnvirðiskaupaboði Þjóðverja. Þjóð- verjar hafa að vísu svarað Bretum með því líka fyrir sitt leyti, að heita 80 milj. £ útflutnings- tryggingu. En bæði er að Bretar eiga stærri varasjóð í auðlindum sínum, en Þjóðverjar, og svo fá viðskiptamenn Breta frjálsan gjaldeyri, sem þeir fá ekki hjá Þjóðverjum. ★ * ★ Ummælum Hitlers í ræðu þeirri, sem hann flutti 30. janúar síðastliðinn: „Vér verðum að flytja út, eða deyja ella“, var beint til Breta, og hinnar brezk-þýzku samkeppni í Suðaustur- Evrópu. Þannig sjá menn, ef fortjaldinu er lyft frá hinum geigvænlegu pólitísku átökum, sem nú eiga sér stað í álfunni, hvern þátt viðskiptamál- in eiga í þeim. Viðskipamálin geta þánnig orðið örlög þjóða. En, eins og að ofan getur, í Suð- austur-Evrópu ráða jafnt viðskiptaleg sem hernaðarleg sjónarmið. Ef Þjóðverjum tekst að ná pólitískum yfirráðum í Donárríkjunum og á Balkan-skaganum, verða þeir ósigrandi. Sir Henry Deterding, frh. af 9. síSu. ingarvitið“. Hann keypti upp eyðimerkur í Egyptalandi og víðar gegn ráðum allra sér- fræðinga, í þeirri trú, að olía leyndist í jörðu. Síðan reyndist það þó svo, að gnægð góðrar olíu var þar. En Deterding gerði alltaf þann fyrirvara, að „sjötta skilningarvitið“ dyggði lít- ið, ef ekki fælist á bak við það skynsemi. Olían hefir skapað einhverja þá mestu við- skiptaárekstra, sem sögur fara af. Þetta dýr- mæta efni hefir leynzt í jörðu hver veit hve lengi. En fyrir aðeins örskömmu lærðist mönn- um að hagnýta það. Sumir ætla, og það með nokkrum rökum, að ekki líði á mjög löngu þar til olíuforðinn er eyddur. En fari svo, munu nöfn Rockefellers og Deterding verða hin minn- isstæðustu úr sögu þess óhófs, sem afmáði að fullu einn dýrmætasta fjársjóð, sem móðir nátt- úra gaf mönnunum þeim til framfara. 81

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.