Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 17
Myndina, sem nú er framan á kápunni, hefir Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari teldð. * Hið breytta þjóðmálaviðhorf, sem skapazt hefir við nýmyndun landsstjórnarinnar, hefir sem eðlilegt er ver- ið aðalumræðuefni manna nú síðustu vikur. Afstaða manna er nokkuð misjöfn, en flestir munu þó telja rétt, að dæma fremur eftir þeim verkum, sem í ljós koma, heldur en að dæma hina nýju stjórn dauða, áður en hún tekur til starfa. Verzlunarstéttin hefir gert skýra grein fyrir sinni afstöðu og kemur hún glöggt í Ijós í grein þeirri, sem birt er hér að framan um þetta efni. Allir vona, að samvinna stjórnarflokkanna megi vel takast og bera árangur fyrir allar stéttir þjóðfélags- ins; en verzlunarstéttin sættir sig ekki við að tvenn lög séu látin gildi fyrir íslenzka þegna i þeim málum, sem hana varða mestu, og krefst þess ákveðið, að um henn- ar rétt verði fjallað af sanngirni. * „Frjáls verzlun11 vill benda kaupsýslumönnum á hina nýju viðskiptaskrá, sem út er komin. Hún er til góðrar hjálpar fyrir verzlunarmenn. Ritið er góð byrjun til þess, að samin verði ýtarleg íslenzk viðskiptahandbók. Eðlilegast væri, til að fyrirbyggja allar villur, að félög hverrar þeirrar greinar, sem tekin er inn í bókina, gerðu grein fyrir því, hverjir til hennar teldust. * Á verzlunarþinginu síðasta upplýsti dr. Oddur Guð- jónsson athyglisverð atriði í sambandi við verðlag er- erlendra og innlendra vara. — Sé vísitalan 1914 sett = 100, er vísitala erlendu vörunnar 1938 = 164, en inn- lendu vörunnar = 221. Nánar sundurliðað hefir verð- hækkunin síðan 1914 orðið þessi: Erlend vara: 1914 1938 Korn ................ 100 153 Sykur ............... 100 107 Kaffi ............... 100 153 Innlend vara: 1914 1938 Mjólk................ 100 209 Kjöt ................ 100 243 Fiskur .............. 100 195 * í febrúarhefti þessa rits sagði Björn Kristjánsson frá nokkrum minningum frá fyrstu verzlunarárum sín- um og lýsti nokkuð baráttunni við erlent verzlunarvald. í þessu hefti birtast nokkrar endurminningar gamals Hafnar-kaupmanns, Dines Petersen, um verzlun Dana á íslandi á síðustu árum aldarinnar, sem leið, í>essi FRJÁLS VERZLUN FRJALS VERZLUN MÁN AÐARRIT ÚTGEFANDI: VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR FORMAÐUR: FRIÐÞJÓFUR Ó. JOHNSON RITSTJÓRI: EINAR ÁSMUNDSSON RITNEFND: BJÖRN ÓLAFSSON PÉTUR ÓLAFSSON VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON SKRIFSTOFA í HAFNARSTR. 5 (MJÓLKUR- FÉLAGSHÚSINU, HERBERGI 16—17). SÍMI 5293. — OPIN KL. 9. F. H. TIL KL. 5 E. H. ÁSKRIFTARGJALD 5 KRÓNUR. LAUSASALA 50 AURAR ÍSAFOLDARPRBNTSMIÐJA H.F. grein hefir að vísu ekki mikinn fróðleik að geyma um verzlunarháttu og landshagi á þeim tíma, en hún gefur nokkra hugmynd um afstöðu dönsku kaupmannanna. — Dines Petersen viðurkennir, að danska verzlunin hafi ekki verið heppileg fyrir efnalegar framfarir þjóðar- innar, og það er ekki fjarri því, að lesa megi milli lin- anna eftirsjá þess, að Danir skyldu ekki gæta meira þarfa landsmanna og freista með því að halda íslands- verzluninni i sínum höndum. * Fulltrúi skipulagsnefndar ríkisins, Hörður Bjarna- son, tekur til meðferðar í þessu hefti nokkur atriði við- víkjandi verzlunarhýsingu. Þetta er nýtt efni, sem vert er að gaumur sé gefinn, og margra umbóta þörf í Reykjavík í þeim efnum. * Alþingi hefir nú lögfest, að klukkunni skuli flýtt um klst. frá því í apríl og þar til í okt. Hér i blaðinu hefir nokkuð verið rætt um vinnutíma og búmannsklukku, en skiptar eru skoðanir um það mál. Ekki hefir þó borið á neinni óánægju með þá ákvörðun, að breyta klukkunni svo, sem gert er ráð fyrir, enda eru mikil líkindi til, að menn venjist því vel. Á Alþingi var tölu- verður hópur þingmanna á móti því, að flýta klukk- unni, og báru helzt fyrir sig, að meiri eftirvinna yrði t. d. í sambandi við fiskþurrkun, og því dýrara fyrir útgerðina. Með samkomulagi við verkalýðsfélögin ætti að vera auðvelt að komast fram hjá agnúum, sem þessum, 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.