Frjáls verslun - 01.08.1940, Side 17
Þorlákur: ,,Ég er mikið vel ánægður með allar
málalyktir á Alþingi, jafnvel þótt ég sé á þeirri
meiningu, að þetta bragð1) verði til þess að
skilja oss við Dani (ultimately), but never
mind, það er einmitt það, sem ég fyrir mitt
leyti óska eftir“.
Þá er viðfangsefnið, sem hann með Bret-
landsveru sinni er að búa sig undir að fást við.
Á það hefir þegar verið drepið. Það er að
svifta af verzluninni einokunarbragnum
gamla, sem hvoi'ki konungsúrskurðinum frá
18. ágúst 1786, né lögunum frá 15. apríl 1854
um siglingar og verzlun á íslandi hafði tekizt
að vinna bug á, eins og getið hefir verið hér
áður. Ástandinu lýsir hann í „Mínir vinir“
(bls. 15—22). Danskir kaupmenn, eða íslenzk-
ir kaupmenn, sem taka sér hina erlendu til
fyrirmyndar, líta á hina íslenzku skiptavini
sem ,,dónana“, og telja að kaupmenn „ættu
þá með húð og hári“, eins og hann segir í vöru-
lista sínum 1887. Búðarlokurnar, danskar og
íslenzkar, semdu sig að háttum húsbændanna
og hundsuðu almenning. 1 lýsingunni í „Mínir
vinir“ kemur íslenzkur bóndi til Svendsens
k.aup\manns, sem líka er Islendingur. Hann
spyr um inneign sína, sem reynist 100 kr„ og
vill síðan taka út 20 pund af kaffi, 20 pund af
sykri og 20 krónur í peningum, en kaupmaður-
inn segir, að hann fái ekki nema 10 pund af
kaffi, 5 pund af sykri og enga peninga. Ofan
á þessa ófremd bætist, eins og Þorlákur orðar
það í vörulistanum 1887, að „alþýðá hefði
haldið áfram að stara á þá (þ. e. grósserana)
eins og æðri verur“. Þá sé enn það að verzlun-
inni, að engin tilbreytni sé í vörutegundum;
sömu vörurnar flytjist ár eftir ár og sé slengt
saman við vöruleyfarnar frá fyrra ári, sem þó
ætti að selja á uppboði. Enn sé það, að vörurn-
ar séu vondar og oft úrgangsvöruleifar búð-
anna í Kaupmannahöfn. Hvað hafi og kaup-
mennirnir lagt af mörkum til landsþarfa,
spyr Þorlákur, og hann svarar því víða, fyrst
og fremst í bréfi til Jóns Sigurðssonar 7. nóv.
1872. Hann segir þar: „Er nokkurs staðar á
guðs grænni jörðu eins úrættuð kaupmannastétt
eins og hjá oss heima. Ég tala ekki um danska
kaupmenn ... Má ég spyrja, hver íslenzkur
kaupmaður hefir gefið ærlega gjöf til Bók-
menntafélagsins? Hvar eru tillög þeirra til Al-
þingishússins? Hvað hafa þeir gefið Þjóðvina-
félaginu eður öðrum stofnunum, sem landinu
má verða til sæmdar og frama? Hversu mikið
1) Hér mun átt við það, að þingið 1869 hafði ekki
aðeins mótmælt því, að „stöðulögin“ yrðu gerð að lög-
um, heldur jafnframt neitað að ræða þau í einstökum
atriðum og gera við þau breytingartillögur,
FRJÁLS VERZLUN
hafa þeir gefið til spítala og annarra stofn-
ana? Hreint ekki neitt. Þó eru þeir svo blygð-
unarlausir, að þeir bera oss á brýn, að við ekki
berum nóga virðingu fyrir þessum ættlerum,
sem hvorki eru hreinir Baunsar, og þá vorir
mótstöðumenn, né íslendingar“. I „Mínir vin-
ir“ í ræðu Slimons í brúðkaupinu á Elliðavatni
kemur sama fram; hann er látinn segja: „Yð-
ar kaupmenn eru meira eða minna tengdir yð-
ar landi af eintómum gróðahug; en áhugi
þeirra og hjarta er langt í burtu frá íslandi.
Má ég spyrja, hvar eru þau minnismerki, er
þeir hafa látið eftir sig, sem geta sannað ör-
lyndi þeirra eða borið vott um það, að þeir
sýni áhuga sinn fyrir velferð og verklegum
framförum yðar lands? Hvar eru skólar þeir
eða velgerðastofnanir, er þeir hafa byggt?
Hvar eru búgarðarnir, er þeir hafa hjálpað til
að yrkja? Hvar eru gufuskip þeirra, er fara
frá einum firði til annars?“. Hér er og svarað
einni markverðri spurningu, til hvers kaup-.
maðurinn eigi að græða fé. Svarið er, að það
sé til þess að geta eytt því til þjóðþrifafyrir-
tækja.
Hvernig ætlar svo Þorlákur sér að vinna bug
á þessu ástandi? Það les maður líka út úr
„Mínir vinir“. Gunnar bóndi á Elliðavatni segir
þar til. Það þurfi að kjósa efnilegustu bændur
á þing. Bændur þurfi að stofna með sér verzl-
unarfélög líkt og „Gránufélagið“. íslendingar
þurfi sjálfir að kaupa sér gufuskipastól, og
þeir þurfi að slíta verzlunarsamböndunum við
Dani og beina viðskiptum sínum til annarra
þjóða. Islendingar þurfi að reka verzlun sjálf-
ir og þurfi að koma sér upp verzlunarskóla
með ensku sniði. „Þá fyrst mun hverfa þessi
leiðinlegi og ódrengilegi andi, er ennþá dreg-
ur alla þjóðlega sómatilfinningu og heiður úr
verzlunarstétt vorri; þá fyrst mun hverjum
búðardreng þykja sómi að sinni fósturjörðu,
og hverjum kaupmanni það skylda sín að efla
velmegun skiptavina sinna jafnt og sína“. Þá
þarf að nýta auðsuppsprettur landsins. „Skeyt-
ið ei um þá villu, að land yðar sé óbyggilegt.
Island hefir í sér fólgnar óþrjótandi auðsupp-
sprettur, ef þeir einungis vilja nota þær“, læt-
ur Þorlákur Slimon segja. Landið hefir nógar
seljanlegar vörur, sem á að afhenda fyrir bein-
harða peninga, því án peninga verði engum
framförum hleypt af stokkunum. Þá er iðju-
leysið Þorláki þyrnir í augum. Hann ræðir það
oftar en einu sinni, og hann lætur Slimon
segja í brúðkaupsræðunni: „Gjörið allt, sem
í yðar valdi stendur til þess að reka á brott
yðar versta óvin, sem er iðjuleysið“.
Þetta er glæsileg stefna, og hún kemur þeg-
ar í ljós hjá Þorláki við fyrstu kynni, hún er
17