Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 21
þær. Óg aíveg burtséð frá slíkum tilfellum, er öíí toll-
afgreiðsla hér langtum of sein. Það er augljóst, hversu
seinvirkur skrifstofugangur getui' orðið óþægilegur öll-
um innflytjendum, þegar það er haft í huga, að inn-
flutningsleyfin koma óvallt of seint.
Þá er það svo í bönkunum, að þar safnast fyrir beiðn-
ir um gjaldeyri. — Þessar beiðnir hrúgast upp og eru
aldrei afgreiddar nema sífellt sé verið að jagast í þeim,
sem um þær eiga að fjalla. Þeir frekustu og þaulsætn-
ustu fó fyrst afgreiðslu. Hversvegna er ekki það ein-
falda fyrirkomulag viðhaft, að afgreiða gjaldeyrisbeiðn-
ir eftir röð?
Þessi seinagangur hjá gjaldeyrisnefnd, tollyfirvöld-
um og bönkum eykur mjög á örðugleika verzlunarinnar.
Sá’ er þetta ritar, trúir því ekki, að þetta sleifarlag sé
nauðsynlegt. — Menn eiga ekki að renna niður óánægju
sinni, heldur krefjast eindregið endurbóta. Þá er helzt
von á því, að einhver lag-færing fóist.
KaupsýslumaSur.
Rödd forsætisráðherrans.
Herra ritstjóri!
I ræðu þeirri, er forsætisráðherra flutti í sameinuðu
þingi 18. apríl, um verkefni hinnar nýju stjórnar, segir
m. a. svo:
„ ... Ef félagsheildir, stéttir eða einstaklingar, sem
standa að baki ráðherrum í ríkisstjórninni, sýna ásælni
í því að fá dreginn sinn tamii eitt fet framar því, sem
réttlátt er, samanbomð við aðra, og framar því sem al-
þjóðarheill leyfir, og látið verður undan þeirri ásælni,
þá mun samstarfið, að mínu áliti sem forsætisráðherra,
mistakast".
(Sbr. „Tíminn“ 18. apríl). Leturbr. hér.
Nú mun flestum, sem til þekkja, fara svo að þeim
detti strax í hug sérréttindi þau, sem kaupfélögin og
neytendafélögin svokölluðu hafa hingað til notið í út-
hlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, og er öll óstæða
til að fagna því, ef þessi yfirlýsing forsætisráðherra á
að boða það, að framvegis skuli allir aðilar, í þessu sam-
bandi, vera jafnir fyrir lögunum, en öðruvísi verður
þessi yfirlýsing ekki skilin, ef hún á að takast alvarlega,
sem ekki skal dregið í efa.
Fyrir utan þann stórkostlega álitshnekki, sem ýmsir
aðilar hinnar óháðu verzlunarstéttar þessa lands, hafa
beðið, vegna hinnar ranglátu framkvæmdar gjaldeyris-
skömmtunarinnar, þá hefir nú bætzt ofan á tilfinnan-
legt gengistjón vegna breytingarinnar á skráningu krón-
unnar. Mun því öllum sanngjörnum mönnum finnast, að
kominn sé tími til að skera burt þessa meinsemd, sem
þegar hefir sett nægilegan blett á álit stjórnarvalda
okkar, hjá öllum íslendingum, sem enn hafa óbrjálaða
réttlætismeðvitund og öllum erlendum þjóðum, sem við
höfum viðskipti við.
Er vel, að forsætisráðherra skuli hafa komið svo
glögglega auga á þessa óhæfu alla, og lýsi yfir vilja
sínum til umbóta.
KARL.
Furðuleg sí<rií
um íslenzlta verzlunarstétt.
Herra ritstjóri!
í 1. hefti þessa árgangs af Tímariti Iðnaðarmanna,
sem er gefið út af Landssambandi Iðnaðarmanna, er
lesmál á bls. 6, sem hefir vakið svo mjög undrun mína,
og raunar margra annarra, að ég get ekki orða bundizt.
Þarna birtast smágreinar undir fyrirsögninni „Tónninn
til iðnaðarins", sem eru svo illgirnisleg árás á verzlun-
arfólk landsins, að þeim verður aðeins jafnað við póli-
tískar ái'óðursgreinar af verstu tegund. Fyrst er það
vei'zlunarfulltrúinn, svo afgreiðslustúlkan, og að síðustu
heildsalinn, svo að öll stéttin sé með, sem á að lítilsvirða
íslenzkan iðnað og' iðnaðarmenn. Greinarhöf. klykkir
svo út með hugvekju til þess að minna á, að visa Egg-
ei'ts Olafssonar um dönsku búðarþjónana á (gamla) ein-
okunartimabilinu hafi g'ildi enn þann dag í dag, sem
verðui' að skilja á þann veg, að verzlunarstéttin íslenzka
sé þannig innrætt, að ástæða sé til þess að beina til
hennar þessum orðum:
„Þó að mai'gur upp og aftur,
ísland níði búðarraftur,
meira má en kvikindskjaftur
kraftur guðs og sannleikans“.
Manni verður á að spyrja, hvort þetta sé skrifað á
ábyrgð Landssambands Iðnaðarmanna, og hvoi't það sé
öllum þori’a iðnaðarmanna að skapi, að málgagn þeirra
sé notað til slíkra skrifa.
Reykjavík, marz 1939.
Óskar Norðmann.
Hús úr ösku.
í nýlendunni Sonop í Transvaal hafa þrír menn
byggt einkennilegt hús, því að aðalbyggingarefnið er
aska. Einn mannanna var krypplingur, annar kominn
yfir sextugt og sá þriðji framtakssamur embættismað-
ur í félagsmálaráðuneytinu. — Öskuna í húsið sóttu
þeir í öskuhauga bæjarins og blönduðu hana með ör-
litlu af sandi og steinlími. Fimm herbergi voru í hús-
inu, baðherbergi, verönd með mýflugnaneti o. s. frv.
Það tók tæpa 3 mánuði að byggja húsið og lcostnaður
við efniskaup varð urn 4300 kr.
’Þegar húsið var tilbúið, buðu smiðirnir sérfræðing-
um, fulltrúum frá ríkisstjórninni og nokkrum bygging-
armeisturum til að skoða húsið. Þeir voru undrandi
yfir því, sem fyrir augun bar, en þetta varð til þess,
að nú mun í ráði að þeim 13 millj. punda, sem fara
áttu til smíða nýrra húsa í landinu, verði varið til
,,öskuhúsa“. Við það ætti að vera hægt að spara um
6 millj. punda. Alls á að byggja 6000 þriggja her-
bergja hús í Höfða-landinu og kostar hvert þeirra
300—400 pund.
FRJÁLS VERZLUN
21