Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 8

Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 8
Island í erlendum blöðum Vikuritið Everybodys frá 4. maí, útgefið í London, birti grein um ísland undir yfirskrift- inni: Nature gives them central heating. Greinin er þannig: ,,Land, þar sem náttúran sjálf sér um mið- stöðvarhitann, og blóm eru því nær óþekkt. Land, sem hefir þjóðþing, sem hefst við úti undir beru lofti í sex vikur á hverju ári---- það er ísland, sem nú hefir skyndilega risið úr gleymsku vegna hernáms Danmerkur. Því herfræðingar um gjörvalla Evrópu og Ameríku skilja, að hinir ótölulegu firðir, sem skerast inn í þessa dönsku hjálendu, gætu ver- ið afbragðs felustaðir fyrir þýzka kafbáta og birgðaskip. Enski loftflotinn gæti greitt högg. Jafnframt benda herfræðingar á, að banda- menn gætu gætu búið til flugvelli á þessari 300 mílna löngu hásléttu, og gætu þaðan ráð- izt á Þjóðverja í Noregi. Ólíklegt er þó, að Bretar geri nokkrar ráðstafanir gagnvart ís- landi nema Þjóðverjar gefi tilefni. Á meðan er allt gersamlega óbreytt í elzta lýð- ræðislandi álf- unnar. Hvers kyns land er ísland? — Alls staðar á íslandi eru ótrúlega fjöl- breyttar hraun- myndanir. Maður, sem væri skyndi- lega gripinn af huldri hönd og settur niður á ís- land, án þess að vita nokkuð, gæti haldið, að hann væri kominn alla leið til eldfjalla tunglsins. Undarlegt sambland. Skandínavar fundu Is- land fyrir 1100 árum síðan, en urðu þess þá varir, að írar voru komnir á undan. Árið 1000 kristnuðu Norðmenn landið. Hinir 90 þús. íbúar, en af þeim eru 30 þús. í Reykjavík, lifa á kvikfjárrækt og auðvitað fiskveiðum. Island er undarlegt sambland af nýju og gömlu. Þó að til séu í landinu 2000 bílar, vilja flestir langhelzt fara á hestum á hinum slæmu vegum. En þessi þjóð. sem helzt vill ferðast á á hestum, hefir miðstöðvarhitun í 90% af hús- um í Reykjavík. Meðan Lundúnabúar skjálfa af kulda í kolaleysi því, sem nýafstaðið er, fá íslendingar vatn inn í húsin frá heitum lind- um, sem fullt er af alls staðar. Fundir undir beru lofti. ísland er einnig frægt af öðru — það hefir hið einkennileg- asta þing sem þekkist á byggðu bóli. Alþingi — en svo er það nefnt, kemur saman einu sinni á ári undir beru lofti, en þá liggja þingmenn úti í sex vikur. Hugsið þið ykkur, ef neðri mál- stofan enska hefðifundi á Hampstead heiði! Meðan Þjóðverjar eru FRJÁLS VERZLUN Gamli sjómaðurinn.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.