Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 10
V
erz unar
Verzlunarþingið var sett í Reykjavík laugar-
daginn 15. apríl af formanni Verzlunarráðs fs-
lands, Hallgrími Benediktssyni stórkaupmanni.
Minntist hann látinna félaga og stóð fyrir kjöri
forseta Verzlunarþings, en Magnús Kjaran stór-
kaupmaður varð fyrir kjöri og til vara Ragnar
Blöndal kaupm. Ritarar voru kjörnir Sigurður
Guðmundsson og S. Schram.
Því næst flutti Hallgrímur Benediktsson á-
varp og rakti hann þar nokkuð, hvernig ástand
þjóðarinnar væri nú, bæði inn á við og út á við
og talaði einkum um framkvæmd verzlunar-
haftanna og áhrif þeirra. H. Ben. kom einnig
nokkuð inn á gengislækkunina og lagði áherzlu
á að þjóðin mundi vilja færa miklar fórnir ef
breytt væri frá ríkjandi fjármálastefnu og ráð-
stafanir gerðar til að tryggja að gengislækkun-
in kæmi að haldi.
Oddur Guðjónsson, skrifstofustjóri V. í., gaf
skýrslu um starfsemi ráðsins á liðnu ári og Sig-
urður Guðmundsson las og skýrði reikninga
þess. Var þá fyrsta fundið lokið. Annar fundur
þingsins hófst daginn eftir og var fyrsta um-
ræðuefnið gjaldeyrismálin, en framsögumaður
var Björn Ólafsson, stkpm. Hélt hann all-langt
og fróðlegt erindi, sem að kafla er birt hér að
framan. Að erindi og umræðum loknum, var
samþykt svohljóðandi ályktun:
„Verzlunarþingið 1939 ályktar að skora
á ríkisstjórn og Alþingi:
a) að stefnt verði nú þegar að afnámi
haftanna eftir því, sem fært þykir, og sé sú
framkvæmd hafin með því, að setja nauð-
synjavörur nú þegar á „frílista“.
b) að gerð sé gangskör að því þegar í
stað, að semja um, eða láta taka lán til að
greiða innifrosnar erlendar verzlunarskuld-
ir, og með því tryggja gengi krónunnar.
c) að tekin verði upp ný tilhögun með
afhendingu og afgreiðslu gjaldeyris, er
tryggi að yfirfærzla fáist út á þau leyfi,
sem gefin eru út, og um leið að tryggt verði
jafnrétti í úthlutun innflutnings og ráðstöf-
un gjaldeyris44.
Gengismáliö var næst tekið til umræðu og
hafði dr. Oddur Guðjónsson framsögu. Voru
staddir á fundi þeir Ölafur Thors og Jakob
Möller sem fulltrúar þeirra tveggja steína, sem
uppi voru meðal Sjálfstæðismanna í þessu máli.
Lýstu þeir hvor út frá sínu sjónarmiði afstöð-
unni til þessa máls og var einnig allmikið farið
inn á samningsumleitanir milli aðal-þingflokk-
anna þriggja, sem þá stóðu yfir.
Stríðshættunefndin. Hallgrímur Benedikts-
son, sem er meðlimur nefndar þessarar, sem
skipuð var í sept. s. 1., þegar ófriðarblikan var
sem mest, gaf skýrslu um störf nefndarinnar,
en verkefni hennar er að gera tillögur um ráð-
stafanir ef stríð bæri að höndum. Upplýstist að
nefnd þessi hafði lítið sem ekkert aðhafst og
formaður hennar, Sig. Jónasson nú sagt af sér,
en Guðbrandur Magnússon kosinn í hans stað.
Verölagseftirlitið og verðlagsnefnd. Dr Odd-
ur Guðjónsson, sem er meðlimur í hinni nýstofn-
uðu Verðlagsnefnd, flutti erindi um starf nefnd-
arinnar. Itakti hann lið fyrir lið starfsemi
nefndarinnar og hvernig allt það athæfi, sem
meirihluti hennar hefir í frammi miðast við að
drepa niður verzlunarstéttina. Þessi herferð
væri studd með ástæðum, sem séu rakalausar
og ósvífnar í garð allra, sem við verzlun fást.
Hér er ekki rúm til að rekja þetta fróðlega er-
indi, en væntanlega fær „Frjáls verzlun“ tæki-
færi til að taka starf Verðlagsnefndar ýtarlega
til meðferðar.
Erlend viðslcipti. Stefán Þorvarðsson skrif-
stofustjóri utanríkismálaráðuneytisins flutti
ýtarlegt erindi um viðskiptasamninga við út-
lönd og skýrði frá í höfuðdráttum, hvernig þeim
málum væri komið.
Félagsmál verzlunarmanna. Hið síðasta,.sem
10
FRJÁLS VERZLUN