Frjáls verslun - 01.08.1940, Page 7
auðugum nýlendum hafi verið ein orsök þess
að hinar nýlendufátækari þjóðir telja sér
ávinningsvon í því að fara með ófrið á hendur
Bretum. En orsökin til þess að þær geta séð
sér hag í slíku, er ekki sú, að Bretland sé „auð-
valds“-ríki, sem fylgi stefnu frjálsrar sam-
keppni í alþjóðamálum. Þvert á móti hlýtur
orsökin að vera sú, að Br.etar fylgja ekki
stefnu frjálsra viðskipta, heldur leitast við að
útiloka aðrar þjóðir frá viðskiptum við ný-
lendur sínar með tollhömlum. Ef fylgt væri
„spilareglum“ kapítalismans í alþjóðavið-
skiptum, mundu pólitísk yfirráð yfir nýlend-
unum sem sagt enga fjárhagslega þýðingu
hafa, og gætu því alls ekki gefið skynsamlegt
tilefni til styrjalda þjóða á milli. (Þetta hefir
hinn víðkunni rithöfundur Aldous Huxl.ey
meðal annars bent á í bók sinni „Markmið og
leiðir.)
Annað dæmi: Það hefir oft verið á það bent
og með réttu, hvernig baráttan um aðgang að
hafi hefir gefið tilefni til styrjalda. Við mun-
um deiluna um Danzig og pólsku göngin, sem
að minnsta kosti á yfirborðinu varð tilefni til
núverandi styrjaldar. En orsök þessarar deilu
var engin ,,kapítalistísk“ samkeppni milli Pól-
verja og Þjóðverja. Þvert á móti. Ef bæði
löndin hefðu fylgt stefnu frjálsrar samkeppni
í milliríkjaviðskiptum, hefði engin slík deila
getað átt sér stað. Ef tollmúrar hefðu ekki
verið hlaðnir milli landanna mátti Pólverja
það einu gilda, hvort það voru þeir eða Þjóð-
verjar, sem höfðu pólitísk yfirráð yfir Danzig
og pólsku göngunum.
önnur helzta röksemd sósíalista fyrir því,
að það sé auðvaldsskipulagið, sem sé orsök
styrjaldanna, er sú, að það sé gróðabrall
þeirra auðkýfinga, sem vopnaverksmiðjurnar
eigi, sem oft hrindi styrjöldunum af stað. Það
er að vísu laukrétt, að styrjaldir gefa ein-
staklingum oft tækifæri til þess að raka sam-
an álitlegum gróða. En til þess að sanna það,
að framleiðsluhættir kapítalismans, þar sem
gróðavonin er driffjöður framleiðslunnar,
hljóti óhjákvæmilega að hafa í för með sér
vopnaframleiðslu og síðar stríð, yrði að skýra
það, hvernig á því stendur að vopnaframleiðsl-
an þarf að vera gróðavænlegri atvinnuvegur
en hvað annað, og hvort ekki sé hugsanlegt
að græða á einhverju öðru en vopnafram-
leiðslu. Ef almenningur og stjórnarvöld í hin-
um kapítalisku löndum hefir óbeit á stríði, þá
virðist það óneitanlega vera farið aftan að
siðunum, þegar vopnaframleiðendurnir í stað
þess að framleiða einhverja vöru, sem þörf er
fyrir og eftirspurn er eftir, taka að framleiða
einhverja vöru, sem almenningur hefir óbeit
á, og verða svo að ganga þá erfiðu braut að
gerbreyta hugsunarhætti almennings til þess
að geta afsett vöruna á markaðinum. Er sú
skýring ekki öllu eðlilegri, að það sé hernaðar-
andinn og viljinn til ófriðar, sem skapar eftir-
spurn stjórnarvaldanna eftir vopnum, heldur
en að það sé vopnaframleiðslan, sem skapar
hernaðarandann? Það virðist einnig koma illa
heim við þá kenningu, að ,,auðvalds“-skipu-
lagið hljóti óhjákvæmilega að hafa í för með
sér hernaðaranda og vígbúnað, hversu auð-
ríkin England og Frakkland voru illa viðbúin
núverandi styrjöld, einkum þó að því er út-
búnað hergagna snertir, sem þau virtust þó
hafa öll skilyrði til að framleiða gnægð af.
Ekkert land var þó í upphafi styrjaldarinnar
talið jafnilla vígbúið og Bandaríkin, það rík-
ið þar sem hin fjármagnaða þróun er lengst
komin. Aftur á móti voru Rússar, Þjóðverjar
og ítalir gráir fyrir járnum, en hagkerfi allra
þessara landa er að meira eða minna leyti
byggt upp eftir hugmyndum sósíalista, þann-
ig að öll framleiðsla er annaðhvort rekin af
því opinbera eða undir ströngu eftirliti þess.
Allt það, sem bent hefir verið á hér að of-
an, virðist mæla gegn þeirri staðhæfingu, að
fjármagnað þjóðskipulag, sem hvílir á grund-
velli einstaklingsrekstrar og frjálsrar sam-
keppni, hljóti óhjákvæmilega að hafa sífelld-
ar styrjaldir í för með sér. En er það nú líka
þannig, að sósíalistiskt þjóðskipulag, þ. e. a. s.
þjóðnýting atvinnufyrirtækjanna, hljóti óhjá-
kvæmilega að fyrirbyggja styrjaldir? Væri
nokkuð því til fyrirstöðu, að hið þéttbýla Jap-
an gæti séð sér hag í því, jafnvel þó sósíalist-
iskt þjóðskipulag væri þar ríkjandi, að ráðast
á hin strjálbyggðu en náttúruauðugu lönd
Sovét-Ástralíu og Sovét-Nýja-Sjáland? Auð-
æfunum væri jafn ójafnt skipt milli einstakra
landa, þó atvinnufyrirtækin yrðu allsstaðar
þjóðnýtt.
Af öllu þessu virðist mega draga það í efa,
að kapítalisminn sé orsök styrjaldanna, þróun
kapítalismans virðist þvert á móti vera komin
undir friðsamlegum, frjálsum viðskiptum, og
sé stefnu hinnar frjálsu samkeppni fylgt út í
æsar, virðist það vera sú eina stefna, sem
tryggt getur friðsamleg alþjóðaviðskipti og
kippt burtu grundvellinum undan fjárhags-
legum orsökum styrjaldanna.
FRJÁLS VERZLUN
7
1