Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1939, Blaðsíða 25
í þjónustu kaupandans Það er til ein söluaðferð, sem enn hefir ekki hlotið neitt nafn. Hún mú heita æðsta söluað- ferðin, því að hún fellur kaupandanum bezt í geð. Seljandinn leggur alls ekki fast að viðskipta- manninum. Hann leggur alls ekki að honum. Það má segja, að sölumaðurinn gangi í þjón- ustu viðskiptamannsins. Hann — sölumaðurinn — tekur með virðingu á móti kaupandanum, spyr hvað honum þóknist, lætur hann að mestu um að tala og gefur síðan góða og sanna lýsingu á vörum þeim, sem kaupandinn þarfnast. Hann leggur ekki hætis hót að manninum að kaupa. En hann sýnir það ljóslega, að hann ósk- ar þess að geta gert kaupandanum til hæfis. í stuttu máli: Sá er beztur sölumaður, sem lætur sem minnst á því bera, að hann sé að selja. Það atriði vil ég að menn leggi á minnið. Er það ekki rétt, að venjulegi sölumaðurinn geri harða hríð að kaupandanum — eins og hann blátt áfram fari úr jakkanum, bretti upp ermarnar og ætli sér að láta hann festa kaupin ? Hann fer að kaupandanum eins og að kú, sem hann ætlar að fara að reka út í haga. í mörgum bókum um sölumennsku, sérstak- lega þeim, sem eru eftir ..prófessora", er skýrt frá því, hvernig eigi að sigrast á „mótbárum viðskiptamannsins". JEn) (eru það ekki einmitt hinar venjulegu söluaðferðir, sem ,skapa. þessar mótbárur? Jafnskjótt og viðskiptamaðurinn finnur að verið er að leggja að honum að taka einhverja ákvörðun, þá stingur hann við fótum og verður brár. Það á ekki að gera harða hríð að viðskipta- manninum. Það er ekki hægt að nota sömu að- ferðir við vörusölu, sem til sóknar í knatt- spyrnu. Það á ekki að yfirbuga viðskintamenn- ina, eða sigra þá. Menn eiga ekki að líta á það sem stórsigur. bótt þeim takist að selja vöru sína. Það á ekki að líta á söluna, eins og einhvern kappleik. Með öðrum orðum: Viðskiptavinurinn á alltaf FRJÁLS VERZLUN að vera „aðalmaðurinn", sölumaðurinn á að spila „aðra fiðlu“. Jafnskjótt og viðskiptamaðurinn sér, að það er verið að þjóna honum, ekki að reka hann á- fram, þá kemst hann í betra „kaupskap". Hin æðsta tegund sölumennsku er að vera fljótur að sjá og skilja, hvað viðskiptavinunum þóknast, en ekki að reka á eftir honum. En það er alltaf sjaldgæft, að þannig sé farið að við- skiptavininum, að hann minnist kaupanna með ánægju. Orðstír eykur sölu Eins og hver sölumaður og margir afgreiðslumenn verzlana vita, eykur orðstír fyrirtækja mjög sölu á vörum þeirra. Sölumaður sagði í bréfi til mín í síðasta mánuði: „Starf mitt er erfitt. Ég starfa hjá nýju fyrirtæki. Enginn þekkir kosti þess“. Sölumaður, sem vinnur hjá fyrirtæki, sem nýtur trausts og álits, hefir mikið fram yfir keppinaut sinn, sem ver er staddur. Og hann ætti að meta það rétti- lega. Það er miklu auðveldara að selja, þegar enginn efi býr í huga kaupandans eða grunsemdir. Kaupvilji manna fer mjög eftir því, hvort seljandinn nýtur góðs orðs eða ills. Þegar sölumaður fer að starfa fyrir nýtt fyrirtæki, verður hann að geta sýnt fram á gæði varanna. Hann þyrfti helzt að geta bent á ánægða kaupendur. En starf hans er erfitt, af því að fyrirtæki hans hefir skamman starfsferil að baki sér. Verzlunarfyrirtæki, sem er „konunglegur hirðsali“, eða er „stofnsett 1830“, njóta mikils trausts. Þau standa miklu betur að vígi en hin, sem nýrri eru. Sölumenn slikra fyrirtækja geta sagt við hikandi kaupanda: „Auðvitað getið þér treyst því. Við vilj- um ekki stofna áliti voru í hættu!“ Þeir munu njóta álits, sem það eiga skilið. Það kemur þó ekki ávallt með aldrinum eða fer eftir stærð- inni. Því að nýtt fyrirtæki getur unnið sér álit skjót- lega, ef hægt er að treysta starfsmönnum þess og vörum. Ef loforð eru svikin, eða gæðin minnka, þá fer álit- ið forgörðum. — Jafnskjótt og einn kaupandi segir við annan: „Það er ómögulegt að treysta þeim“, eða: „Vörurnar frá þeim eru ekki eins góðar og áður“, þá minnkar álitið, traustið þverrar. Lítil verzlun getur unnið sér álit. I einu úthverfi í London er lítil verzlun, sem selur soðið kjöt og hefir komizt í svo gott álit, að hún er hrein gullnáma. Örugg leið til þess að afla sér álits er að selja vör- ur, sem kaupendunum geðjast að, og selja þær á þann hátt, að þeir séu ánægðir yfir framkomu manna. GóS- ur orðstír er ómetauleg eign. 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.