Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 8
Ol íukonungur Evrópu Sir Henry Delerding Það munu langflestir hafa oft heyrt getið um Rockefeller gamla, sem var kallaður olíukóngur og auðugasti maður heims, en hann var aðal- stjórnandi olíufirmans Standard Oil. Hinir munu vera miklu færri, sem nokkuð þekkja til Deterding og þó hafði félag hans 6 milljörðum króna meira hlutafé en Rockefeller nokkurntíma réði yfir. Deterding fór ekkert í felur, þó hann yrði aldrei jafn víðfrægur og keppinautur hans í Standard Oil. Það voru engir dimmir eða óljósir kaflar í æfibraut hans. Og það var ekki örðugt að ná til hans. Blaðamenn gátu svo að segja gengið rakleiðis inn á skrifstofu hans og í blöð- in skrifaði Deterding oft rösklegar greinar. Fyrir nokkrum árum gaf hann út æfisögu sína: „An international oil man“, og skar þar ekki ut- an af neinu. Hvernig æfintýrið hófst. Deterding var Hollendingur og var faðir hans skipstjóri, til heimilis í Amsterdam, en þar fæddist Deterding árið 1866. Efni voru ekki næg tii þess að sonurinn yrði settur til mennta, og varð hann bókhaldari í banka. Eins og títt var um unga Hollendinga var hann send- ur út til nýlendnanna og kynntist hann þar Kessler nokkrum, sem var forstjóri olíu-firm- ans Royal Dutch, sem þá var á barmi gjald- brots. Stuttu eftir að Deterding fékk stöðu við fyrirtækið, fór það að bera sig og nú er það með auðugustu fyrirtækjum heims. Það varð brátt áberandi í viðskiptastefnu Deterdings, að keppinautar ættu fremur að mynda bandalag en berjast. Hann hélt bví fram og sannaði með reynslunni, að bess vegna þvrfti verðlag ekki að hækka. Snarnaður sá, sem hægt er að koma við í slíkum tilfellum væri svo mik- ill, að fremur mætti lækka verðlagið. Svipuð hugsun var ríkiandi hiá Rockefeller gamla. En hann notaði aðrar aðferðir. Með hlífðarlausum undirboðum píndi hann líftóruna úr keppinaut- 8 unum og gleypti þá á eftir eins og slanga bráð sína. En Deterding fór rólegar að. Hann fór samningaleiðina og gerði keppinautana að þátt- takendum og samstarfsmönnum. Þess vegna voru fáir hans óvinir. Olíu-öldin hefst. Deterding knýtti saman ensk, frönsk og hol- lensk olíufélög og náði valdi yfir Austur-Asíu markaðinum. (Það var á tíma olíulampanna). Rockefeller hafði með háði og spotti neitað að eiga viðskipti við „litla Hollendinginn" en nú kom annað hljóð í strokkinn. Ameríkumenn héldu að þeir með hinum miklu olíulindum í Pennsylv- aníu hefðu fengið einskonar einkasölu á olíu og FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.