Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Page 3

Frjáls verslun - 01.08.1940, Page 3
Stjórnmálaflokkarnir íslenzku hefðu gott af að leggja sér þetta á minni. Klíkuhátturinn í íslenzkri pólitík er á góðum vegi með að standa hinum mikilvægustu framförum og um- bótum fyrir þrifum. Hér á landi heyrist oft hjá hinum pólitísku forráðamönnum, að tímarnir séu svo alvarlegir fyrir land og þjóð, að allar deilur verði niður að falla og engin gagnrýni megi eiga sér stað á gerðum þeirra flokka, sem tekið hafa hönd- um saman til að forða þjóðinni frá ,,hruni“. Hér láta sumir forustumenn flokkanna það í veðri vaka, að það gangi landráðum næst, að „vekja deilur um stjórn landsins“. — Þessir sömu menn ættu að sjá hvernig brezk blöð rita og hafa ritað um opinber mál og stjórn lands síns, síðan stríðið hófst. í Bretlandi á þjóðin í ægilegu stríði, en það hindrar ekki blöð lands- ins í því, að taka miskunnarlaust til meðferð- ar allt sem þeim finnst að aflaga fari hjá hinu opinbera. Þeirra álit er, að þjóðin hafi aldrei eins mikla þörf fyrir og á hættutímum að rætt sé af fullri einurð um stjórnarfarið og allar ráðstafanir hins opinbera. Um síðustu mánaðamót birtist í einu víð- lesnasta blaði Bretlands grein eftir hinn heims- fræga enska blaðamann og rithöfund, G. Ward Price, sem margir íslenzkir stjórnmála- menn hefðu gott af að lesa. Fyrirsögnin er: „Út með klaufana, inn með kaupsýslumenn- ina“ (Out with the Bunglers — In with the Businessmen). Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr greininni: „Forusta er aðalskilyrði fyrir sigri. Á dög- um Elísabetar drottningar og Pitts frelsaði góð forusta os^ frá því, að lúta sigurvegurum meg- inlandsins. Með Mr. Churchill sem forsætis- ráðherra höfum vér nú fengið hina réttu for- ustu, en ófriður nútímans er svo margþættur, að enginn einstaklingur getur haft umsjón með eða sett sig inn í allt, sem að ófriðarstarfsemi lýtur. Síðasta mannsaldur hefir brezkt stjórn- arvald verið að færast meira og meira í hend- ur hinna föstu embættismanna. Óteljandi mál- efni, sem áður voru í höndum einstaklinganna, eru nú komin undir yfirráð hins opinbera. Því miður hefir forusta embættismannanna reynzt allt annað en heillavænleg. Þessi forusta er dauf, seinlát, ráðlaus, óákveðin og hæfileika- lítil. Aðferðir hennar eru úreltar. Hinar emb- ættislegu staurkarlavenjur samrýmast ekki heilbrigðri skynsemi. í stað þess að leiða ófrið- argöngu þjóðarinnar eru margir embættis- mennirnir til trafala. — Þessar staðreyndir þekkja allir, sem komið hafa nálægt stjórn- ardeildunum. í orði kveðnu bera ráðherrarnir ábyrgð á FRJÁLS VERZLUN starfhæfni sinnar stjórnardeildar. Fáir ráð- herrar hafa þó nokkra reynslu í þeirri prakt- isku skipulagningu, sem nauðsynleg er. Þeir menn, sem þolað hafa slíka ráðleysis-þróun eru ekki réttu mennirnir til að kippa hlutunum í lag. Þeir eru pólitískir atvinnumenn, sem eyða árum sínum í andrúmslofti þingsalanna, þar sem ræða er álitin afrek, og traustgefandi at- kvæðagreiðsla í neðri málstofunni er talin bein sönnun fyrir giftusamlegri forustu. Á ófriðar- tímum er það starf, sem gildir, en ekki ræður og atkvæði. Ráðherrar eru útvaldir af þeim fá- menna flokki manna, sem hefir gert pólitík að atvinnu sinni. Þeir menn, sem bezt eru fallnir til að framkvæma nauðsynlegar um- bætur, eru ekki í stjórninni, jafnvel ekki í parlamentinu. Þeir, sem mesta skipulagningar- hæfileika hafa, hafa jafnan verið í ,,business“. Það er ástæðan fyrir því, að Bretland hefir orðið stórveldi á sviði iðnaðar og verzlunar. Aðeins þrír fésýslumenn hafa verið teknir í ráðherrastöður í þessum ófriði: Lord Wool- ton, matvælaráðherra, Lord Beaverbrook, ráð- herra fyrir flugvélaframleiðslu, og Sir Andrew Duncan, forseti verzlunarmálaráðuneytisins. Það er eftirtektarvert, að þessar þrjár stjórn- ardeildir hafa náð beztum árangri í núver- andi ráðuneyti. Þessir þrír ráðherrar, í mót- setningu við samverkamann þeirra, eru minnst háðir þeim embættismönnum, sem undir þá eru settir. Slíkir embættismenn geta verið góðir við sín venjulegu skrifstofustörf, en þeir eru óhæfir til að fást við skipulagningu á starfi þjóðarinnar, sem nauðsynlegt er, til þess að sigur náist“. ,,--------Þegar komið er á fót stórri sam- steypu stálverksmiðja eða bifreiðasmiðja, þá er það fyrsta, sem athugað er, hvernig hver v.erksmiðja um sig er á vegi stödd. Forustu- mennirnir ákveða hvaða deildir eru óþarfar, hvaða sparnað er hægt að framkvæma, hverir af framkvæmdarstjórunum eru dugandi og hverir eru óhæfir. Síðan er gerð gangskör að því að sameina hinar ýmsu deildir og starfs- greinir til hagnaðar fyrir fyrirtækið sem heild. Þetta er aðferðin, sem þarf að nota við hina brezku stjórnar-starfrækslu, við allan rekstur hins opinbera“. „— — — Sú eina leið, sem dugir, er að setja á laggirnar „þjóðlegt foringjaráð“ af mönnum með skipulagningarhæfileika, með valdi til að rannsaka starf hverrar einustu stjórnardeildar og he.imild til að framkvæma hlífðarlausar breytingar — án tillits til fast- heldinna embættismanna, starfssamninga, embættisvenja eða upphefðar“. Frh. á bls. 31.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.